Holan hugsanlega ólögleg en ekki endilega aksturinn Árni Sæberg skrifar 3. október 2023 20:37 Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar. Þjóðverjarnir grófu stærðarinnar holu í slóðann til þess að skorða dekk, sem var svo notað sem akkeri. Vísir Glæfralegur akstur þýsks ferðamanns á fjórtán tonna jeppa er kominn inn á borð Umhverfisstofnunar. Forstjóri hennar segir að atvikið skeri sig úr en ekki sé öruggt að aksturinn hafi verið ólögmætur. „Við fengum þetta strax og þetta er auðvitað mjög viðkvæmt svæði og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af og það verða sjálfsagt aldrei veittar næga leiðbeiningar um hvernig á að fara um það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í Reykjavík síðdegis. Mikla athygli vakti þegar Þjóðverji að nafni Pete Ruppert birti myndskeið af því þegar trukkur hans festist á slóða í Þjórsárverum. Slóðinn og land í kring er illa farinn eftir tilrauni Rupperts og félaga til að losa trukkinn, meðal annars með því að grafa stærðarinnar holu. Hann hefur nú tekið myndskeiðin úr opinberri birtingu. Athæfi Rupperts hefur vakið mikla athygli og reiði. Formaður Vina Þjórsárvers sagði í samtali við Vísi í gær ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum og að ítrekað hefði verið kallað eftir úrbótum en talað fyrir daufum eyrum. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. Þá hafði Morgunblaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í dag að hann liti málið alvarlegum augum og hann hefði þegar kallað eftir upplýsingum um málið. Svæðið hafi alþjóðlegt verndargildi Sigrún segir að Þjórsárver hafi gríðarlegt gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og hafi í raun alþjóðlegt verndargildi. „Þjórsárver er eitt af okkar heilögustu svæðum.“ Þrátt fyrir það telur Ruppert sig hafa verið í fullum rétti til þess að aka slóðann, enda er ekkert sem bannar akstur um hann. „Við getum klárlega lært af þessu. En mér skilst að þarna hafi verið grefin hola, þannig að ég tel að málið sé ekki alveg svo einfalt, þó svo að hann hafi verið á slóða. Þannig að þetta er komið inn á borð til okkar og við fáum botn í það innan tíðar hvernig þetta verður heimfært upp á friðlýsingarskilmála og annað.“ Vel komi til greina að hann hafi brotið lög með því að grafa holuna. Mikilvægt að fræða ferðamenn Sigrún segir að vitundarvakning um utanvegaakstur hafi orðið á síðustu árum og mikilvægt starf sé þegar unni í að fræða ferðamenn um skaðsemi hans. Þó séu ferðamenn svo margir að ómögulegt sé að á til þeirra allra. „Þetta er alveg stöðugt verkefni fyrir okkur varðandi utanvegaakstur og reglurnar eru svolítið mismunandi milli landa. En hérna erum við að vernda landslagið og ásýnd þess, öræfakyrrðina og tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og það er alveg einstakt í heiminum.“ Viðtal við Sigrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan: Ferðaþjónusta Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Við fengum þetta strax og þetta er auðvitað mjög viðkvæmt svæði og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af og það verða sjálfsagt aldrei veittar næga leiðbeiningar um hvernig á að fara um það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í Reykjavík síðdegis. Mikla athygli vakti þegar Þjóðverji að nafni Pete Ruppert birti myndskeið af því þegar trukkur hans festist á slóða í Þjórsárverum. Slóðinn og land í kring er illa farinn eftir tilrauni Rupperts og félaga til að losa trukkinn, meðal annars með því að grafa stærðarinnar holu. Hann hefur nú tekið myndskeiðin úr opinberri birtingu. Athæfi Rupperts hefur vakið mikla athygli og reiði. Formaður Vina Þjórsárvers sagði í samtali við Vísi í gær ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum og að ítrekað hefði verið kallað eftir úrbótum en talað fyrir daufum eyrum. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. Þá hafði Morgunblaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í dag að hann liti málið alvarlegum augum og hann hefði þegar kallað eftir upplýsingum um málið. Svæðið hafi alþjóðlegt verndargildi Sigrún segir að Þjórsárver hafi gríðarlegt gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og hafi í raun alþjóðlegt verndargildi. „Þjórsárver er eitt af okkar heilögustu svæðum.“ Þrátt fyrir það telur Ruppert sig hafa verið í fullum rétti til þess að aka slóðann, enda er ekkert sem bannar akstur um hann. „Við getum klárlega lært af þessu. En mér skilst að þarna hafi verið grefin hola, þannig að ég tel að málið sé ekki alveg svo einfalt, þó svo að hann hafi verið á slóða. Þannig að þetta er komið inn á borð til okkar og við fáum botn í það innan tíðar hvernig þetta verður heimfært upp á friðlýsingarskilmála og annað.“ Vel komi til greina að hann hafi brotið lög með því að grafa holuna. Mikilvægt að fræða ferðamenn Sigrún segir að vitundarvakning um utanvegaakstur hafi orðið á síðustu árum og mikilvægt starf sé þegar unni í að fræða ferðamenn um skaðsemi hans. Þó séu ferðamenn svo margir að ómögulegt sé að á til þeirra allra. „Þetta er alveg stöðugt verkefni fyrir okkur varðandi utanvegaakstur og reglurnar eru svolítið mismunandi milli landa. En hérna erum við að vernda landslagið og ásýnd þess, öræfakyrrðina og tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og það er alveg einstakt í heiminum.“ Viðtal við Sigrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ferðaþjónusta Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Umhverfismál Utanvegaakstur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira