Átt þú barn með ADHD? Hólmfríður Árnadóttir skrifar 28. september 2023 07:01 Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna. Að þau sem eru okkur dýrmætust og um leið viðkvæmust fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa og að biðlistar eftir greiningum lengist stöðugt þrátt fyrir oft og tíðum fögur fyrirheit stjórnvalda um annað. Biðlistar Nú eru 1672 börn á biðlista eftir greiningu, flest bíða eftir ADHD greiningu eða 802 börn (Umboðsmaður barna sept. 2023). Biðlistar eftir greiningum hafa aldrei verið lengri og fyrir ung börn skiptir það öllu máli að snemma sé tekið á málum og þau fái þjónustu við hæfi. Þriggja til fjögurra ára dvöl á biðlista getur staðið þroska barna algerlega fyrir þrifum, bugað þau og fjölskyldur þeirra þegar mikil þjónustuþörf er til staðar. Ef við viljum hafa þá hugmyndafræði að leiðarljósi að öll börn skipti máli, að öll börn eigi að fá þjónustu við hæfi og að öll börn eigi að hafa kost á farsælu lífi þar sem hlúð er að geðheilsu þeirra á viðeigandi hátt þarf að bregðast skjótt við. Því þegar almenna heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna þessum verkefnum eru mörg knúin til að leita annað. Einkastofur vinna greiningar sem kosta hundruði þúsunda. Einkareknar sálfræðistofur taka rúmlega tuttugu þúsund á tímann fyrir sálfræðiaðstoð barna. Oft þarf að koma vikulega þegar bregðast á við og þessi þjónusta er ekki niðurgreidd. Það sér hver manneskja að þetta umhverfi er algerlega óboðlegt börnum og fjölskyldum þeirra. Yfirvöld vita samt að pottur er brotinn og aðgerða sé þörf og geta á engan hátt borið fyrir sig að upplýsingar um stöðuna skorti. Þjónustuskortur Nú þarf að hrista upp í öllum ferlum og vinna markvisst að úrbótum á dapurlegum niðurstöðum skýrslunnar hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, því fyrr verða engar almennilegar aðgerðir. Í skýrslunni stendur að óásættanlega löng bið sé eftir sumum úrræðum. Skortur sé á skilgreindu verklagi fyrir boðleiðir milli þjónustuaðila og þjónustustiga og fjölmargar hindranir við lýði sem gera kerfið flókið, óskilvirkt og götótt. Þar er sagt að yfirfærsla milli stiga gangi illa, hlutverk séu óljós og skilningur misjafn enda engir vegvísar sem hægt er að styðjast við. Skilningur á því hvar þjónusta á heima er ólíkur og skortur á samráði, samtali og samvinnu milli stofnanna. Þarna fá þjónustustofnanir falleinkunn sem bregðst þarf við en stefið er vissulega gamalkunnugt og fréttirnar ekki nýjar. Aðgerðir! Bregðast þarf við með framkvæmdum og fjármagni sem aldrei fyrr. Sjá til þess að biðstími sé styttur niður í fáa mánuði og að greininga- og sálfræðiþjónustu sé niðurgreidd fyrir börn og ungmenni. Börnunum okkar líður sífellt verr líkt og rannsóknir sýna fram á. Líðan barna með sérþarfir er marktækt síðri hvað snertir almenna líðan, sjálfsmynd, heilsu, félagatengsl, skólalíðan og samskipti við fjölskyldu. Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða núna þarf að gera það síðar með enn fjölþættari þjónustu, tilheyrandi umfangi og kostnaði, já og mikilli vanlíðan ungs fólks sem heilbrigðiskerfið hefur svikið. Það hafa dæmin margoft sýnt okkur. Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er leik- og grunnskólakennari og hefur komið að þjónustu ótal barna sem biðu og bíða enn eftir greiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hólmfríður Árnadóttir ADHD Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna. Að þau sem eru okkur dýrmætust og um leið viðkvæmust fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa og að biðlistar eftir greiningum lengist stöðugt þrátt fyrir oft og tíðum fögur fyrirheit stjórnvalda um annað. Biðlistar Nú eru 1672 börn á biðlista eftir greiningu, flest bíða eftir ADHD greiningu eða 802 börn (Umboðsmaður barna sept. 2023). Biðlistar eftir greiningum hafa aldrei verið lengri og fyrir ung börn skiptir það öllu máli að snemma sé tekið á málum og þau fái þjónustu við hæfi. Þriggja til fjögurra ára dvöl á biðlista getur staðið þroska barna algerlega fyrir þrifum, bugað þau og fjölskyldur þeirra þegar mikil þjónustuþörf er til staðar. Ef við viljum hafa þá hugmyndafræði að leiðarljósi að öll börn skipti máli, að öll börn eigi að fá þjónustu við hæfi og að öll börn eigi að hafa kost á farsælu lífi þar sem hlúð er að geðheilsu þeirra á viðeigandi hátt þarf að bregðast skjótt við. Því þegar almenna heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna þessum verkefnum eru mörg knúin til að leita annað. Einkastofur vinna greiningar sem kosta hundruði þúsunda. Einkareknar sálfræðistofur taka rúmlega tuttugu þúsund á tímann fyrir sálfræðiaðstoð barna. Oft þarf að koma vikulega þegar bregðast á við og þessi þjónusta er ekki niðurgreidd. Það sér hver manneskja að þetta umhverfi er algerlega óboðlegt börnum og fjölskyldum þeirra. Yfirvöld vita samt að pottur er brotinn og aðgerða sé þörf og geta á engan hátt borið fyrir sig að upplýsingar um stöðuna skorti. Þjónustuskortur Nú þarf að hrista upp í öllum ferlum og vinna markvisst að úrbótum á dapurlegum niðurstöðum skýrslunnar hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, því fyrr verða engar almennilegar aðgerðir. Í skýrslunni stendur að óásættanlega löng bið sé eftir sumum úrræðum. Skortur sé á skilgreindu verklagi fyrir boðleiðir milli þjónustuaðila og þjónustustiga og fjölmargar hindranir við lýði sem gera kerfið flókið, óskilvirkt og götótt. Þar er sagt að yfirfærsla milli stiga gangi illa, hlutverk séu óljós og skilningur misjafn enda engir vegvísar sem hægt er að styðjast við. Skilningur á því hvar þjónusta á heima er ólíkur og skortur á samráði, samtali og samvinnu milli stofnanna. Þarna fá þjónustustofnanir falleinkunn sem bregðst þarf við en stefið er vissulega gamalkunnugt og fréttirnar ekki nýjar. Aðgerðir! Bregðast þarf við með framkvæmdum og fjármagni sem aldrei fyrr. Sjá til þess að biðstími sé styttur niður í fáa mánuði og að greininga- og sálfræðiþjónustu sé niðurgreidd fyrir börn og ungmenni. Börnunum okkar líður sífellt verr líkt og rannsóknir sýna fram á. Líðan barna með sérþarfir er marktækt síðri hvað snertir almenna líðan, sjálfsmynd, heilsu, félagatengsl, skólalíðan og samskipti við fjölskyldu. Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða núna þarf að gera það síðar með enn fjölþættari þjónustu, tilheyrandi umfangi og kostnaði, já og mikilli vanlíðan ungs fólks sem heilbrigðiskerfið hefur svikið. Það hafa dæmin margoft sýnt okkur. Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er leik- og grunnskólakennari og hefur komið að þjónustu ótal barna sem biðu og bíða enn eftir greiningu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun