„Það er gaman að vinna Breiðablik“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 28. september 2023 21:54 Hólmar Örn Eyjólfsson segir það extra sætt að vinna Breiðablik. Vísir/Diego Valsmenn tryggðu sér í kvöld annað sæti Bestu deildarinnar með sigri á Breiðablik. Lokatölur 4-2 á Hlíðarenda í fjörugum leik. Valsmenn leiddu í hálfleik 2-1 eftir að Blikar hefðu jafnað leikinn á 40. mínútu. Blikar jöfnuðu svo á 63. mínútu en Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins og kláraði leikinn með þrennu eftir að hafa skorað eitt í fyrri hálfleik. „Mér fannst þetta voðalega kaflaskipt. Við vorum yfir að hluta til og þeir að hluta til. Allir að pressa út um allan völl, bæði lið, og þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, beint eftir leik. Honum fannst sínir menn spila vel í kvöld og vera hugrakkir ásamt því að hafa Patrick Pedersen í stuði.„Það er alltaf gott að vera með Patrick frammi að setjan inn, hann er alltaf vel staðsettur og klárar færin sín vel. En mér fannst við samt vera þéttir, mér fannst við spila vel, hugrakkir líka á boltanum sem skiptir höfuð máli í svona leikjum. Þeir pressa virkilega grimmilega og ef þú ert aðeins kúl á þessu þá er hægt að finna lausnir á pressunni og þá getur komið þér oft í góðar stöður.“ Eins og áður segir hafa Valsmenn tryggt sér annað sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hólmar Örn sér þó hvatningu í því að klára tímabilið á góðum nótum. „Við höfum í rauninni ekkert að spila fyrir nema bara stoltinu og slípa okkur saman fyrir næsta ár. Við þurfum að motivera okkur í þá leiki og skila góðri frammistöðu þar.“ Hólmar Örn er uppalinn HK-ingur og finnst því extra sætt að vinna Breiðablik. „Já, það er það sko,“ sagði Hólmar og hló. „Maður ólst upp alla yngri flokkana í HK og maður átti svolítið undir högg að sækja þar en jú jú það er gaman að vinna Breiðablik.“ Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann kláraði leikinn og hrósaði fyrirliðinn honum í hástert. „Veistu það, ég hef farið í gegnum krossbandameiðsli sjálfur og mér fannst hann algjörlega frábær í dag. Mér fannst hann öruggur í öllum sínum aðgerðum hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og hann var bara virkilega flottur í dag og getur verið mjög stoltur af fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum til baka,“ sagði Hólmar Örn að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Valsmenn leiddu í hálfleik 2-1 eftir að Blikar hefðu jafnað leikinn á 40. mínútu. Blikar jöfnuðu svo á 63. mínútu en Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins og kláraði leikinn með þrennu eftir að hafa skorað eitt í fyrri hálfleik. „Mér fannst þetta voðalega kaflaskipt. Við vorum yfir að hluta til og þeir að hluta til. Allir að pressa út um allan völl, bæði lið, og þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, beint eftir leik. Honum fannst sínir menn spila vel í kvöld og vera hugrakkir ásamt því að hafa Patrick Pedersen í stuði.„Það er alltaf gott að vera með Patrick frammi að setjan inn, hann er alltaf vel staðsettur og klárar færin sín vel. En mér fannst við samt vera þéttir, mér fannst við spila vel, hugrakkir líka á boltanum sem skiptir höfuð máli í svona leikjum. Þeir pressa virkilega grimmilega og ef þú ert aðeins kúl á þessu þá er hægt að finna lausnir á pressunni og þá getur komið þér oft í góðar stöður.“ Eins og áður segir hafa Valsmenn tryggt sér annað sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hólmar Örn sér þó hvatningu í því að klára tímabilið á góðum nótum. „Við höfum í rauninni ekkert að spila fyrir nema bara stoltinu og slípa okkur saman fyrir næsta ár. Við þurfum að motivera okkur í þá leiki og skila góðri frammistöðu þar.“ Hólmar Örn er uppalinn HK-ingur og finnst því extra sætt að vinna Breiðablik. „Já, það er það sko,“ sagði Hólmar og hló. „Maður ólst upp alla yngri flokkana í HK og maður átti svolítið undir högg að sækja þar en jú jú það er gaman að vinna Breiðablik.“ Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann kláraði leikinn og hrósaði fyrirliðinn honum í hástert. „Veistu það, ég hef farið í gegnum krossbandameiðsli sjálfur og mér fannst hann algjörlega frábær í dag. Mér fannst hann öruggur í öllum sínum aðgerðum hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og hann var bara virkilega flottur í dag og getur verið mjög stoltur af fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum til baka,“ sagði Hólmar Örn að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08