Utan vallar: Á fleygiferð upp Rushmore-fjall íslenskra þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2023 10:01 Eftir erfiða og heldur sérstaka byrjun á þjálfaraferlinum er Arnar Gunnlaugsson sigurvegari íslensks fótbolta þessi dægrin. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar og Arnar er á góðri leið með að klífa upp á topp Rushmore-fjalls íslenskra þjálfara. Þann 14. júlí 2009 tapaði ÍA á heimavelli fyrir Selfossi, 1-2, í næstefstu deild. Arnar lék allan leikinn fyrir Skagamenn. Í kjölfarið voru hann og tvíburabróðir hans, Bjarki, reknir sem þjálfarar ÍA. Arnar stýrði ekki liði aftur í keppnisleik fyrr en áratug seinna. Næstu árin var Arnar tíðara umfjöllunarefni í viðskipta- og samkvæmislífsflokkum fjölmiðla frekar en íþróttahlutanum. Fótboltinn togaði samt alltaf í hann og eftir stutt stopp í Pepsi Max mörkunum var hann ráðinn aðstoðarþjálfari KR seinna hluta sumars 2016. Þaðan fór Arnar til Víkings og gerðist aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar. Eftir tímabilið 2018 var hann svo ráðinn þjálfari Víkings. Íslenskur Keegan Í viðtölum eftir að hann fékk starfið talaði Arnar eins og draumóramaður, íslenskur Kevin Keegan, en innistæðan var lítil. Og ef hann hefði ekki unnið bikarmeistaratitilinn 2019 er alls óvíst að hann hefði fengið þriðja árið sem þjálfari Víkings. En hann fékk það og þá sögu þekkja flestir. Liðið varð Íslandsmeistari á ævintýralegan hátt, bikarmeistari í kaupbæti og fyrsta íslenska liðið til að vinna tvöfalt í áratug. Víkingar fagna eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í þrjátíu ár 2021.vísir/hulda margrét Í fyrra varð Víkingur bikarmeistari þriðja sinn í röð og gerði ágætis hluti í Evrópukeppni en var aldrei í alvöru baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Þrjú töp í fyrstu sex umferðunum gerðu möguleikann á að verja titilinn afar fjarlægan og þá voru yfirburðir Breiðabliks umtalsverðir og þeir urðu Íslandsmeistari á afar sannfærandi hátt. Sögulegir yfirburðir Víkingar sneru bökum saman eftir síðasta tímabil og komu sterkari til baka, miklu sterkari og miklu betri en önnur lið á Íslandi, ekki bara í deildinni í ár heldur einnig í sögulegu samhengi. Snemma var ljóst í hvað stefndi. Víkingur vann fyrstu átta leiki sína án þess að fá á sig mark og vann nítján af 22 leikjum sínum í hefðbundinni deildakeppni. Víkingar settu met yfir flest stig (59), flesta sigra (19) og flest mörk (65) í tólf liða deild. Arnar Gunnlaugsson var í þessum rosalega leðurjakka á hliðarlínunni í leiknum gegn Breiðabliki á mánudaginn.vísir/hulda margrét Þeir rauðu og svörtu héldu áskriftinni að Mjólkurbikarnum og eftir 2-2 jafntefli KR og Vals á sunnudaginn var ljóst að Víkingur var Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Síðan Arnar tók við Víkingi hefur liðið tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og unnið sex af þeim níu titlum sem í boði eru á þessum tíma. Kominn á hæla lærifeðranna Undanfarin ár hefur Arnar alltaf passað sig á að tala vel um lærifeður sína í þjálfun og þá sem ruddu brautina. En núna er staðan sú að hann er farinn að nálgast þessa kalla. Ef til væri Rushmore-fjall íslenskra þjálfara undanfarin fjörutíu ár (frá 1983, þegar þriggja stiga reglan var tekin upp) væri búið að hamra út myndir af þeim Heimi Guðjónssyni, Ólafi Jóhannessyni, Guðjóni Þórðarsyni og Ásgeiri Elíassyni á fjallið. Er þá litið til árangurs hér heima (sorrí, Heimir Hallgrímsson). Arnar hefur talað vel um Guðjón Þórðarson sem þjálfaði hann þegar ÍA varð Íslandsmeistari sem nýliði 1992.Mynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson (ÞÖK) Ólafur og Guðjón hafa unnið átta stóra titla hvor, Heimir sjö og Ásgeir heitinn sex, jafn marga og Arnar, Rúnar Kristinsson og Hörður Helgason. Þrátt fyrir að hafa aðeins þjálfað í fimm heil tímabil er Arnar heldur betur búinn að setja mark sitt á íslenska fótboltasögu. Hann hefur gert lið að bikarmeisturum fjórum sinnum í röð og jafnaði þar með met Guðjóns. Arnar hefur tvisvar sinnum gert lið að tvöföldum meisturum sem aðeins Guðjón og Hörður höfðu gert. Hann er því að klukka alls konar áfanga og virðist hvergi nærri hættur. Orðinn skotinn í varnarleik Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson haustið 2023 gæti ekki verið frábrugðnari þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni haustið 2018. Það sást bersýnilega á viðtali við hann í Stúkunni í fyrradag. „Það er svo gaman að sjá hvernig þjálfaraferilinn hefur þróast. Ég var svo rosalega rómantískur þjálfari. Þú vilt bara stíga upp og pressa og halda bolta. Varnarleikur er bara að vera með boltann,“ sagði Arnar. Arnar með Mjólkurbikarinn sem hann hefur unnið fjórum sinnum í röð.vísir/hulda margrét „En svo langar þig bara að vinna titla. Þetta er ekkert flóknara en það. Til hvers erum við í þessu? Til að vinna titla. Auðvitað viljum við breyta leiknum og leggja eitthvað til að leikurinn dafni. En við viljum vinna leiki og titla og frá því fótbolti byrjaði hefur verið augljóst, ég hata að segja þetta og vonandi verður þetta klippt út, en varnarleikur vinnur titla. Svo kanntu betur og betur að meta að varnarleikur er listgrein líka.“ Rómantíkerinn hefur vikið fyrir raunsæismanninum og Arnar hljómar núna meira eins og íslenskur Mourinho en íslenskur Keegan. Héldu í þekkinguna Auðvelt er að álykta að þarna gæti áhrifa varnarjálkanna Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen sem hafa verið með Arnari nánast allan tímann síðan hann tók við Víkingi. Fyrst sem leikmenn og svo sem yfirmaður knattspyrnumála og aðstoðarþjálfari. Víkingar njóta enn þekkingar og reynslu þeirra og það var mikilvægt fyrir þá að halda þeim hjá félaginu. Samstarf þeirra Arnars virðist vera mjög blómlegt og þeir virðast hafa jarðtengt hann. Víkingarnir hans Arnars mæta FH á heimavelli í kvöld.vísir/hulda margrét Arnar er samt enn óhræddur að brydda upp á nýjungum og hans besta útspil í sumar var að breyta Gunnari Vatnhamri í John Stones; láta hann spila tvær stöður í einu, bæði sem miðvörður og miðjumaður. Gunnar hefur blómstrað í þessu hlutverki og verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar. Hlutverkið sem Arnar fann Gunnari er dæmi um það hversu vel Skagamaðurinn er með puttann á púlsinum varðandi það sem er að gerast í boltanum hverju sinni. Framhaldið Arnar er á fljúgandi farti upp Rushmore fjall íslenskra þjálfara og með vindinn í bakið. Það er ekkert sem bendir til þess að lát verði á sigurgöngu hans, nema hann taki hreinlega við liði erlendis sem væri eðlilegt næsta skref á ferlinum. Það verður verðugt verkefni fyrir Víkinga að halda Arnari en ef hann verður áfram í Víkinni er næsta markmið að koma liðinu í riðlakeppni Evrópukeppni eins og Blikar gerðu í haust. Það hlýtur að kitla að reyna fyrir sér erlendis en hér heima er enn hægt að nema ný lönd og klífa enn hærra upp Rushmore fjall íslenskra þjálfara, alla leið á toppinn. Ekki veðja gegn því. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Þann 14. júlí 2009 tapaði ÍA á heimavelli fyrir Selfossi, 1-2, í næstefstu deild. Arnar lék allan leikinn fyrir Skagamenn. Í kjölfarið voru hann og tvíburabróðir hans, Bjarki, reknir sem þjálfarar ÍA. Arnar stýrði ekki liði aftur í keppnisleik fyrr en áratug seinna. Næstu árin var Arnar tíðara umfjöllunarefni í viðskipta- og samkvæmislífsflokkum fjölmiðla frekar en íþróttahlutanum. Fótboltinn togaði samt alltaf í hann og eftir stutt stopp í Pepsi Max mörkunum var hann ráðinn aðstoðarþjálfari KR seinna hluta sumars 2016. Þaðan fór Arnar til Víkings og gerðist aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar. Eftir tímabilið 2018 var hann svo ráðinn þjálfari Víkings. Íslenskur Keegan Í viðtölum eftir að hann fékk starfið talaði Arnar eins og draumóramaður, íslenskur Kevin Keegan, en innistæðan var lítil. Og ef hann hefði ekki unnið bikarmeistaratitilinn 2019 er alls óvíst að hann hefði fengið þriðja árið sem þjálfari Víkings. En hann fékk það og þá sögu þekkja flestir. Liðið varð Íslandsmeistari á ævintýralegan hátt, bikarmeistari í kaupbæti og fyrsta íslenska liðið til að vinna tvöfalt í áratug. Víkingar fagna eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í þrjátíu ár 2021.vísir/hulda margrét Í fyrra varð Víkingur bikarmeistari þriðja sinn í röð og gerði ágætis hluti í Evrópukeppni en var aldrei í alvöru baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Þrjú töp í fyrstu sex umferðunum gerðu möguleikann á að verja titilinn afar fjarlægan og þá voru yfirburðir Breiðabliks umtalsverðir og þeir urðu Íslandsmeistari á afar sannfærandi hátt. Sögulegir yfirburðir Víkingar sneru bökum saman eftir síðasta tímabil og komu sterkari til baka, miklu sterkari og miklu betri en önnur lið á Íslandi, ekki bara í deildinni í ár heldur einnig í sögulegu samhengi. Snemma var ljóst í hvað stefndi. Víkingur vann fyrstu átta leiki sína án þess að fá á sig mark og vann nítján af 22 leikjum sínum í hefðbundinni deildakeppni. Víkingar settu met yfir flest stig (59), flesta sigra (19) og flest mörk (65) í tólf liða deild. Arnar Gunnlaugsson var í þessum rosalega leðurjakka á hliðarlínunni í leiknum gegn Breiðabliki á mánudaginn.vísir/hulda margrét Þeir rauðu og svörtu héldu áskriftinni að Mjólkurbikarnum og eftir 2-2 jafntefli KR og Vals á sunnudaginn var ljóst að Víkingur var Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Síðan Arnar tók við Víkingi hefur liðið tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og unnið sex af þeim níu titlum sem í boði eru á þessum tíma. Kominn á hæla lærifeðranna Undanfarin ár hefur Arnar alltaf passað sig á að tala vel um lærifeður sína í þjálfun og þá sem ruddu brautina. En núna er staðan sú að hann er farinn að nálgast þessa kalla. Ef til væri Rushmore-fjall íslenskra þjálfara undanfarin fjörutíu ár (frá 1983, þegar þriggja stiga reglan var tekin upp) væri búið að hamra út myndir af þeim Heimi Guðjónssyni, Ólafi Jóhannessyni, Guðjóni Þórðarsyni og Ásgeiri Elíassyni á fjallið. Er þá litið til árangurs hér heima (sorrí, Heimir Hallgrímsson). Arnar hefur talað vel um Guðjón Þórðarson sem þjálfaði hann þegar ÍA varð Íslandsmeistari sem nýliði 1992.Mynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson (ÞÖK) Ólafur og Guðjón hafa unnið átta stóra titla hvor, Heimir sjö og Ásgeir heitinn sex, jafn marga og Arnar, Rúnar Kristinsson og Hörður Helgason. Þrátt fyrir að hafa aðeins þjálfað í fimm heil tímabil er Arnar heldur betur búinn að setja mark sitt á íslenska fótboltasögu. Hann hefur gert lið að bikarmeisturum fjórum sinnum í röð og jafnaði þar með met Guðjóns. Arnar hefur tvisvar sinnum gert lið að tvöföldum meisturum sem aðeins Guðjón og Hörður höfðu gert. Hann er því að klukka alls konar áfanga og virðist hvergi nærri hættur. Orðinn skotinn í varnarleik Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson haustið 2023 gæti ekki verið frábrugðnari þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni haustið 2018. Það sást bersýnilega á viðtali við hann í Stúkunni í fyrradag. „Það er svo gaman að sjá hvernig þjálfaraferilinn hefur þróast. Ég var svo rosalega rómantískur þjálfari. Þú vilt bara stíga upp og pressa og halda bolta. Varnarleikur er bara að vera með boltann,“ sagði Arnar. Arnar með Mjólkurbikarinn sem hann hefur unnið fjórum sinnum í röð.vísir/hulda margrét „En svo langar þig bara að vinna titla. Þetta er ekkert flóknara en það. Til hvers erum við í þessu? Til að vinna titla. Auðvitað viljum við breyta leiknum og leggja eitthvað til að leikurinn dafni. En við viljum vinna leiki og titla og frá því fótbolti byrjaði hefur verið augljóst, ég hata að segja þetta og vonandi verður þetta klippt út, en varnarleikur vinnur titla. Svo kanntu betur og betur að meta að varnarleikur er listgrein líka.“ Rómantíkerinn hefur vikið fyrir raunsæismanninum og Arnar hljómar núna meira eins og íslenskur Mourinho en íslenskur Keegan. Héldu í þekkinguna Auðvelt er að álykta að þarna gæti áhrifa varnarjálkanna Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen sem hafa verið með Arnari nánast allan tímann síðan hann tók við Víkingi. Fyrst sem leikmenn og svo sem yfirmaður knattspyrnumála og aðstoðarþjálfari. Víkingar njóta enn þekkingar og reynslu þeirra og það var mikilvægt fyrir þá að halda þeim hjá félaginu. Samstarf þeirra Arnars virðist vera mjög blómlegt og þeir virðast hafa jarðtengt hann. Víkingarnir hans Arnars mæta FH á heimavelli í kvöld.vísir/hulda margrét Arnar er samt enn óhræddur að brydda upp á nýjungum og hans besta útspil í sumar var að breyta Gunnari Vatnhamri í John Stones; láta hann spila tvær stöður í einu, bæði sem miðvörður og miðjumaður. Gunnar hefur blómstrað í þessu hlutverki og verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar. Hlutverkið sem Arnar fann Gunnari er dæmi um það hversu vel Skagamaðurinn er með puttann á púlsinum varðandi það sem er að gerast í boltanum hverju sinni. Framhaldið Arnar er á fljúgandi farti upp Rushmore fjall íslenskra þjálfara og með vindinn í bakið. Það er ekkert sem bendir til þess að lát verði á sigurgöngu hans, nema hann taki hreinlega við liði erlendis sem væri eðlilegt næsta skref á ferlinum. Það verður verðugt verkefni fyrir Víkinga að halda Arnari en ef hann verður áfram í Víkinni er næsta markmið að koma liðinu í riðlakeppni Evrópukeppni eins og Blikar gerðu í haust. Það hlýtur að kitla að reyna fyrir sér erlendis en hér heima er enn hægt að nema ný lönd og klífa enn hærra upp Rushmore fjall íslenskra þjálfara, alla leið á toppinn. Ekki veðja gegn því.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti