Gegn matarsóun Svandís Svavarsdóttir skrifar 29. september 2023 08:00 Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu. Stór hluti matar sem ekki er nýttur er svo urðaður, sem krefst mikils landsvæðis og leiðir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsvandinn og áskoranir tengdar vernd líffræðilegrar fjölbreytni eru risastórar áskoranir og hluti af lausninni við þeim felst í sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari nýtingu auðlinda, sem sagt: minni sóun. Meðal Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu, þar sem stefnt er að því að eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Þar segir einnig að bæta skuli nýtingu í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum, þ.m.t. við uppskeru. Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki í þessu stóra verkefni. Á fundi norrænu ráðherranefndinnar í vor gáfu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna út yfirlýsingu um að löndin stefndu að því sameiginlega markmiði að minnka matarsóun á Norðurlöndum um helming fyrir árið 2030. Þar kom einnig fram að ráðherrarnir undirstrikuðu að minnkun matarsóunar væri mikilvæg fyrir framkvæmd sjálfbærra og samkeppnishæfra matvælakerfa. Undir matvælaráðuneytið heyra margar stórar matvælaframleiðslugreinar og ljóst er að við verðum að stefna að betri nýtingu hráefnis í allri framleiðslukeðjunni. Það er ekki einfalt verkefni en það er gríðarlega mikilvægt. Í ráðuneyti mínu er unnið að ýmsum verkefnum sem ætlað er að stuðla að markmiðinu um minni matarsóun. Fyrst nefni ég að 15. nóvember verður haldið matvælaþing. Yfirskrift þingsins í ár er hringrásarhagkerfið, en í nýsamþykktri matvælastefnu til ársins 2040 kemur fram það markmið að hringrásarhagkerfið verði stutt með rannsóknum og þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða og stuðlað verði að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Svipað markmið er að finna í landbúnaðarstefnu til 2040, þar sem lagt er til að lögð verði áhersla á þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða, ásamt nýtingu á lífrænum efnum, og þannig stuðlað að minni sóun og minna kolefnisspori. Einnig má má nefna að samantekt um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landbúnaði og landgræðslu, ásamt tillögum að aðgerðum, var nýlega unnin fyrir matvælaráðuneytið. Lífbrjótanleg efni eru til dæmis úrgangur úr fiskeldi og húsdýraeldi og meðal markmiða þeirrar vinnu var að draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um þessar staðreyndir og þau áhrif sem við getum haft. Við þurfum að gera breytingar á okkar neyslumynstrum og framleiðendur matvæla þurfa að huga að því að minnka sóun eins og mögulegt er við framleiðsluna. Þó verkefnið sé stórt skipta öll skref í rétta átt máli. Með því að taka þau skref verndum við umhverfið, minnkum gróðurhúsaáhrif og tryggjum að framleiðslukerfi matvæla verði sjálfbærari. Það eru verðug markmið. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu. Stór hluti matar sem ekki er nýttur er svo urðaður, sem krefst mikils landsvæðis og leiðir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsvandinn og áskoranir tengdar vernd líffræðilegrar fjölbreytni eru risastórar áskoranir og hluti af lausninni við þeim felst í sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari nýtingu auðlinda, sem sagt: minni sóun. Meðal Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu, þar sem stefnt er að því að eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Þar segir einnig að bæta skuli nýtingu í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum, þ.m.t. við uppskeru. Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki í þessu stóra verkefni. Á fundi norrænu ráðherranefndinnar í vor gáfu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna út yfirlýsingu um að löndin stefndu að því sameiginlega markmiði að minnka matarsóun á Norðurlöndum um helming fyrir árið 2030. Þar kom einnig fram að ráðherrarnir undirstrikuðu að minnkun matarsóunar væri mikilvæg fyrir framkvæmd sjálfbærra og samkeppnishæfra matvælakerfa. Undir matvælaráðuneytið heyra margar stórar matvælaframleiðslugreinar og ljóst er að við verðum að stefna að betri nýtingu hráefnis í allri framleiðslukeðjunni. Það er ekki einfalt verkefni en það er gríðarlega mikilvægt. Í ráðuneyti mínu er unnið að ýmsum verkefnum sem ætlað er að stuðla að markmiðinu um minni matarsóun. Fyrst nefni ég að 15. nóvember verður haldið matvælaþing. Yfirskrift þingsins í ár er hringrásarhagkerfið, en í nýsamþykktri matvælastefnu til ársins 2040 kemur fram það markmið að hringrásarhagkerfið verði stutt með rannsóknum og þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða og stuðlað verði að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Svipað markmið er að finna í landbúnaðarstefnu til 2040, þar sem lagt er til að lögð verði áhersla á þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða, ásamt nýtingu á lífrænum efnum, og þannig stuðlað að minni sóun og minna kolefnisspori. Einnig má má nefna að samantekt um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landbúnaði og landgræðslu, ásamt tillögum að aðgerðum, var nýlega unnin fyrir matvælaráðuneytið. Lífbrjótanleg efni eru til dæmis úrgangur úr fiskeldi og húsdýraeldi og meðal markmiða þeirrar vinnu var að draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um þessar staðreyndir og þau áhrif sem við getum haft. Við þurfum að gera breytingar á okkar neyslumynstrum og framleiðendur matvæla þurfa að huga að því að minnka sóun eins og mögulegt er við framleiðsluna. Þó verkefnið sé stórt skipta öll skref í rétta átt máli. Með því að taka þau skref verndum við umhverfið, minnkum gróðurhúsaáhrif og tryggjum að framleiðslukerfi matvæla verði sjálfbærari. Það eru verðug markmið. Höfundur er matvælaráðherra.
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun