Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2023 07:01 Guðbjörg heillaði með söng sínum allt frá því hún steig fyrst á svið. Hér syngur hún á tónleikum í Noregi. Kristín Jóna Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár. Guðbjörg lét víða til sín taka í söng en segja má að söngferill Guðbjargar hafi byrjað eftir að hún fluttist til Þýskalands, þar sem hún meðal annars sótti tíma í einum virtasta leiklistarskóla Hamborgar, söng í hljómsveitinni Bastre Muba sem fékk fína dóma fyrir diskinn sinn „In einem fremden Land“. Undir lok veru sinnar í Þýskalandi var Guðbjörg í samstarfi við The Thorntons, sem störfuðu undir merkjum Polygram í Þýskalandi. Með þeim söng hún tóndæmi fyrir annað tónlistarfólk, þar á meðal Dionne Warwick sem keypti af þeim bræðrum lag til flutnings eftir að hafa heyrt Guðbjörgu flytja það. Andrea Gylfadóttir, Guðbjörg og Regína Ósk á tónleikum Dúndurfrétta. Við heimkomu til Íslands söng Guðbjörg með Dúndurfréttum í sýningunni Dark Side of the Moon í Borgarleikhúsinu og Gauk á Stöng, þar sem hún hitti tilvonandi eiginmann sinn í fyrsta sinn. Hún tók þátt í fjölda sýninga á Broadway, svo sem með Ragga Bjarna heitnum og Álftagerðisbræðrum. Eurovision-sýningu og einnig ABBA sýningu sem naut mikilla vinsælda. Hún hélt áfram að syngja ABBA-lög með vinkonum sínum Huldu Gestsdóttur og Rúnu G. Stefánsdóttur og þá undir nafninu Prímadonnur. Á sama tímabili söng hún inn auglýsingar og teiknimyndir. Þar má nefna Prince of Egypt, þar sem hún söng hlutverk móður Móses, Pocahontas 2 og með KK og Ellen í A Bugs Life. Auk þessa steig Guðbjörg inn fyrir systur sína Sesselju Magnúsdóttur í hljómsveitina Leynifélagið sem spilaði víða um Ísland. Til viðbótar við þetta tók Guðbjörg þátt í uppsetningu Frostrósa í mörg ár og söng meðal annars í gospelkór sýningarinnar. Guðbjörg var ein af bakröddum Íslands í Eurovision árið 2000 þegar Einar Ágúst Víðisson og Telma Ágústsdóttir fluttu lagið Tell Me. Guðbjörg tók svo sjálf þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins þegar hún söng lagið Aðeins ætluð þér eftir Maríu Björk Sverrisdóttur. Guðbjörg rifjaði við það tilefni upp þegar hún söng fyrst opinberlega. Hún sagði hafa verið skjálfandi eins og hrísla á Hressó í Austurstræti árið 1993 og sungið með hljómsveitinni Kandís með stuðningi vinkonu sinnar Önnur Karenar Kristinsdóttur, einnar af tveim söngkonum sveitarinnar. Þá hafi hún, í ljósi góðra viðtaka, velt fyrir sér hvort söngurinn væri ekki bara málið. Þá var Guðbjörg nítján ára gömul. Guðbjörg var ekki aðeins söngvari heldur lærði hún einnig til söngkennara við Complete Vocal Institute í Danmörku og kenndi um árabil söng við Söngskóla Maríu Bjarkar. Gaf allt sitt í móðurhlutverkið Í kjölfar fyrri átaka sinna við krabbamein árið 2006, og eftir að hafa klárað erfiða lyfjameðferð, leiddi Guðbjörg tónleika í tilefni af fimm ára afmæli Ljóssins í þéttsetnu Háskólabíói. Það var altalað að tónleikarnir hefðu í senn verið meiriháttar skemmtilegir og vandaðir. Guðbjörg fékk í framhaldi af þessu titillinn Ljósberinn sem hún talaði alltaf um af stolti. Guðbjörg á afmælistónleikum Ljóssins árið 2010. Guðbjörg fyrir miðju með Ernu Hrönn Ólafsdóttur (til hægri) og Ölmu Rut Kristjánsdóttur (t.v.).Motic, Jón S. Árið 2014 gaf Guðbjörg út sólódiskinn Vindurinn veit með lögum úr ýmsum áttum sem höfðu fylgt henni lengi og fékk til liðs við sig valinkunna tónlistarmenn, meðal annars Trausta Bjarnason og Kristján Hreinsson sem sömdu lag og texta við lagið Minning Þín. Lagið var tileinkað Magnúsi Óla, syni Guðbjargar. Í Noregi hélt Guðbjörg nokkra jólatónleika með norsku og íslensku tónlistafólki. Að neðan má sjá myndband frá æfingu fyrir eina af þessum tónleikum. Þar söng hún með Torodd H. Eriksen í Holmenkollen kapellu þar sem hún hélt jólatónleika í tvígang. Klippa: Guðbjörg á æfingu fyrir jólatónleika árið 2018 Guðbjörg kenndi tónlist í einkatímum og vann auk þess með kór í Bogstadskóla í samvinnu við Fredrik Otterstad stjórnanda Sølvguttene í Osló. Guðbjörg sat í stjórn Ólafíusjóðs, hjálparsjóðs fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi, allt þar til að veikindi hennar komu í veg fyrir starf hennar þar. Hún starfaði þar náið með sr. Ingu Harðardóttur og öðrum í stjórn. Stjórn Ólafíusjóðs á góðri stundu. Guðbjörg eignaðist fjögur börn, þrjú þeirra með eftirlifandi eiginmanni sínum Kristjáni Má Haukssyni og það fimmta, son Kristjáns, leit hún alltaf á sem eitt af sínum börnum. Guðbjörg eignaðist Magnús Óla, sitt fyrsta barn, liðlega tvítug en hún var þá búsett í Þýskalandi. Þar hafði hún starfað sem au-pair og á hestabúgarði og svo við tónlist. Hún kynntist Kristjáni Má eftir komuna heim til Íslands. Hann gekk Magnúsi Óla í föðurstað. Magnús Óli lést aðeins ellefu ára gamall. Hann var langveikur með fjölþætta fötlun. Guðbjörg gaf allt sitt í móðurhlutverkið og minni tími var fyrir söngverkefni. Guðbjörg í kunnuglegum stellingum, með míkrafóninn að syngja fyrir fólkið. Prímadonnurnar Guðbjörg, Hulda og Rúna að syngja ABBA-lög. „Í sex, sjö ár vakti ég yfir honum og gerði lítið annað en sinna honum. Barnadeild Landspítalans var okkar annað heimili og hann átti líka stuðningsmóður sem hann fór til eina helgi í mánuði og stundum oftar, frá tveggja ára aldri þar til hann lést. Það er kona sem mér þykir einstaklega vænt um,“ sagði Guðbjörg í viðtali í Fréttablaðinu árið 2014. Guðbjörg og Kristján Már eignuðust þrjár dætur. Birtu Ósk árið 2001, Sigrúnu Lilju árið 2006 og Bryndísi Maríu árið 2011. Sú síðastnefnda var sannkallað kraftaverkabarn enda hafði Guðbjörg verið í miskunnarlausum lyfjameðferðum eftir að hafa greinst með krabbamein nokkrum árum fyrr. Hún átti samkvæmt öllu ekki að geta eignast fleiri börn. Dæturnar eru eins og mamma sín miklar söngkonur og hafa allar komið fram með henni á tónleikum, auk þess að stíga á svið sjálfar. Kristján Már, Guðbjörg og dæturnar þrjár sem sáu ekki ljósið fyrir mömmu sinni. Sigrún, Birta og Bryndís minnast bestu móður sinnar og vinkonu.Kristín Jóna Kristján Már greindi frá andláti Guðbjargar. „Það er mér óendanlega sárt að þurfa að segja frá því að yndislega Guðbjörg Magnúsdóttir, minn besti vinur, sálufélagi og eiginkona er fallin frá. Hún dó eftir hetjulega baráttu við krabbamein i morgun. Fyrir mína hönd, barna okkar og aðstandenda vil ég þakka fyrir allan þann velvilja og stuðning sem okkur hefur verið sýndur. Hún verður grafin á Íslandi við hlið sonar okkar Magnúsar Óla í október en nákvæm tímasetning hefur ekki verið ákveðin,“ sagði Kristján Már við vini og vandamenn á Facebook. Mæðgurnar á góðri stundu. „Hún var ekki bara besta móðir í heimi, heldur líka besta vinkona sem ég mun eignast,“ segir Birta dóttir Guðbjargar á sama vettvangi. Bryndís og Sigrún taka heilshugar undir orð systur sinnar. Kristján Hreinsson sem samdi textann við lagið Minning Þín ( til Magnúsar Óla) minnist Guðbjargar á Facebook: „Yndisleg vinkona mín, Guðbjörg Magnúsdóttir, er dáin. Hún var einstök og afar gefandi. Söngur hennar var nærandi og styrkjandi. Ég starfaði nokkrum sinnum með Guðbjörgu og hlustaði heillaður á hennar fögru rödd. Fyrir áratug eða svo söng hún nokkur laga minna við undirleik Tryggva Hübner og náði þar með að skapa hjá mér minningar sem ekki er hægt að gleyma,“ segir Kristján. Guðbjörg í sinni síðustu skíðaferð í fyrra. Hún hafði unun af því að renna sér í brekkunum. „Ég sendi öllu hennar fólki samúðarkveðjur. Guðbjörg Magnúsdóttir var fögur sál og skilur eftir minningar sem munu lifa lengi. Hún söng eins og engill.“ Söngfugl fagnar Þú fagran sönginn sendir mér,við saman máttum kyrjaen nú með sorgir sit ég hérog sál mín fær að spyrja: Hvert fjúka dagsins draumaskýsem dulráð hugsun vekurog hvar á upptök ástin hlýsem eymd úr brjósti hrekur? Hvert hörfa lífsins leyndarmálsem ljós og skuggi eyða?Hví endar söng sinn ástrík sálsem engan vildi meiða? Hvert fara allir þrestir þeirsem þjóðarsálin fagnarí myrkri þegar draumur deyrog dagsins söngur þagnar? Kistulagning hefur farið fram í Noregi og verður Guðbjörg flutt heim fljótlega. Jarðarför hennar verður auglýst síðar. Guðbjörg ræddi við Sindra Sindrason um veikindin í Íslandi í dag í apríl 2009. Andlát Noregur Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Guðbjörg lét víða til sín taka í söng en segja má að söngferill Guðbjargar hafi byrjað eftir að hún fluttist til Þýskalands, þar sem hún meðal annars sótti tíma í einum virtasta leiklistarskóla Hamborgar, söng í hljómsveitinni Bastre Muba sem fékk fína dóma fyrir diskinn sinn „In einem fremden Land“. Undir lok veru sinnar í Þýskalandi var Guðbjörg í samstarfi við The Thorntons, sem störfuðu undir merkjum Polygram í Þýskalandi. Með þeim söng hún tóndæmi fyrir annað tónlistarfólk, þar á meðal Dionne Warwick sem keypti af þeim bræðrum lag til flutnings eftir að hafa heyrt Guðbjörgu flytja það. Andrea Gylfadóttir, Guðbjörg og Regína Ósk á tónleikum Dúndurfrétta. Við heimkomu til Íslands söng Guðbjörg með Dúndurfréttum í sýningunni Dark Side of the Moon í Borgarleikhúsinu og Gauk á Stöng, þar sem hún hitti tilvonandi eiginmann sinn í fyrsta sinn. Hún tók þátt í fjölda sýninga á Broadway, svo sem með Ragga Bjarna heitnum og Álftagerðisbræðrum. Eurovision-sýningu og einnig ABBA sýningu sem naut mikilla vinsælda. Hún hélt áfram að syngja ABBA-lög með vinkonum sínum Huldu Gestsdóttur og Rúnu G. Stefánsdóttur og þá undir nafninu Prímadonnur. Á sama tímabili söng hún inn auglýsingar og teiknimyndir. Þar má nefna Prince of Egypt, þar sem hún söng hlutverk móður Móses, Pocahontas 2 og með KK og Ellen í A Bugs Life. Auk þessa steig Guðbjörg inn fyrir systur sína Sesselju Magnúsdóttur í hljómsveitina Leynifélagið sem spilaði víða um Ísland. Til viðbótar við þetta tók Guðbjörg þátt í uppsetningu Frostrósa í mörg ár og söng meðal annars í gospelkór sýningarinnar. Guðbjörg var ein af bakröddum Íslands í Eurovision árið 2000 þegar Einar Ágúst Víðisson og Telma Ágústsdóttir fluttu lagið Tell Me. Guðbjörg tók svo sjálf þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins þegar hún söng lagið Aðeins ætluð þér eftir Maríu Björk Sverrisdóttur. Guðbjörg rifjaði við það tilefni upp þegar hún söng fyrst opinberlega. Hún sagði hafa verið skjálfandi eins og hrísla á Hressó í Austurstræti árið 1993 og sungið með hljómsveitinni Kandís með stuðningi vinkonu sinnar Önnur Karenar Kristinsdóttur, einnar af tveim söngkonum sveitarinnar. Þá hafi hún, í ljósi góðra viðtaka, velt fyrir sér hvort söngurinn væri ekki bara málið. Þá var Guðbjörg nítján ára gömul. Guðbjörg var ekki aðeins söngvari heldur lærði hún einnig til söngkennara við Complete Vocal Institute í Danmörku og kenndi um árabil söng við Söngskóla Maríu Bjarkar. Gaf allt sitt í móðurhlutverkið Í kjölfar fyrri átaka sinna við krabbamein árið 2006, og eftir að hafa klárað erfiða lyfjameðferð, leiddi Guðbjörg tónleika í tilefni af fimm ára afmæli Ljóssins í þéttsetnu Háskólabíói. Það var altalað að tónleikarnir hefðu í senn verið meiriháttar skemmtilegir og vandaðir. Guðbjörg fékk í framhaldi af þessu titillinn Ljósberinn sem hún talaði alltaf um af stolti. Guðbjörg á afmælistónleikum Ljóssins árið 2010. Guðbjörg fyrir miðju með Ernu Hrönn Ólafsdóttur (til hægri) og Ölmu Rut Kristjánsdóttur (t.v.).Motic, Jón S. Árið 2014 gaf Guðbjörg út sólódiskinn Vindurinn veit með lögum úr ýmsum áttum sem höfðu fylgt henni lengi og fékk til liðs við sig valinkunna tónlistarmenn, meðal annars Trausta Bjarnason og Kristján Hreinsson sem sömdu lag og texta við lagið Minning Þín. Lagið var tileinkað Magnúsi Óla, syni Guðbjargar. Í Noregi hélt Guðbjörg nokkra jólatónleika með norsku og íslensku tónlistafólki. Að neðan má sjá myndband frá æfingu fyrir eina af þessum tónleikum. Þar söng hún með Torodd H. Eriksen í Holmenkollen kapellu þar sem hún hélt jólatónleika í tvígang. Klippa: Guðbjörg á æfingu fyrir jólatónleika árið 2018 Guðbjörg kenndi tónlist í einkatímum og vann auk þess með kór í Bogstadskóla í samvinnu við Fredrik Otterstad stjórnanda Sølvguttene í Osló. Guðbjörg sat í stjórn Ólafíusjóðs, hjálparsjóðs fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi, allt þar til að veikindi hennar komu í veg fyrir starf hennar þar. Hún starfaði þar náið með sr. Ingu Harðardóttur og öðrum í stjórn. Stjórn Ólafíusjóðs á góðri stundu. Guðbjörg eignaðist fjögur börn, þrjú þeirra með eftirlifandi eiginmanni sínum Kristjáni Má Haukssyni og það fimmta, son Kristjáns, leit hún alltaf á sem eitt af sínum börnum. Guðbjörg eignaðist Magnús Óla, sitt fyrsta barn, liðlega tvítug en hún var þá búsett í Þýskalandi. Þar hafði hún starfað sem au-pair og á hestabúgarði og svo við tónlist. Hún kynntist Kristjáni Má eftir komuna heim til Íslands. Hann gekk Magnúsi Óla í föðurstað. Magnús Óli lést aðeins ellefu ára gamall. Hann var langveikur með fjölþætta fötlun. Guðbjörg gaf allt sitt í móðurhlutverkið og minni tími var fyrir söngverkefni. Guðbjörg í kunnuglegum stellingum, með míkrafóninn að syngja fyrir fólkið. Prímadonnurnar Guðbjörg, Hulda og Rúna að syngja ABBA-lög. „Í sex, sjö ár vakti ég yfir honum og gerði lítið annað en sinna honum. Barnadeild Landspítalans var okkar annað heimili og hann átti líka stuðningsmóður sem hann fór til eina helgi í mánuði og stundum oftar, frá tveggja ára aldri þar til hann lést. Það er kona sem mér þykir einstaklega vænt um,“ sagði Guðbjörg í viðtali í Fréttablaðinu árið 2014. Guðbjörg og Kristján Már eignuðust þrjár dætur. Birtu Ósk árið 2001, Sigrúnu Lilju árið 2006 og Bryndísi Maríu árið 2011. Sú síðastnefnda var sannkallað kraftaverkabarn enda hafði Guðbjörg verið í miskunnarlausum lyfjameðferðum eftir að hafa greinst með krabbamein nokkrum árum fyrr. Hún átti samkvæmt öllu ekki að geta eignast fleiri börn. Dæturnar eru eins og mamma sín miklar söngkonur og hafa allar komið fram með henni á tónleikum, auk þess að stíga á svið sjálfar. Kristján Már, Guðbjörg og dæturnar þrjár sem sáu ekki ljósið fyrir mömmu sinni. Sigrún, Birta og Bryndís minnast bestu móður sinnar og vinkonu.Kristín Jóna Kristján Már greindi frá andláti Guðbjargar. „Það er mér óendanlega sárt að þurfa að segja frá því að yndislega Guðbjörg Magnúsdóttir, minn besti vinur, sálufélagi og eiginkona er fallin frá. Hún dó eftir hetjulega baráttu við krabbamein i morgun. Fyrir mína hönd, barna okkar og aðstandenda vil ég þakka fyrir allan þann velvilja og stuðning sem okkur hefur verið sýndur. Hún verður grafin á Íslandi við hlið sonar okkar Magnúsar Óla í október en nákvæm tímasetning hefur ekki verið ákveðin,“ sagði Kristján Már við vini og vandamenn á Facebook. Mæðgurnar á góðri stundu. „Hún var ekki bara besta móðir í heimi, heldur líka besta vinkona sem ég mun eignast,“ segir Birta dóttir Guðbjargar á sama vettvangi. Bryndís og Sigrún taka heilshugar undir orð systur sinnar. Kristján Hreinsson sem samdi textann við lagið Minning Þín ( til Magnúsar Óla) minnist Guðbjargar á Facebook: „Yndisleg vinkona mín, Guðbjörg Magnúsdóttir, er dáin. Hún var einstök og afar gefandi. Söngur hennar var nærandi og styrkjandi. Ég starfaði nokkrum sinnum með Guðbjörgu og hlustaði heillaður á hennar fögru rödd. Fyrir áratug eða svo söng hún nokkur laga minna við undirleik Tryggva Hübner og náði þar með að skapa hjá mér minningar sem ekki er hægt að gleyma,“ segir Kristján. Guðbjörg í sinni síðustu skíðaferð í fyrra. Hún hafði unun af því að renna sér í brekkunum. „Ég sendi öllu hennar fólki samúðarkveðjur. Guðbjörg Magnúsdóttir var fögur sál og skilur eftir minningar sem munu lifa lengi. Hún söng eins og engill.“ Söngfugl fagnar Þú fagran sönginn sendir mér,við saman máttum kyrjaen nú með sorgir sit ég hérog sál mín fær að spyrja: Hvert fjúka dagsins draumaskýsem dulráð hugsun vekurog hvar á upptök ástin hlýsem eymd úr brjósti hrekur? Hvert hörfa lífsins leyndarmálsem ljós og skuggi eyða?Hví endar söng sinn ástrík sálsem engan vildi meiða? Hvert fara allir þrestir þeirsem þjóðarsálin fagnarí myrkri þegar draumur deyrog dagsins söngur þagnar? Kistulagning hefur farið fram í Noregi og verður Guðbjörg flutt heim fljótlega. Jarðarför hennar verður auglýst síðar. Guðbjörg ræddi við Sindra Sindrason um veikindin í Íslandi í dag í apríl 2009.
Söngfugl fagnar Þú fagran sönginn sendir mér,við saman máttum kyrjaen nú með sorgir sit ég hérog sál mín fær að spyrja: Hvert fjúka dagsins draumaskýsem dulráð hugsun vekurog hvar á upptök ástin hlýsem eymd úr brjósti hrekur? Hvert hörfa lífsins leyndarmálsem ljós og skuggi eyða?Hví endar söng sinn ástrík sálsem engan vildi meiða? Hvert fara allir þrestir þeirsem þjóðarsálin fagnarí myrkri þegar draumur deyrog dagsins söngur þagnar?
Andlát Noregur Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira