Eyþóra nældi í ÓL-sæti og komst sjálf í úrslit: „Mjög, mjög ánægð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 13:55 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sýnir hér glæsilegt stökk í einni af æfingum sínum í undankeppninni. AP/Virginia Mayo Hollensk-íslenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stendur sig vel á heimsmeistaramótinu í fimleikum en hún keppir fyrir Holland. Eyþóra og félagar hennar í hollenska liðinu urðu í sjötta sæti í undankeppni liðakeppninnar sem tryggði þeim ekki aðeins sæti í úrslitunum heldur einnig farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Eyþóra á þar möguleika á að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum því hún var einnig með í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Eyþóra sjálf komst einnig í úrslit í fjölþrautinni með því að ná 24. besta árangrinum. Langefst var hin bandaríska Simone Biles. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í einu af stökkum sínum.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Biles fékk 58.865 stig en landa hennar Shilese Jones var næst með 56.932 stig. Eyþóra náði í 52.199 stig og var næsthæst af hollensku stelpunum á eftir Naomi Visser (54.332 stig). „Komnar með farseðilinn á Ólympíuleikana í vasann. Komumst líka í úrslit liða og ég komst í úrslit í fjölþraut á HM í fyrsta sinn á ferlinum. Mjög, mjög ánægð,“ skrifaði Eyþóra á Instagram. Þetta er því sögulegt fyrir okkar konu sem hafði aldrei komist í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramóti. Því hefur hún aftur á móti náð á Ólympíuleikum því Eyþóra endaði í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún hefur einnig komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu. Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu fyrir hönd Íslands í undankeppninni. Thelma náði þar sínum besta persónulega árangur í fjölþraut á HM með því að ná í 49.099 stig. Það voru aðeins ein mistök á slánni sem settu strik í reikninginn hjá henni. Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig. Thelma endaði í 66. sætinu en Margrét Lea í 99. sæti. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Eyþóra og félagar hennar í hollenska liðinu urðu í sjötta sæti í undankeppni liðakeppninnar sem tryggði þeim ekki aðeins sæti í úrslitunum heldur einnig farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Eyþóra á þar möguleika á að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum því hún var einnig með í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Eyþóra sjálf komst einnig í úrslit í fjölþrautinni með því að ná 24. besta árangrinum. Langefst var hin bandaríska Simone Biles. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í einu af stökkum sínum.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Biles fékk 58.865 stig en landa hennar Shilese Jones var næst með 56.932 stig. Eyþóra náði í 52.199 stig og var næsthæst af hollensku stelpunum á eftir Naomi Visser (54.332 stig). „Komnar með farseðilinn á Ólympíuleikana í vasann. Komumst líka í úrslit liða og ég komst í úrslit í fjölþraut á HM í fyrsta sinn á ferlinum. Mjög, mjög ánægð,“ skrifaði Eyþóra á Instagram. Þetta er því sögulegt fyrir okkar konu sem hafði aldrei komist í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramóti. Því hefur hún aftur á móti náð á Ólympíuleikum því Eyþóra endaði í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún hefur einnig komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu. Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu fyrir hönd Íslands í undankeppninni. Thelma náði þar sínum besta persónulega árangur í fjölþraut á HM með því að ná í 49.099 stig. Það voru aðeins ein mistök á slánni sem settu strik í reikninginn hjá henni. Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig. Thelma endaði í 66. sætinu en Margrét Lea í 99. sæti. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira