Hugmyndir dómsmálaráðherra útópískar Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2023 11:59 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. Á þriðjudaginn kynnti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, það að hann hafi samið við Rauða krossinn um að útlendingar sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og eiga ekki lengur rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í neyðarskýli. Neyðarskýlið verður staðsett í Borgartúni og opnar í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði svo í samtali við fréttastofu í gær að henni þætti það ekki góð lausn að setja upp þessi neyðarskýli. Eina varanlega lausnin væri lokað búsetuúrræði. Guðmundur er þó ekki sammála Guðrúnu. „Dómsmálaráðherra hefur talað um að hún telji skynsamlegra að koma með lokuð búsetuúrræði en þau eru algjör útópía á þessum tímapunkti því það er engin stoð fyrir þeim í lögum. Við verðum núna að koma með tillögur til þess að tryggja það að fólk sem hefur misst þjónustu ríkislögreglustjóra þurfi ekki að sofa á götunni. Umræða um lokuð búsetuúrræði mun ekki leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir núna,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist alveg viss um að neyðarskýlin séu skref í rétta átt. Með þeim sé verið að veita fólkinu þá lágmarksaðstoð sem það á rétt á., „Það býr líka til mikilvæga leið fyrri sveitarfélögin til að geta vísað fólki í þetta úrræði sem annars er ekki til þar. Ég er mjög sáttur við þessa lausn og ég treysti Rauða krossinum til að sinna þessu,“ segir Guðmundur. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Málefni heimilislausra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. 27. september 2023 18:30 Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira
Á þriðjudaginn kynnti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, það að hann hafi samið við Rauða krossinn um að útlendingar sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og eiga ekki lengur rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í neyðarskýli. Neyðarskýlið verður staðsett í Borgartúni og opnar í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði svo í samtali við fréttastofu í gær að henni þætti það ekki góð lausn að setja upp þessi neyðarskýli. Eina varanlega lausnin væri lokað búsetuúrræði. Guðmundur er þó ekki sammála Guðrúnu. „Dómsmálaráðherra hefur talað um að hún telji skynsamlegra að koma með lokuð búsetuúrræði en þau eru algjör útópía á þessum tímapunkti því það er engin stoð fyrir þeim í lögum. Við verðum núna að koma með tillögur til þess að tryggja það að fólk sem hefur misst þjónustu ríkislögreglustjóra þurfi ekki að sofa á götunni. Umræða um lokuð búsetuúrræði mun ekki leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir núna,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist alveg viss um að neyðarskýlin séu skref í rétta átt. Með þeim sé verið að veita fólkinu þá lágmarksaðstoð sem það á rétt á., „Það býr líka til mikilvæga leið fyrri sveitarfélögin til að geta vísað fólki í þetta úrræði sem annars er ekki til þar. Ég er mjög sáttur við þessa lausn og ég treysti Rauða krossinum til að sinna þessu,“ segir Guðmundur.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Málefni heimilislausra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. 27. september 2023 18:30 Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira
Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. 27. september 2023 18:30
Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59