Nagorno-Karabakh heyrir sögunni til Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2023 08:46 Armenar á flótta frá Nagorno-Karabakh. AP/Stepan Poghosyan Samvel Shahramanyan, forseti sjálfstjórnarsvæðisins Nagorno-Karabakh, hefur skrifað undir tilskipun að sjálfstjórnin verði felld niður. Þar með hefur hann staðfest uppgjöf héraðsins fyrir Aserbaídsjan eftir 32 ára baráttu fyrir sjálfstæði, stríð og átök. Yfirvöld í Armeníu segja helming íbúa héraðsins hafa flúið til Armeníu á undanförnum dögum. Í gær hafði fjórðungur íbúa flúið. Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hersveitir Aserbaísdsjan réðust inn í héraðið þann 19. september og sögðu að aðskilnaðarsinnar Armena fellt tvo vegagerðarmenn og fjóra lögreglumenn með jarðsprengjum. Degi síðar gáfust sveitir aðskilnaðarsinna upp. Aserar höfðu þá þrýst mjög á íbúa héraðsins um mánaða skeið og myndað herkví um svæðið. Ekki hafði verið hægt að senda matvæli og aðrar nauðsynjar á svæðið í einhverju magni í langan tíma. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skjalið sem Shahramanyan skrifaði undir vísi til samkomulags frá því í síðustu viku um að yfirvöld í Aserbaídsjan muni leyfa íbúum héraðsins að fara sinnar leiðar án afskipta og í staðinn leggi íbúar og sveitir aðskilnaðarsinna niður vopn. Skjalið segir einnig til um að íbúar Nagorno-Karabakh ættu að kynna sér skilyrði fyrir enduraðlögun í Aserbaídsjan og taka í kjölfarið ákvörðun um það að vera áfram í héraðinu, eða snúa aftur þangað. Ruben Vardanyan, fyrrverandi leiðtogi ríkisstjórnar sjálfstjórnarhéraðsins, var í gær ákærður fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi, myndun ólöglegra vígahópa og fyrir að fara ólöglega yfir landamæri Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Armenía Tengdar fréttir Tugir látnir eftir sprengingu í Nagorno Karabakh Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og tæplega þrjúhundruð særðust í sprengingu sem varð á eldsneytisstöð í Nagorno Karabakh í gærkvöldi. 26. september 2023 07:52 Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. 20. september 2023 20:53 Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Yfirvöld í Armeníu segja helming íbúa héraðsins hafa flúið til Armeníu á undanförnum dögum. Í gær hafði fjórðungur íbúa flúið. Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hersveitir Aserbaísdsjan réðust inn í héraðið þann 19. september og sögðu að aðskilnaðarsinnar Armena fellt tvo vegagerðarmenn og fjóra lögreglumenn með jarðsprengjum. Degi síðar gáfust sveitir aðskilnaðarsinna upp. Aserar höfðu þá þrýst mjög á íbúa héraðsins um mánaða skeið og myndað herkví um svæðið. Ekki hafði verið hægt að senda matvæli og aðrar nauðsynjar á svæðið í einhverju magni í langan tíma. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skjalið sem Shahramanyan skrifaði undir vísi til samkomulags frá því í síðustu viku um að yfirvöld í Aserbaídsjan muni leyfa íbúum héraðsins að fara sinnar leiðar án afskipta og í staðinn leggi íbúar og sveitir aðskilnaðarsinna niður vopn. Skjalið segir einnig til um að íbúar Nagorno-Karabakh ættu að kynna sér skilyrði fyrir enduraðlögun í Aserbaídsjan og taka í kjölfarið ákvörðun um það að vera áfram í héraðinu, eða snúa aftur þangað. Ruben Vardanyan, fyrrverandi leiðtogi ríkisstjórnar sjálfstjórnarhéraðsins, var í gær ákærður fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi, myndun ólöglegra vígahópa og fyrir að fara ólöglega yfir landamæri Aserbaídsjan.
Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Armenía Tengdar fréttir Tugir látnir eftir sprengingu í Nagorno Karabakh Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og tæplega þrjúhundruð særðust í sprengingu sem varð á eldsneytisstöð í Nagorno Karabakh í gærkvöldi. 26. september 2023 07:52 Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. 20. september 2023 20:53 Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Tugir látnir eftir sprengingu í Nagorno Karabakh Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og tæplega þrjúhundruð særðust í sprengingu sem varð á eldsneytisstöð í Nagorno Karabakh í gærkvöldi. 26. september 2023 07:52
Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. 20. september 2023 20:53
Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52
Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22