Ærin verkefni vetrarins Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. september 2023 12:01 Þingveturinn er hafinn. Þingmenn hafa að frá þingsetningu keppst við að leggja fram þau mál sem þeir hafa unnið að í sumar og strax hefur fjöldi þingmannamála verið lagður fyrir þingið. Ráðherrar mæta jafnframt með þingmálaskrár sínar og eru þessa daganna að kynna þær fyrir viðkomandi þingnefndum. Ljóst er að metnaður ráðherra er mikill, en reynslan sínir okkur að ekki koma öll mál fram til þingsins og þaðan af síður næst að afgreiða þau öll. Almenningur telur eðlilega að þingsalurinn sem sýnt er svo reglulega frá í fréttum sé þungamiðja þingstarfanna en svo er alls ekki. Raunverulega vinnan fer öll fram í þingnefndunum þar sem þingmenn kynna sér málin til hlítar, fjöldi umsagna berst um málin og margir gestir koma og fylgja umsögnum sínum eftir. Í nefndunum á sér stað fagleg og pólitísk vinna, sem svo birtist í þingsal þegar málin koma aftur til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þegar fréttamenn hafa spurt mig hver ég telji stóru málin verða á þessum þingvetri þá hef ég sagt að efnahagsmálin séu allt umlykjandi. Mikilvægast núna fyrir alla, bæði heimilin og atvinnulífið, er að ná niður verðbólgu. Á þinginu birtist það helst í fjárlagafrumvarpinu þar sem gerð er rík krafa til aðhalds í ríkisrekstrinum. Ráðherrar þurfa að vera duglegir að forgangsraða í sínum málaflokkum og þingið verður að veita raunverulegt aðhald, bæði ráðherrum og undirstofnunum ráðuneytanna. Festa, raunsæi og mannúð í málefnum fólks á flótta En án efa munu mörg mál verða afgreidd á yfirstandandi þingi sem hafa veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Okkar sem sitjum í allsherjar- og menntmálanefnd bíður fjöldi mála frá dómsmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, ráðherra háskólamála, forsætisráðherra og menningarráðherra. Segja má að málefni dómsmálaráðherra hafi verið allt um lykjandi á síðasta þingvetri í nefndinni og báru þar hæst mikilvægar breytingar á útlendingalögum sem loksins fengu afgreiðslu þingsins. Breytingarnar eiga að auka skilvirkni í kerfinu og koma í veg fyrir misnotkun. Þær breytingar sem gerðar voru á lögunum eru nú að koma fram í kerfinu og sitt sýnist hverjum um það eins og gengur. Það er einörð skoðun mín að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að læra af reynslu nágrannaþjóðanna og eðlilegt að kerfið sé sambærilegt því sem þar þekkist. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum og við munum takast á við þennan málaflokk af festu og mannúð. Fjöldi fólks hefur leitað til Íslands á síðustu misserum og flestir fengið hér skjól. Nú er mikilvægt að við einbeitum okkar að því að hugsa vel um það fólk sem þegar hefur fengið vernd og aðstoða það fólk tilþátttöku í íslensku samfélagi. Setjum menntamálin á oddinn Menntakerfið spilar risastórt hlutverk í þegar kemur að góðri aðlögun að íslensku samfélagi. Rúmlega 10 þúsund börn á grunnskólaaldri eru af erlendum uppruna. Framtíð þeirra og tækifæri hér á landi eru að stórum hluta undir því komin hvernig okkur tekst til við menntun þeirra. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega krefjandi verkefni fyrir skólana okkar, sérstaklega þar sem verkefni skólanna eru ærin fyrir. Almennt eru íslenskir grunnskólar að vinna þrekvirki á hverjum degi, en þrátt fyrir það er námsárangur íslenskra barna ekki nægjanlega góður í alþjóðlegum samanburði. Grunnskólarnir eru vel fjármagnaðir í alþjóðlegum samanburði og því er lausnin ekki fólgin í auknu fjármagni. Nauðsynlegt er að bæta árangur grunnskólanema námslega, en einnig eru vísbendingar um að andlegri líðan ungmenna sé ábótavant. Vitað er að drengir eiga sérstaklega erfitt uppdráttar í skólakerfinu og við verðum að finna leiðir til þess að koma betur til móts við þá. Á sama tíma er kvíði ungra stúlkna í hæstu hæðum. Að mínu viti eru þetta mikilvægustu verkefni okkar á næstu misserum, að hlúa að börnunum okkar og að við finnum leiðir til að bjóða þeim upp á framúrskarandi menntakerfi. Það er von mín að þingheimur geti sameinast um að setja þessi mikilvægu mál á oddinn á komandi þingvetri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bryndís Haraldsdóttir Flóttafólk á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þingveturinn er hafinn. Þingmenn hafa að frá þingsetningu keppst við að leggja fram þau mál sem þeir hafa unnið að í sumar og strax hefur fjöldi þingmannamála verið lagður fyrir þingið. Ráðherrar mæta jafnframt með þingmálaskrár sínar og eru þessa daganna að kynna þær fyrir viðkomandi þingnefndum. Ljóst er að metnaður ráðherra er mikill, en reynslan sínir okkur að ekki koma öll mál fram til þingsins og þaðan af síður næst að afgreiða þau öll. Almenningur telur eðlilega að þingsalurinn sem sýnt er svo reglulega frá í fréttum sé þungamiðja þingstarfanna en svo er alls ekki. Raunverulega vinnan fer öll fram í þingnefndunum þar sem þingmenn kynna sér málin til hlítar, fjöldi umsagna berst um málin og margir gestir koma og fylgja umsögnum sínum eftir. Í nefndunum á sér stað fagleg og pólitísk vinna, sem svo birtist í þingsal þegar málin koma aftur til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þegar fréttamenn hafa spurt mig hver ég telji stóru málin verða á þessum þingvetri þá hef ég sagt að efnahagsmálin séu allt umlykjandi. Mikilvægast núna fyrir alla, bæði heimilin og atvinnulífið, er að ná niður verðbólgu. Á þinginu birtist það helst í fjárlagafrumvarpinu þar sem gerð er rík krafa til aðhalds í ríkisrekstrinum. Ráðherrar þurfa að vera duglegir að forgangsraða í sínum málaflokkum og þingið verður að veita raunverulegt aðhald, bæði ráðherrum og undirstofnunum ráðuneytanna. Festa, raunsæi og mannúð í málefnum fólks á flótta En án efa munu mörg mál verða afgreidd á yfirstandandi þingi sem hafa veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Okkar sem sitjum í allsherjar- og menntmálanefnd bíður fjöldi mála frá dómsmálaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, ráðherra háskólamála, forsætisráðherra og menningarráðherra. Segja má að málefni dómsmálaráðherra hafi verið allt um lykjandi á síðasta þingvetri í nefndinni og báru þar hæst mikilvægar breytingar á útlendingalögum sem loksins fengu afgreiðslu þingsins. Breytingarnar eiga að auka skilvirkni í kerfinu og koma í veg fyrir misnotkun. Þær breytingar sem gerðar voru á lögunum eru nú að koma fram í kerfinu og sitt sýnist hverjum um það eins og gengur. Það er einörð skoðun mín að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að læra af reynslu nágrannaþjóðanna og eðlilegt að kerfið sé sambærilegt því sem þar þekkist. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum og við munum takast á við þennan málaflokk af festu og mannúð. Fjöldi fólks hefur leitað til Íslands á síðustu misserum og flestir fengið hér skjól. Nú er mikilvægt að við einbeitum okkar að því að hugsa vel um það fólk sem þegar hefur fengið vernd og aðstoða það fólk tilþátttöku í íslensku samfélagi. Setjum menntamálin á oddinn Menntakerfið spilar risastórt hlutverk í þegar kemur að góðri aðlögun að íslensku samfélagi. Rúmlega 10 þúsund börn á grunnskólaaldri eru af erlendum uppruna. Framtíð þeirra og tækifæri hér á landi eru að stórum hluta undir því komin hvernig okkur tekst til við menntun þeirra. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega krefjandi verkefni fyrir skólana okkar, sérstaklega þar sem verkefni skólanna eru ærin fyrir. Almennt eru íslenskir grunnskólar að vinna þrekvirki á hverjum degi, en þrátt fyrir það er námsárangur íslenskra barna ekki nægjanlega góður í alþjóðlegum samanburði. Grunnskólarnir eru vel fjármagnaðir í alþjóðlegum samanburði og því er lausnin ekki fólgin í auknu fjármagni. Nauðsynlegt er að bæta árangur grunnskólanema námslega, en einnig eru vísbendingar um að andlegri líðan ungmenna sé ábótavant. Vitað er að drengir eiga sérstaklega erfitt uppdráttar í skólakerfinu og við verðum að finna leiðir til þess að koma betur til móts við þá. Á sama tíma er kvíði ungra stúlkna í hæstu hæðum. Að mínu viti eru þetta mikilvægustu verkefni okkar á næstu misserum, að hlúa að börnunum okkar og að við finnum leiðir til að bjóða þeim upp á framúrskarandi menntakerfi. Það er von mín að þingheimur geti sameinast um að setja þessi mikilvægu mál á oddinn á komandi þingvetri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun