Brot í nánu sambandi: Njósnaði um farsímanotkun með forriti og beitti ofbeldi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 19:17 Dæmt var í málinu á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg brot í nánu sambandi á miðvikudag. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að beita barnsmóður sinni líkamlegu ofbeldi, koma fyrir njósnaforriti í farsíma hennar og brjóta gegn nálgunarbanni. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi á um hálfs árs tímabili endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns og barnsmóður með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, húsbroti, broti gegn friðhelgi og gegn nálgunarbanni. Njósnaði um farsímanotkun í þrjá mánuði Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í tvígang gripið um sambýliskonu sína, hrist hana til og öskrað á hana í maí 2022. Í fyrra skiptið hafði hann skömmu áður verið stöðvaður af lögreglu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Í seinna skiptið hafi hann ruðst inn á heimilið og veist að henni í viðurvist barna þeirra. Að auki segir að í sama mánuði hafi maðurinn hótað að brjótast inn í íbúð konunnar í Instagram skilaboðum. Þá hafi hann einnig komið forritinu KidsGuard fyrir í farsíma hennar, sem gerði honum kleift að fylgjast með allri farsímanotkun hennar, þar á meðal einkasamtölum á samfélagsmiðlum. Maðurinn hafði slíkan aðgang á nær þriggja mánaða tímabili. Á tímabilinu tók hann 5036 skjáskot af síma hennar. Þá segir að maðurinn hafi í ágúst 2022 brotið gegn nálgunarbanni þegar hann kom að heimili hennar og hleypti börnum þeirra inn um svaladyr íbúðarinnar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði þá ákveðið að maðurinn mætti ekki koma á svæði í innan fimmtíu metra radíuss frá íbúðarhúsi hennar. Hótaði að drepa sambýlismann barnsmóðurinnar Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar í tvö skipti í ágúst 2022. Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi haft samband við lögreglu þann og barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar þann 10. ágúst 2022 og sakað sambýlismann barnsmóður sinnar um barnaníð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafi hann sagt orðrétt, „Ef ég sé hann þá drep ég hann. Bara svo það sé alveg á hreinu, ef hann deyr.“ Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann síðan hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir að lögregla færi að heimili barnsmóður sinnar og vísað manninum út. Annars myndi hann sjálfur drepa hann. Játaði að hluta til Maðurinn játaði að hafa veist að konunni í fyrra skiptið og að hafa komið njósnaforritinu fyrir í farsíma hennar. Vitni bar um að börn þeirra höfðu verið úti í garði meðan á seinna skiptinu stóð og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæruliðsins. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa hótað að brjótast inn í íbúð barnsmóðurinnar en fyrir lágu Instagram skilaboð frá 27. maí 2022 þar sem hann segir að vilji hún ekki skemmdan cylinder skuli hún skilja lyklana að íbúð hennar eftir. Þannig gerðist hann sekur um hótunina. Þá játaði maðurinn að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar, en sagðist ekki hafa raunverulega ætlað sér að drepa hann. Í lögregluskýrslu tveimur dögum eftir hótanirnar kvaðst hann ekki ætla að fylgja þeim eftir og þær höfðu einungis verið settar fram í þeim tilgangi að gera barnaverndaryfirvöldum og lögreglu grein fyrir málinu. Maðurinn var því sýknaður af þeim ákærukafla. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. Þó skyldi fullnustu refsingu frestað og hún falla niður á liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni sexhundruð þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Sjá meira
Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi á um hálfs árs tímabili endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns og barnsmóður með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, húsbroti, broti gegn friðhelgi og gegn nálgunarbanni. Njósnaði um farsímanotkun í þrjá mánuði Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í tvígang gripið um sambýliskonu sína, hrist hana til og öskrað á hana í maí 2022. Í fyrra skiptið hafði hann skömmu áður verið stöðvaður af lögreglu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Í seinna skiptið hafi hann ruðst inn á heimilið og veist að henni í viðurvist barna þeirra. Að auki segir að í sama mánuði hafi maðurinn hótað að brjótast inn í íbúð konunnar í Instagram skilaboðum. Þá hafi hann einnig komið forritinu KidsGuard fyrir í farsíma hennar, sem gerði honum kleift að fylgjast með allri farsímanotkun hennar, þar á meðal einkasamtölum á samfélagsmiðlum. Maðurinn hafði slíkan aðgang á nær þriggja mánaða tímabili. Á tímabilinu tók hann 5036 skjáskot af síma hennar. Þá segir að maðurinn hafi í ágúst 2022 brotið gegn nálgunarbanni þegar hann kom að heimili hennar og hleypti börnum þeirra inn um svaladyr íbúðarinnar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði þá ákveðið að maðurinn mætti ekki koma á svæði í innan fimmtíu metra radíuss frá íbúðarhúsi hennar. Hótaði að drepa sambýlismann barnsmóðurinnar Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar í tvö skipti í ágúst 2022. Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi haft samband við lögreglu þann og barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar þann 10. ágúst 2022 og sakað sambýlismann barnsmóður sinnar um barnaníð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafi hann sagt orðrétt, „Ef ég sé hann þá drep ég hann. Bara svo það sé alveg á hreinu, ef hann deyr.“ Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann síðan hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir að lögregla færi að heimili barnsmóður sinnar og vísað manninum út. Annars myndi hann sjálfur drepa hann. Játaði að hluta til Maðurinn játaði að hafa veist að konunni í fyrra skiptið og að hafa komið njósnaforritinu fyrir í farsíma hennar. Vitni bar um að börn þeirra höfðu verið úti í garði meðan á seinna skiptinu stóð og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæruliðsins. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa hótað að brjótast inn í íbúð barnsmóðurinnar en fyrir lágu Instagram skilaboð frá 27. maí 2022 þar sem hann segir að vilji hún ekki skemmdan cylinder skuli hún skilja lyklana að íbúð hennar eftir. Þannig gerðist hann sekur um hótunina. Þá játaði maðurinn að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar, en sagðist ekki hafa raunverulega ætlað sér að drepa hann. Í lögregluskýrslu tveimur dögum eftir hótanirnar kvaðst hann ekki ætla að fylgja þeim eftir og þær höfðu einungis verið settar fram í þeim tilgangi að gera barnaverndaryfirvöldum og lögreglu grein fyrir málinu. Maðurinn var því sýknaður af þeim ákærukafla. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. Þó skyldi fullnustu refsingu frestað og hún falla niður á liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni sexhundruð þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Sjá meira