Jay tók þátt í áttundu seríu af Love Island sem sýnd var í sjónvarpi í fyrra. Hann mætti á níunda degi í þáttinn. Honum tókst ekki að finna ástina, þrátt fyrir að hafa um stund haft mikinn áhuga á tyrknesku Love Island stjörnunni Ekin-Su.
Sú var næstum hætt með kærastanum, hinum ítalska Davide, vegna Jay. Ein af frægustu senum raunveruleikaþáttanna var líklega þegar Ekin-Su skreið um gólf svalanna á Love Island vilunni til að fela sig fyrir núverandi kærastanum sínum, hinum ítalska Davide, á meðan hún smellti rembingskossi á Jay.
„Brjóstvöðvinn hefur verið lagaður, eftir að ég reif hann á æfingu. Jesús pétur maður,“ skrifar Love Island stjarnan á samfélagsmiðilinn Instagram. Þar birtir hann mynd af sér í sjúkrahúsrúmi. Hann heitir því að vera mættur aftur í ræktina innan skamms. Lítið er að frétta af ástarlífi hans, ef marka má breska miðla.