Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. september 2023 13:35 Þessar kýr á Suðurlandi tengjast fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Í úrskurði matvælaráðuneytis eru málsatvik rakin. Segir þar að í ágúst 2021 hafi MAST gert bóndanum viðvart að dagsektir yrðu lagðar á hann ef ekki yrðu gerðar úrbætur á útivist nautgripa á býli hans. Stofnuninni barst ábending um að kýrnar væru aldrei úti. Við eftirlit kom í ljós að kýrnar fengu ekki tilætlaðan útivistartíma samkvæmt lágmarkskröfum laga. Bóndanum var tilkynnt í febrúar 2022 að til stæði að leggja á hann stjórnvaldssekt að fjárhæð 450.000 krónur og bárust engin andmæli frá honum innan andmælafrests. Síðar krafðist lögmaður hans um frekari rökstuðning MAST sem stofnunin hafnaði. Í kjölfarið kærði bóndinn ákvörðunina til ráðuneytis. Meðal sjónarmiða mannsins voru að sektin byggist á ágiskunum MAST en ekki sönnunum. Taldi hann einnig röng vinnubrögð MAST að upplýsa ekki um það hvaðan ábendingin hafi borist. Taldi hann að lögmanni hans hafi verið hótað málskókn í svari frá lögmanni MAST og krafðist þess að starfsamanninum yrði gert að þola áminningu í starfi vegna þessa. Til sönnunar þess að dýrin hafi fengið viðeigandi meðferð lagði bóndinn, við meðferð málsins, fram myndir þar sem megi sjá kýrnar úti við beit. Ráðuneytið taldi hins vegar að MAST hafi byggt ákvörðun sína á eftirlitsheimsóknum, mati á aðstæðum á bænum auk ábendinga sem bárust stofnuninni. „Telur ráðuneytið því að gögn málsins sýni að kærandi hafi ekki tryggt lágmarksútivist nautgripa á umræddu tímabili árið 2021. Myndir af nautgripum á grónu landi í september 2021 sýni að gripunum hafi sannarlega verið hleypt út og féll MAST frá því að leggja dagsektir á kæranda í kjölfar þess. Myndirnar sýna þó ekki að tryggð hafi verið lágmarksútivist gripanna, sem eru átta vikur,“ segir í úrskurðinum sem staðfesti fyrrgreinda sekt. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Í úrskurði matvælaráðuneytis eru málsatvik rakin. Segir þar að í ágúst 2021 hafi MAST gert bóndanum viðvart að dagsektir yrðu lagðar á hann ef ekki yrðu gerðar úrbætur á útivist nautgripa á býli hans. Stofnuninni barst ábending um að kýrnar væru aldrei úti. Við eftirlit kom í ljós að kýrnar fengu ekki tilætlaðan útivistartíma samkvæmt lágmarkskröfum laga. Bóndanum var tilkynnt í febrúar 2022 að til stæði að leggja á hann stjórnvaldssekt að fjárhæð 450.000 krónur og bárust engin andmæli frá honum innan andmælafrests. Síðar krafðist lögmaður hans um frekari rökstuðning MAST sem stofnunin hafnaði. Í kjölfarið kærði bóndinn ákvörðunina til ráðuneytis. Meðal sjónarmiða mannsins voru að sektin byggist á ágiskunum MAST en ekki sönnunum. Taldi hann einnig röng vinnubrögð MAST að upplýsa ekki um það hvaðan ábendingin hafi borist. Taldi hann að lögmanni hans hafi verið hótað málskókn í svari frá lögmanni MAST og krafðist þess að starfsamanninum yrði gert að þola áminningu í starfi vegna þessa. Til sönnunar þess að dýrin hafi fengið viðeigandi meðferð lagði bóndinn, við meðferð málsins, fram myndir þar sem megi sjá kýrnar úti við beit. Ráðuneytið taldi hins vegar að MAST hafi byggt ákvörðun sína á eftirlitsheimsóknum, mati á aðstæðum á bænum auk ábendinga sem bárust stofnuninni. „Telur ráðuneytið því að gögn málsins sýni að kærandi hafi ekki tryggt lágmarksútivist nautgripa á umræddu tímabili árið 2021. Myndir af nautgripum á grónu landi í september 2021 sýni að gripunum hafi sannarlega verið hleypt út og féll MAST frá því að leggja dagsektir á kæranda í kjölfar þess. Myndirnar sýna þó ekki að tryggð hafi verið lágmarksútivist gripanna, sem eru átta vikur,“ segir í úrskurðinum sem staðfesti fyrrgreinda sekt.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira