Einhliða ákvörðun að framlengja ekki samning Rúnars Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. október 2023 08:00 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Vísir/Dúi Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir ákvörðunina hafa verið einhliða að framlengja ekki samnings Rúnars Kristinssonar sem aðalþjálfara liðsins. Hann þakkar þjálfaranum vel unnin störf en telur tímabært að hrista upp í hlutunum. Tilkynningin barst í gær að Rúnar Kristinsson myndi láta af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið. Rúnar hefur stýrt liðinu í fjölda ára, fyrst frá 2010–14 og tók svo aftur við þeim árið 2017. Páll taldi það best í stöðunni að tilkynna þetta áður en tímabilið klárast. „Okkur þótti viðeigandi að tilkynna þetta þannig að fólk gæti haft tækifæri til að þakka honum vel unnin störf. Vonandi fjölmenna KR-ingar á völlinn og þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins“ sagði hann í viðtali við Val Pál Eiríksson, fréttamann Vísis og Stöðvar 2. Rúnar mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. KR hefur að litlu að spila öðru en stoltinu, tímabilið fór afar illa af stað hjá KR en þeim tókst að rétta úr kútnum þegar líða fór á mótið og enda í efri hluta deildarinnar, liðið á þó ekki lengur möguleika á Evrópusæti. „Stundum þarf að hrista upp í hlutunum, fá nýtt líf og nýtt blóð inn í félagið og það var ákvörðun stjórnar að nú væri tímabært að gera þessar breytingar. Rúnar hefur skilað frábæru starfi, fjölda titla og við eigum honum allt gott að þakka en við töldum þörf á breytingum.“ Páll segir ákvörðunina hafa verið einhliða og hann efast ekki um að hefði Rúnar verið með í ráðum hefði hann kosið að halda áfram þjálfun KR. „Ég tilkynnti honum það sjálfur að stjórnin myndi ekki framlengja samning eða fara í viðræður um það, þannig að þetta er einhliða ákvörðun stjórnarinnar. Ef ég þekki Rúnar rétt hefur hann án nokkurs vafa viljað vera áfram, fá tækifæri til að snúa við hlutunum og hann hefur verið á góðri vegferð með liðinu á þessum tímabili.“ Páll ítrekar þó að um sé að ræða samningslok, ekki uppsögn eða brottrekstur. Hann segir jafnframt að félagið sé byrjað að líta í kringum sig að eftirmanni. „Það er ekki verið að segja neinum upp eða reka neinn. Það er verið að taka ákvörðun um það að endurnýja ekki samning... Auðvitað erum við farin að líta í kringum okkur, vega og meta, tengja okkur við mögulega aðila.“ KR er sem áður segir í 6. sæti deildarinnar. Eftir mikla taphrinu í byrjun tímabils tókst þeim að snúa gengi sínu við og voru á tímapunkti ósigraðir í tíu leikjum. En árangurinn hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til liðsins. „Mér finnst að liðið eigi að gera miklu betur. Ég hafði miklar væntingar til liðsins margar ytri aðstæður höfðu áhrif á gengi liðsins, margt sem hefur áhrif og þetta skrifast ekki allt á þjálfarann eða einstaka leikmenn... Það eru miklar kröfur í Vesturbænum, við erum í sjötta sæti og viljum gera betur þannig að við höldum áfram þeirri vegferð.“ Páll segist bjartsýnn á komandi tíma hjá KR. Mál félagsins hafa mikið borið á góma síðustu misseri, en nú er tími breytinga, deiliskipulag Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt og uppbygging á að hefjast í Vesturbæ. „Það horfir til bjartari tíma, allt hjal og tal um stöðnun eða metnaðarleysi er bull og vitleysa. KR er bara á sama stað og alltaf, við urðum meistarar í þessari aðstöðu á sínum tíma en auðvitað má gera betur en við erum með sama metnaðinn og fyrr.“ Síðasti heimaleikur Rúnars fer fram í dag er KR mætir Breiðabliki klukkan 14:00 að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Pál Kristjánsson Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Tilkynningin barst í gær að Rúnar Kristinsson myndi láta af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið. Rúnar hefur stýrt liðinu í fjölda ára, fyrst frá 2010–14 og tók svo aftur við þeim árið 2017. Páll taldi það best í stöðunni að tilkynna þetta áður en tímabilið klárast. „Okkur þótti viðeigandi að tilkynna þetta þannig að fólk gæti haft tækifæri til að þakka honum vel unnin störf. Vonandi fjölmenna KR-ingar á völlinn og þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins“ sagði hann í viðtali við Val Pál Eiríksson, fréttamann Vísis og Stöðvar 2. Rúnar mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. KR hefur að litlu að spila öðru en stoltinu, tímabilið fór afar illa af stað hjá KR en þeim tókst að rétta úr kútnum þegar líða fór á mótið og enda í efri hluta deildarinnar, liðið á þó ekki lengur möguleika á Evrópusæti. „Stundum þarf að hrista upp í hlutunum, fá nýtt líf og nýtt blóð inn í félagið og það var ákvörðun stjórnar að nú væri tímabært að gera þessar breytingar. Rúnar hefur skilað frábæru starfi, fjölda titla og við eigum honum allt gott að þakka en við töldum þörf á breytingum.“ Páll segir ákvörðunina hafa verið einhliða og hann efast ekki um að hefði Rúnar verið með í ráðum hefði hann kosið að halda áfram þjálfun KR. „Ég tilkynnti honum það sjálfur að stjórnin myndi ekki framlengja samning eða fara í viðræður um það, þannig að þetta er einhliða ákvörðun stjórnarinnar. Ef ég þekki Rúnar rétt hefur hann án nokkurs vafa viljað vera áfram, fá tækifæri til að snúa við hlutunum og hann hefur verið á góðri vegferð með liðinu á þessum tímabili.“ Páll ítrekar þó að um sé að ræða samningslok, ekki uppsögn eða brottrekstur. Hann segir jafnframt að félagið sé byrjað að líta í kringum sig að eftirmanni. „Það er ekki verið að segja neinum upp eða reka neinn. Það er verið að taka ákvörðun um það að endurnýja ekki samning... Auðvitað erum við farin að líta í kringum okkur, vega og meta, tengja okkur við mögulega aðila.“ KR er sem áður segir í 6. sæti deildarinnar. Eftir mikla taphrinu í byrjun tímabils tókst þeim að snúa gengi sínu við og voru á tímapunkti ósigraðir í tíu leikjum. En árangurinn hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til liðsins. „Mér finnst að liðið eigi að gera miklu betur. Ég hafði miklar væntingar til liðsins margar ytri aðstæður höfðu áhrif á gengi liðsins, margt sem hefur áhrif og þetta skrifast ekki allt á þjálfarann eða einstaka leikmenn... Það eru miklar kröfur í Vesturbænum, við erum í sjötta sæti og viljum gera betur þannig að við höldum áfram þeirri vegferð.“ Páll segist bjartsýnn á komandi tíma hjá KR. Mál félagsins hafa mikið borið á góma síðustu misseri, en nú er tími breytinga, deiliskipulag Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt og uppbygging á að hefjast í Vesturbæ. „Það horfir til bjartari tíma, allt hjal og tal um stöðnun eða metnaðarleysi er bull og vitleysa. KR er bara á sama stað og alltaf, við urðum meistarar í þessari aðstöðu á sínum tíma en auðvitað má gera betur en við erum með sama metnaðinn og fyrr.“ Síðasti heimaleikur Rúnars fer fram í dag er KR mætir Breiðabliki klukkan 14:00 að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Pál Kristjánsson
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira