Undirbúningur fyrir björgun háhyrningsins á lokametrunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 14:47 Gilsfjörður skilur milli Vestfjarða og Vesturlands við norðanverðan botn Breiðarfjarðar. Þar standa nú yfir umfangsmiklar björgunaraðgerðir þar sem reynt verður að koma háhyrningi í sjálfheldu á flot. Undirbúningur fyrir björgun ungs háhyrnings sem er strandaglópur innan Gilsfjarðarbrúar er á lokametrunum. Þegar flæðir að í kvöld verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Háhyrningurinn hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga. Ekki er um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku og var bjargað á laugardag. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. Í gærmorgun bárust fréttir af því að dýrið hefði lagst á aðra hliðina. Fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg koma að björgun dýrsins auk fjölda annarra.Landsbjörg „Það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ sagði Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Bændur reistu dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal mættu á svæðið og studdu við það með staurum. Lífffræðingar með sérþekkingu á hvölum mættu á svæðið og var dýrið skorðað þannig að blástursopið héldist fyrir ofan vatnsborðið. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann.Landsbjörg Í síðustu viku var öðrum háhyrningi bjargað í Gilsfirði, en sá hafði legið strandaður í fjöru í rúma tvo sólarhringa.Sjöfn Sæmundsdóttir Bíða flóðs Í kvöld verður gerð tilraun til þess að fleyta dýrinu út fjörðinn, undir brúna og á auðan sjó. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann. Þegar flæðir að um sjöleitið verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Hér að neðan má sjá myndband af undirbúningi björgunaraðgerða. Hvalir Dýraheilbrigði Dýr Reykhólahreppur Tengdar fréttir Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35 „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Háhyrningurinn hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga. Ekki er um sama dýr að ræða og festist í firðinum í síðustu viku og var bjargað á laugardag. Fylgst hefur verið með dýrinu síðustu daga, en slæmt veður hefur torveldað aðgerðir til að koma því úr sjálfheldunni. Í gærmorgun bárust fréttir af því að dýrið hefði lagst á aðra hliðina. Fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg koma að björgun dýrsins auk fjölda annarra.Landsbjörg „Það er vond staða til að vera í þegar maður er hvalur. Í fyrsta lagi þá lifir hann ekki lengi á hlið, og í öðru lagi þá getur vatn komist mjög fljótt í blástursopið,“ sagði Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST. Bændur reistu dýrið við, og björgunarsveitin í Búðardal mættu á svæðið og studdu við það með staurum. Lífffræðingar með sérþekkingu á hvölum mættu á svæðið og var dýrið skorðað þannig að blástursopið héldist fyrir ofan vatnsborðið. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann.Landsbjörg Í síðustu viku var öðrum háhyrningi bjargað í Gilsfirði, en sá hafði legið strandaður í fjöru í rúma tvo sólarhringa.Sjöfn Sæmundsdóttir Bíða flóðs Í kvöld verður gerð tilraun til þess að fleyta dýrinu út fjörðinn, undir brúna og á auðan sjó. Segli hefur verið komið undir háhyrningnum og flotbelgir festir sitthvorum megin við hann. Þegar flæðir að um sjöleitið verður gerð tilraun til að fleyta dýrinu út fjörðinn. Hér að neðan má sjá myndband af undirbúningi björgunaraðgerða.
Hvalir Dýraheilbrigði Dýr Reykhólahreppur Tengdar fréttir Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35 „Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41 Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Stefna á að hjálpa öðrum háhyrningi úr Gilsfirði á morgun Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi. 27. september 2023 21:35
„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23. september 2023 10:41
Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43