Waldorfskólinn braut lög og slegið á fingur Kópavogsbæjar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 10:22 Waldorfskólinn í Lækjarbotnum starfar á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Waldorfskólinn Waldorfskólinn í Lækjarbotnum braut lög er umsóknum þriggja barna um skólavist var hafnað. Kópavogsbær sinnti ekki eftirlitsskyldu sinni í málinu. Þetta er niðurstaða í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Komst málið inn á borð ráðuneytisins í maí á síðasta ári eftir að umsókn barnanna þriggja um skólavist hafði verið hafnað. Kærandi í málinu er foreldri barnanna en hafði það áður starfað í öðrum skóla sem rekinn er í nánu samstarfi við Waldorfskólann. Ekkert traust Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna kom fram að skólastjóri hafi metið aðstæður þannig að ekki lægi fyrir það traust milli aðila sem þarf til. Var hluti af þeirri ástæðu að skólinn taldi að koma foreldri barnanna inn í skólastarfið myndi hafa áhrif á innra starf leikskólans og grunnskólans. Var foreldrinu bent á að hafa samband við fræðslusvið Kópavogsbæjar ef það væri ósátt við úrvinnslu eða niðurstöðu málsins. Starfar skólinn á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Svaraði bærinn foreldrinu þannig að skólinn sé einkarekinn grunnskóli sem heyri ekki undir sveitarfélaginu. Það hafi hvorki boðvald yfir skólanum né stjórn á innritun inn í skólann. Skólinn annast innritun Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt þjónustusamningnum annast skólinn sjálfur innritun nemenda og setur skólinn sér sjálfur innritunarreglur. Hluta úr þeim má lesa hér fyrir neðan. að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum. Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna er ekki vísað til þeirra skilyrða sem finna má í reglunum. Með því að fara ekki eftir eigin innritunarreglum er það því niðurstaða ráðuneytisins að synjunin hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Kópavogsbær einnig ekki sinnt sínum skyldum þegar bærinn sagðist skorta heimildir til þess að bregðast við erindinu. Er skólinn með lögbundna eftirlitsskyldu með sjálfstætt reknum grunnskólum sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við. Leggur ráðuneytið fyrir sveitarfélaginu að hafa eftirlitshlutverk sitt í huga vegna starfsemi sjálfstætt rekna grunnskóla. Er ákvörðun Waldorfskóla í Lækjarbotnum um synjun á umsóknum barnanna um skólavist því felld úr gildi. Skóla - og menntamál Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Þetta er niðurstaða í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Komst málið inn á borð ráðuneytisins í maí á síðasta ári eftir að umsókn barnanna þriggja um skólavist hafði verið hafnað. Kærandi í málinu er foreldri barnanna en hafði það áður starfað í öðrum skóla sem rekinn er í nánu samstarfi við Waldorfskólann. Ekkert traust Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna kom fram að skólastjóri hafi metið aðstæður þannig að ekki lægi fyrir það traust milli aðila sem þarf til. Var hluti af þeirri ástæðu að skólinn taldi að koma foreldri barnanna inn í skólastarfið myndi hafa áhrif á innra starf leikskólans og grunnskólans. Var foreldrinu bent á að hafa samband við fræðslusvið Kópavogsbæjar ef það væri ósátt við úrvinnslu eða niðurstöðu málsins. Starfar skólinn á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Svaraði bærinn foreldrinu þannig að skólinn sé einkarekinn grunnskóli sem heyri ekki undir sveitarfélaginu. Það hafi hvorki boðvald yfir skólanum né stjórn á innritun inn í skólann. Skólinn annast innritun Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt þjónustusamningnum annast skólinn sjálfur innritun nemenda og setur skólinn sér sjálfur innritunarreglur. Hluta úr þeim má lesa hér fyrir neðan. að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum. Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna er ekki vísað til þeirra skilyrða sem finna má í reglunum. Með því að fara ekki eftir eigin innritunarreglum er það því niðurstaða ráðuneytisins að synjunin hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Kópavogsbær einnig ekki sinnt sínum skyldum þegar bærinn sagðist skorta heimildir til þess að bregðast við erindinu. Er skólinn með lögbundna eftirlitsskyldu með sjálfstætt reknum grunnskólum sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við. Leggur ráðuneytið fyrir sveitarfélaginu að hafa eftirlitshlutverk sitt í huga vegna starfsemi sjálfstætt rekna grunnskóla. Er ákvörðun Waldorfskóla í Lækjarbotnum um synjun á umsóknum barnanna um skólavist því felld úr gildi.
að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum.
Skóla - og menntamál Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira