Innlent

Bein út­sending: Kynna heils dags verk­fall kvenna og kvára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundurinn hefst á slaginu 11.
Fundurinn hefst á slaginu 11. Vísir/Helena Rós

Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls hefur boðað til blaðamannafundar þar sem kynnt verða áform um heils dags verkfall kvenna og kvára þriðjudaginn 24. október.

Blaðamannafundurinn fer fram í Höfuðstöðinni við Rafstöðvarveg í Reykjavík og hefst klukkan 11. 

Á fundinum verður kynning fyrir fjölmiðla, með óhefðbundnu sniði. Spurningum verður svarað um hvenær og hvernig verkfallinu verði háttað. Hver taki þátt? Hver sé yfirskriftin og þemun. Afhverju kvennaverkfall?

Á fundinum verða fulltrúar á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. Fundurinn hefst klukkan 11.

Framkvæmdarstjórn Kvennaverkfalls:

  • Bergrún Andradóttir – Samtökin ´78
  • Drífa Snædal - Stígamót
  • Ellen Calmon - Kvenréttindafélag Íslands
  • Elva Hrönn Hjartardóttir – UN Women
  • Finnborg Salome ÞóreyjarSteinþórsdóttir – Femínísk fjármál
  • Þuríður Harpa Sigurðardóttir – ÖBÍ
  • Elísa Jóhannsdóttir – BHM
  • Guðrún Margrét Guðmundsdóttir– ASÍ
  • Kristín Ástgeirsdóttir - Icefem
  • Rakel Adolphsdóttir – Kvennasögusafn Íslands
  • Sara Stefánsdóttir - Rótin
  • Sonja Þorbergsdóttir – BSRB
  • Steinunn Rögnvaldsdóttir – Femínísk fjármál
  • Tatjana Latinovic - Kvenréttindafélag Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×