Í hugleiðingum veðurfræðings segir að til fjalla geti orðið vart við slyddu eða jafnvel dálitla snjókomu. Hvessir svo með kvöldinu og bætir í rigningu austast.
Hitastig verður áfram svipað, það er 4 til tólf stig að deginum og hlýjast á Suðvesturlandi.
„Á morgun lægir víðast hvar og styttir víða upp og áfram verður þurrt vestantil, en þegar líður á laugardaginn koma skil næstu lægðar uppað landinu með rigningu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðan 3-10 m/s. Lítilsháttar skúrir eða slydduél á norðanverðu landinu framan af degi, en rofar síðan til og bjartviðri sunnan heiða. Hiti frá 1 stigi í innsveitum norðaustanlands, upp í 9 stig syðst.
Á laugardag: Gengur í austan- og suðaustan 8-15 m/s með rigningu öðru hvoru, en þurrt að kalla fyrir norðan og austan. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast suðvestantil.
Á sunnudag: Ákveðin austanátt og sums staðar dálítil rigning. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðan- og austantil.
Á mánudag: Austlæg átt, 5-10 m/s og lítilsháttar væta öðru hvoru. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Breytileg átt. Skýjað að mestu, en dálítil væta vestanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Á miðvikudag: Útlit fyrir svala norðaustanátt með skýjuðu en úrkomulitlu veðri.