Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. september 2023 13:35 Þessar kýr á Suðurlandi tengjast fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Í úrskurði matvælaráðuneytis eru málsatvik rakin. Segir þar að í ágúst 2021 hafi MAST gert bóndanum viðvart að dagsektir yrðu lagðar á hann ef ekki yrðu gerðar úrbætur á útivist nautgripa á býli hans. Stofnuninni barst ábending um að kýrnar væru aldrei úti. Við eftirlit kom í ljós að kýrnar fengu ekki tilætlaðan útivistartíma samkvæmt lágmarkskröfum laga. Bóndanum var tilkynnt í febrúar 2022 að til stæði að leggja á hann stjórnvaldssekt að fjárhæð 450.000 krónur og bárust engin andmæli frá honum innan andmælafrests. Síðar krafðist lögmaður hans um frekari rökstuðning MAST sem stofnunin hafnaði. Í kjölfarið kærði bóndinn ákvörðunina til ráðuneytis. Meðal sjónarmiða mannsins voru að sektin byggist á ágiskunum MAST en ekki sönnunum. Taldi hann einnig röng vinnubrögð MAST að upplýsa ekki um það hvaðan ábendingin hafi borist. Taldi hann að lögmanni hans hafi verið hótað málskókn í svari frá lögmanni MAST og krafðist þess að starfsamanninum yrði gert að þola áminningu í starfi vegna þessa. Til sönnunar þess að dýrin hafi fengið viðeigandi meðferð lagði bóndinn, við meðferð málsins, fram myndir þar sem megi sjá kýrnar úti við beit. Ráðuneytið taldi hins vegar að MAST hafi byggt ákvörðun sína á eftirlitsheimsóknum, mati á aðstæðum á bænum auk ábendinga sem bárust stofnuninni. „Telur ráðuneytið því að gögn málsins sýni að kærandi hafi ekki tryggt lágmarksútivist nautgripa á umræddu tímabili árið 2021. Myndir af nautgripum á grónu landi í september 2021 sýni að gripunum hafi sannarlega verið hleypt út og féll MAST frá því að leggja dagsektir á kæranda í kjölfar þess. Myndirnar sýna þó ekki að tryggð hafi verið lágmarksútivist gripanna, sem eru átta vikur,“ segir í úrskurðinum sem staðfesti fyrrgreinda sekt. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Í úrskurði matvælaráðuneytis eru málsatvik rakin. Segir þar að í ágúst 2021 hafi MAST gert bóndanum viðvart að dagsektir yrðu lagðar á hann ef ekki yrðu gerðar úrbætur á útivist nautgripa á býli hans. Stofnuninni barst ábending um að kýrnar væru aldrei úti. Við eftirlit kom í ljós að kýrnar fengu ekki tilætlaðan útivistartíma samkvæmt lágmarkskröfum laga. Bóndanum var tilkynnt í febrúar 2022 að til stæði að leggja á hann stjórnvaldssekt að fjárhæð 450.000 krónur og bárust engin andmæli frá honum innan andmælafrests. Síðar krafðist lögmaður hans um frekari rökstuðning MAST sem stofnunin hafnaði. Í kjölfarið kærði bóndinn ákvörðunina til ráðuneytis. Meðal sjónarmiða mannsins voru að sektin byggist á ágiskunum MAST en ekki sönnunum. Taldi hann einnig röng vinnubrögð MAST að upplýsa ekki um það hvaðan ábendingin hafi borist. Taldi hann að lögmanni hans hafi verið hótað málskókn í svari frá lögmanni MAST og krafðist þess að starfsamanninum yrði gert að þola áminningu í starfi vegna þessa. Til sönnunar þess að dýrin hafi fengið viðeigandi meðferð lagði bóndinn, við meðferð málsins, fram myndir þar sem megi sjá kýrnar úti við beit. Ráðuneytið taldi hins vegar að MAST hafi byggt ákvörðun sína á eftirlitsheimsóknum, mati á aðstæðum á bænum auk ábendinga sem bárust stofnuninni. „Telur ráðuneytið því að gögn málsins sýni að kærandi hafi ekki tryggt lágmarksútivist nautgripa á umræddu tímabili árið 2021. Myndir af nautgripum á grónu landi í september 2021 sýni að gripunum hafi sannarlega verið hleypt út og féll MAST frá því að leggja dagsektir á kæranda í kjölfar þess. Myndirnar sýna þó ekki að tryggð hafi verið lágmarksútivist gripanna, sem eru átta vikur,“ segir í úrskurðinum sem staðfesti fyrrgreinda sekt.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira