Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. október 2023 13:28 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og kærunefnd vera þátttakendur á vinnumarkaði. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. Hælisleitendur frá Venesúela eru hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Greint hefur verið frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö að um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelji hér á landi og bíði nú eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Af þeim fimmtán hundruð sem nú bíða niðurstöðu eru margir með atvinnu hér. Samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu var atvinnuþátttaka 647 flóttamanna sem komu Íslands frá Venesúela á árunum 2018 til 2022 86,5 prósent. Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður, segir yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu vera starfandi. „Bæði eftir að hafa hlotið vernd og einnig mjög stór hluti sem nýtir sér úrræðið að vera með bráðabirgðaatvinnuleyfi á meðan umsóknin er til meðferðar,“ segir hann. Unnur Sverrisdóttir, fortjóri Vinnumálastofnunar, segir engar tölur til í þeirra skrám um fjölda starfandi. „Þetta fólk fékk flest mannúðarleyfi og viðbótarvernd og slíkum dvalarleyfum fylgir líka réttur til vinnu þannig það er ekki skráð hjá okkur hversu margir eru í vinnu af þessum hópi. Þau koma í rauninni aldrei inn á borð hjá okkur,“ segir Unnur. Atvinnuþátttaka flóttafólks hafi þó verið mjög góð hingað til. „Núna er staðan þessi og hefur verið á þessu ári. Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki til starfa. Það er meira framboð af störfum heldur en fólki til að vinna. Ferðaþjónustan hefur tekið mikinn kipp og það er mjög mannaflafrek grein sem þarf mjög margar hendur og þar hefur fólk náttúrulega safnast í vinnu.“ Venesúelabúum sem fréttastofa ræddi við á laugardag þykir ákvörðun íslenskra stjórnvalda furðuleg. Sér í lagi í ljósi þess að Bandaríkjamenn ákváðu að framlengja tímabundna vernd Venesúelabúa í landinu um átján mánuði sökum ástandsins þar í landi. Á það þó eingöngu við um þá sem komu til Bandaríkjaríkjanna og fengu landvistarleyfi fyrir 31. júlí þessa árs. Uppfært 4. október Vinnumálastofnun segir í tilkynningu á vef sínum að útgefin bráðabirgðaatvinnuleyfi til íbúa frá Venesúela séu 56 talsins frá 1. janúar 2022. Því sé það rangt sem fram komi í máli Helga lögmanns að stór hluti umrædds hóps sé starfandi með slíkt atvinnuleyfi. Stofnunin áréttar að hún býr ekki yfir neinni tölfræði um atvinnuþátttöku íbúa frá Venesúela sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Hælisleitendur frá Venesúela eru hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Greint hefur verið frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö að um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelji hér á landi og bíði nú eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Af þeim fimmtán hundruð sem nú bíða niðurstöðu eru margir með atvinnu hér. Samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu var atvinnuþátttaka 647 flóttamanna sem komu Íslands frá Venesúela á árunum 2018 til 2022 86,5 prósent. Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður, segir yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu vera starfandi. „Bæði eftir að hafa hlotið vernd og einnig mjög stór hluti sem nýtir sér úrræðið að vera með bráðabirgðaatvinnuleyfi á meðan umsóknin er til meðferðar,“ segir hann. Unnur Sverrisdóttir, fortjóri Vinnumálastofnunar, segir engar tölur til í þeirra skrám um fjölda starfandi. „Þetta fólk fékk flest mannúðarleyfi og viðbótarvernd og slíkum dvalarleyfum fylgir líka réttur til vinnu þannig það er ekki skráð hjá okkur hversu margir eru í vinnu af þessum hópi. Þau koma í rauninni aldrei inn á borð hjá okkur,“ segir Unnur. Atvinnuþátttaka flóttafólks hafi þó verið mjög góð hingað til. „Núna er staðan þessi og hefur verið á þessu ári. Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki til starfa. Það er meira framboð af störfum heldur en fólki til að vinna. Ferðaþjónustan hefur tekið mikinn kipp og það er mjög mannaflafrek grein sem þarf mjög margar hendur og þar hefur fólk náttúrulega safnast í vinnu.“ Venesúelabúum sem fréttastofa ræddi við á laugardag þykir ákvörðun íslenskra stjórnvalda furðuleg. Sér í lagi í ljósi þess að Bandaríkjamenn ákváðu að framlengja tímabundna vernd Venesúelabúa í landinu um átján mánuði sökum ástandsins þar í landi. Á það þó eingöngu við um þá sem komu til Bandaríkjaríkjanna og fengu landvistarleyfi fyrir 31. júlí þessa árs. Uppfært 4. október Vinnumálastofnun segir í tilkynningu á vef sínum að útgefin bráðabirgðaatvinnuleyfi til íbúa frá Venesúela séu 56 talsins frá 1. janúar 2022. Því sé það rangt sem fram komi í máli Helga lögmanns að stór hluti umrædds hóps sé starfandi með slíkt atvinnuleyfi. Stofnunin áréttar að hún býr ekki yfir neinni tölfræði um atvinnuþátttöku íbúa frá Venesúela sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hér á landi.
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53
Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01