Evrópuvonir KR-inga svo gott sem úr sögunni Dagur Lárusson skrifar 28. september 2023 21:13 Vísir/Anton Stjarnan hafði betur gegn KR í leik liðanna í Garðabænum í kvöld en þar sem Emil Atlason fór á kostum og geðri út um evrópuvonir KR-inga. Fyrir leikinn var KR í neðsta sæti efri hlutans með 34 stig á meðan Stjarnan var í þriðja sætinu með 37 stig. Það var ljóst strax í byrjun leiks að Stjörnumenn voru mættir ákveðnir til leiks og því tók það ekki langan tíma fyrir þá að ná forystunni. Það gerðist á 5.mínútu leiksins þegar Eggert Aron fékk boltann á vinstri kantinum, lék listir sínar með boltann áður en hann lét vað að marki. Simen Kjellevold virtist grípa boltann en missti hann síðan beint fyrir fætur Emils Atlasonar sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Stjarnan hélt áfram að stýra leiknum og KR-ingar fengu nánast engin alvöru færi, slíkir voru yfirburðirnir. Næsta mark Stjörnunnar kom síðan á 34.mínútu en það var í raun alltof auðvelt fyrir Stjörnuna. Aron Snær var með boltann í markinu og sparkaði honum upp allan völlinn, inn fyrir háa vörn KR-inga og þar var Emil Atlason mættur aftur og lyfti boltanum yfir Simen sem var langt frá marklínunni og staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var ekki alveg sama skemmtun og sá fyrri en Stjarnan var ennþá með öll völdin á vellinum þrátt fyrir tvær skiptingar hjá KR í hálfleiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora og því fór sem fór. Lokatölur 2-0 og evrópu möguleikar KR-inga orðnir að engu. Afhverju vann Stjarnan? Leikmenn Stjörnunnar mættur mjög ákveðnir til leiks og það sást stra í byrjun leiks þegar þeir náðu forystunni. KR-ingar náðu ekki að halda í við þá og því fór sem fór. Hverjir stóðu uppúr? Emil Atlason var í rosalegu stuði í kvöld. Hann skoraði ekki aðeins sín mörk heldur var hann alltaf að fara í hlaup, dreifa boltanum og svo framvegis. Eggert Aron var síðan einnig frábær hjá Stjörnu liðinu að vanda. Hvað fór illa? Simen átti að halda boltanum í fyrra marki Stjörnunnar. Hefði hann haldið boltanum þá og Emil ekki náð að skora svona snemma leiks þá hefði leikurinn mögulega spilast öðruvísi. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Víking á mánudaginn á meðan næsti leikur KR er gegn Breiðablik á sunnudaginn. Rúnar Kristinsson: Við gáfum þeim boltann trekk í trekk Rúnar Kristinsson á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét „Við vorum einfaldlega skelfilega lélegir í dag,“ byrjaði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að segja eftir leik. „Þú getur sett upp hvaða leikkerfi sem er og farið yfir allt eins vel og við getum en ef liðið getur ekki spilað boltanum almennilega á milli sín þá getum við gleymt þessu,“ hélt Rúnar áfram að segja. „Við réttum Stjörnu mönnum boltann trekk í trekk og við gáfum þeim síðan mark í þokkabót þegar markmaðurinn okkar missir hann klaufalega og eftir það var þetta gríðarlega erfitt. Við komust í raun aldrei í takt við þennan leik og við vorum heppnir að vera bara 2-0 undir í hálfleik.“ Rúnar talaði síðan eins um sumarið í heild. „Ég er auðvitað gríðarleg svekktur með það hvernig þetta sumar hefur þróast núna þegar við eigum ekki möguleika á evrópusæti, þetta var ekki það sem við ætluðum okkur í byrjun tímabils,“ endaði Rúnar á að segja. Besta deild karla KR Stjarnan
Stjarnan hafði betur gegn KR í leik liðanna í Garðabænum í kvöld en þar sem Emil Atlason fór á kostum og geðri út um evrópuvonir KR-inga. Fyrir leikinn var KR í neðsta sæti efri hlutans með 34 stig á meðan Stjarnan var í þriðja sætinu með 37 stig. Það var ljóst strax í byrjun leiks að Stjörnumenn voru mættir ákveðnir til leiks og því tók það ekki langan tíma fyrir þá að ná forystunni. Það gerðist á 5.mínútu leiksins þegar Eggert Aron fékk boltann á vinstri kantinum, lék listir sínar með boltann áður en hann lét vað að marki. Simen Kjellevold virtist grípa boltann en missti hann síðan beint fyrir fætur Emils Atlasonar sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Stjarnan hélt áfram að stýra leiknum og KR-ingar fengu nánast engin alvöru færi, slíkir voru yfirburðirnir. Næsta mark Stjörnunnar kom síðan á 34.mínútu en það var í raun alltof auðvelt fyrir Stjörnuna. Aron Snær var með boltann í markinu og sparkaði honum upp allan völlinn, inn fyrir háa vörn KR-inga og þar var Emil Atlason mættur aftur og lyfti boltanum yfir Simen sem var langt frá marklínunni og staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var ekki alveg sama skemmtun og sá fyrri en Stjarnan var ennþá með öll völdin á vellinum þrátt fyrir tvær skiptingar hjá KR í hálfleiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora og því fór sem fór. Lokatölur 2-0 og evrópu möguleikar KR-inga orðnir að engu. Afhverju vann Stjarnan? Leikmenn Stjörnunnar mættur mjög ákveðnir til leiks og það sást stra í byrjun leiks þegar þeir náðu forystunni. KR-ingar náðu ekki að halda í við þá og því fór sem fór. Hverjir stóðu uppúr? Emil Atlason var í rosalegu stuði í kvöld. Hann skoraði ekki aðeins sín mörk heldur var hann alltaf að fara í hlaup, dreifa boltanum og svo framvegis. Eggert Aron var síðan einnig frábær hjá Stjörnu liðinu að vanda. Hvað fór illa? Simen átti að halda boltanum í fyrra marki Stjörnunnar. Hefði hann haldið boltanum þá og Emil ekki náð að skora svona snemma leiks þá hefði leikurinn mögulega spilast öðruvísi. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Víking á mánudaginn á meðan næsti leikur KR er gegn Breiðablik á sunnudaginn. Rúnar Kristinsson: Við gáfum þeim boltann trekk í trekk Rúnar Kristinsson á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét „Við vorum einfaldlega skelfilega lélegir í dag,“ byrjaði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að segja eftir leik. „Þú getur sett upp hvaða leikkerfi sem er og farið yfir allt eins vel og við getum en ef liðið getur ekki spilað boltanum almennilega á milli sín þá getum við gleymt þessu,“ hélt Rúnar áfram að segja. „Við réttum Stjörnu mönnum boltann trekk í trekk og við gáfum þeim síðan mark í þokkabót þegar markmaðurinn okkar missir hann klaufalega og eftir það var þetta gríðarlega erfitt. Við komust í raun aldrei í takt við þennan leik og við vorum heppnir að vera bara 2-0 undir í hálfleik.“ Rúnar talaði síðan eins um sumarið í heild. „Ég er auðvitað gríðarleg svekktur með það hvernig þetta sumar hefur þróast núna þegar við eigum ekki möguleika á evrópusæti, þetta var ekki það sem við ætluðum okkur í byrjun tímabils,“ endaði Rúnar á að segja.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti