Klingjandi málmur og hvellandi bjalla Árný Björg Blandon skrifar 2. október 2023 10:31 Mikið rosalega er erfitt að sitja undir öllum þáttum og fréttapistlum þar sem verið er að ræða við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana. Ég segi oft upphátt við skerminn sem þau birtast á „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þér og þínu fólki því launin þín standa vel undir öllum kröfum, þörfum og óskum“. Þetta eru manneskjurnar sem kosnar eru til að standa með samlöndum sínum og sjá til þess að enginn líði skort, en gera það ekki fyrir alla. Bara suma og þessir sumir eru yfirleitt fólk sem hefur ekki áhyggjur af framtíðinni fjárhagslega og eru í góðum málum.En, þau eru ekki síst kosin til að sjá um að fólk í þessu landi komist af skammarlaust. Hafi húsnæði, geti borgað húsnæðislánin og átt afgang fyrir allt hitt. Matinn, sjúkrakostnað, tómstundir barnanna sinna, geta boðið fólki í mat, ferðast um, bæði innanlands og utan ofl. Á það ekki að vera hið eðlilegasta líf?Allt þetta upptalda hér fyrir ofan hefur ríkisstjórnin sjálf engar áhyggjur af því að við greiðum þeim meira en nóg til að njóta þess alls og rúmlega það.Ég er alls ekki á móti því að ráðherrar og þingmenn fái góð laun. En, mismunurinn er svo gríðarlegur hjá þeim og mörgum sem greiða þeim launin með sköttunum sínum sem eru að sliga allt of marga.Þau geta haldið stór matarboð, farið í glæsiferðir til útlanda, leyft börnunum sínum að njóta þess að læra það sem hugurinn girnist, greitt sjúkrakostnaðinn þegar þarf og ég væri ekki hissa þótt þau ættu sín húsnæði skuldlaust og bíla fyrir hvern og einn sem er með bílpróf á heimilinu. Sumir geta ekki einu sinni verslað sér eina bifreið fyrir sitt heimili.Það er stór hluti Íslendinga sem líður rosalega illa og hefur það ekki gott. Þau þurfa að horfa á skertu launin sín, ofurháuskattana sem færa þau niður í ástand sem þau ráða ekki við. Að hafa í sig og á, vera áhyggjulaus og frjáls. Að þurfa ekki að horfa í augu barnanna sinna og segja „Nei, við höfum ekki efni á því“.Margt ungt fólk sem loksins gátu keypt sér íbúð en gæti það ekki í dag, hefur nú áhyggjur af því að geta ekki borgað húsnæðislánin án þess að þeirra daglega viðurværi skerðist því vextir hafa hækkað fram úr öllu hófi og getu til að borga þau ásamt því að lifa þokkalegu lífi. Áhyggjur af því að missa húsnæðið sitt veldur mörgum kvíða og skerðir þannig lífsgæðin.Sagt er af ráðherrum að vanskil af húsnæðislánum hafi ekki aukist. Svona setningar eru klingjandi málmur og hvellandi bjalla því fólk er að reyna að standa sig gagnvart afborgunum til bankanna til að halda í húsnæðið sitt. Á móti þurfa þau að skera niður ýmislegt sem þau voru vön að geta eða langar til að gera en verða nú að skoða hverja krónu. Hætta að fara á leiksýningar, í bíó, sund, út að borða, utanlandsferðir, halda upp á afmæli og allt hitt. Það er orðinn lúxus fyrir marga í dag. En ríkisstjórnin vill greinilega ekki sjá það. Bara að lánin séu greidd, þá er allt í fínu lagi frá þeirra hálfu séð.Það er sama hver málin eru, hvað er rætt, hvernig talað er um að gera nú eitthvað, einhvern tímann, fólk bíður eftir lausn og frelsi. Þau eru ábyrg, ríkisstjórnin,sem við eigum að geta treyst á.Öryrkjar og eldri borgarar sem eiga að fá að lifa sem best og öruggast, hafa það mjög mörg sem verst. Það er ekki eðlilegt og býr til ljóta stéttaskiptingu í landinu okkar og er algjört sinnuleysi og ábyrgðarleysi af hendi ríkisstjórnarinnar.Ég spyr mig oft, hvernig sofa þessir ráðamenn og konur á nóttunni? Og hvernig geta þau ekki skammast sín fyrir neðan allar hellur fyrir kosningaloforð sem eru gefin fyrir kosningar og fólk lítur til. Loforðin sem skipta þau mestu máli verða flest að engu. Svik, prettir, græðgi og blinda verða leiðandi afl.Í dag skoðar maður að kjósa ekki eða skila auðu til að mótmæla og koma þeim skilaboðum til flokkanna að það virðist vera sama hver þeirra kemst í stjórn, þeir falla allir í sömu gryfju þegar sest er í stólana. Þau bregðast fólkinu sem treysti á þau.Þetta er ástand sem Góða bókin, Biblían, kallar „klingjandi málm og hvellandi bjöllu“. Ærandi og óþolandi. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Sjá meira
Mikið rosalega er erfitt að sitja undir öllum þáttum og fréttapistlum þar sem verið er að ræða við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana. Ég segi oft upphátt við skerminn sem þau birtast á „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þér og þínu fólki því launin þín standa vel undir öllum kröfum, þörfum og óskum“. Þetta eru manneskjurnar sem kosnar eru til að standa með samlöndum sínum og sjá til þess að enginn líði skort, en gera það ekki fyrir alla. Bara suma og þessir sumir eru yfirleitt fólk sem hefur ekki áhyggjur af framtíðinni fjárhagslega og eru í góðum málum.En, þau eru ekki síst kosin til að sjá um að fólk í þessu landi komist af skammarlaust. Hafi húsnæði, geti borgað húsnæðislánin og átt afgang fyrir allt hitt. Matinn, sjúkrakostnað, tómstundir barnanna sinna, geta boðið fólki í mat, ferðast um, bæði innanlands og utan ofl. Á það ekki að vera hið eðlilegasta líf?Allt þetta upptalda hér fyrir ofan hefur ríkisstjórnin sjálf engar áhyggjur af því að við greiðum þeim meira en nóg til að njóta þess alls og rúmlega það.Ég er alls ekki á móti því að ráðherrar og þingmenn fái góð laun. En, mismunurinn er svo gríðarlegur hjá þeim og mörgum sem greiða þeim launin með sköttunum sínum sem eru að sliga allt of marga.Þau geta haldið stór matarboð, farið í glæsiferðir til útlanda, leyft börnunum sínum að njóta þess að læra það sem hugurinn girnist, greitt sjúkrakostnaðinn þegar þarf og ég væri ekki hissa þótt þau ættu sín húsnæði skuldlaust og bíla fyrir hvern og einn sem er með bílpróf á heimilinu. Sumir geta ekki einu sinni verslað sér eina bifreið fyrir sitt heimili.Það er stór hluti Íslendinga sem líður rosalega illa og hefur það ekki gott. Þau þurfa að horfa á skertu launin sín, ofurháuskattana sem færa þau niður í ástand sem þau ráða ekki við. Að hafa í sig og á, vera áhyggjulaus og frjáls. Að þurfa ekki að horfa í augu barnanna sinna og segja „Nei, við höfum ekki efni á því“.Margt ungt fólk sem loksins gátu keypt sér íbúð en gæti það ekki í dag, hefur nú áhyggjur af því að geta ekki borgað húsnæðislánin án þess að þeirra daglega viðurværi skerðist því vextir hafa hækkað fram úr öllu hófi og getu til að borga þau ásamt því að lifa þokkalegu lífi. Áhyggjur af því að missa húsnæðið sitt veldur mörgum kvíða og skerðir þannig lífsgæðin.Sagt er af ráðherrum að vanskil af húsnæðislánum hafi ekki aukist. Svona setningar eru klingjandi málmur og hvellandi bjalla því fólk er að reyna að standa sig gagnvart afborgunum til bankanna til að halda í húsnæðið sitt. Á móti þurfa þau að skera niður ýmislegt sem þau voru vön að geta eða langar til að gera en verða nú að skoða hverja krónu. Hætta að fara á leiksýningar, í bíó, sund, út að borða, utanlandsferðir, halda upp á afmæli og allt hitt. Það er orðinn lúxus fyrir marga í dag. En ríkisstjórnin vill greinilega ekki sjá það. Bara að lánin séu greidd, þá er allt í fínu lagi frá þeirra hálfu séð.Það er sama hver málin eru, hvað er rætt, hvernig talað er um að gera nú eitthvað, einhvern tímann, fólk bíður eftir lausn og frelsi. Þau eru ábyrg, ríkisstjórnin,sem við eigum að geta treyst á.Öryrkjar og eldri borgarar sem eiga að fá að lifa sem best og öruggast, hafa það mjög mörg sem verst. Það er ekki eðlilegt og býr til ljóta stéttaskiptingu í landinu okkar og er algjört sinnuleysi og ábyrgðarleysi af hendi ríkisstjórnarinnar.Ég spyr mig oft, hvernig sofa þessir ráðamenn og konur á nóttunni? Og hvernig geta þau ekki skammast sín fyrir neðan allar hellur fyrir kosningaloforð sem eru gefin fyrir kosningar og fólk lítur til. Loforðin sem skipta þau mestu máli verða flest að engu. Svik, prettir, græðgi og blinda verða leiðandi afl.Í dag skoðar maður að kjósa ekki eða skila auðu til að mótmæla og koma þeim skilaboðum til flokkanna að það virðist vera sama hver þeirra kemst í stjórn, þeir falla allir í sömu gryfju þegar sest er í stólana. Þau bregðast fólkinu sem treysti á þau.Þetta er ástand sem Góða bókin, Biblían, kallar „klingjandi málm og hvellandi bjöllu“. Ærandi og óþolandi. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun