Áfram gakk og gefum íslensku séns Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 4. október 2023 07:31 Ekki er loku fyrir það skotið að þú hafir orðið þess áskynja að átakið Gefum íslensku séns-íslenskuvænt samfélag stóð að margvíslegum viðburðum í sumar sem leið. Dagskrá átaksins var nokkuð fjölbreytt. Þátttaka í viðburðum átaksins var, eins og gengur og gerist, misgóð. Það var enda erfitt að etja kappi við veðurblíðuna því margir viðburðanna áttu sér stað innandyra. Það er vel skiljanlegt að ekki hafi alltaf múgur og margmenni mætt. Markmiðið var að hafa sem mest í boði svo þátttökutækifærin væru ærin. Við vildum gefa sem flestum séns á að taka þátt. Augnamiðið var og er að leitast við að blanda saman hópum móðurmálshafa, þeirra sem kunna góð skil á íslensku og þeim sem læra málið og búa til vettvang þar sem málið er notað og það án þess að eitthvað liggi endilega undir. Og aðaláherslan hefir alltaf verið á móðurmálshafann, að freista þess að leiða honum fyrir sjónir hvað máltileinkun felur í sér og eyða ranghugmyndum eins og til dæmis þeim að tungumál lærist bara í skóla eða á námskeiðum, að móðurmálshafinn og þá oft maki aðila sem vill læra málið sé stikkfrír eða geti ekkert gert til að hjálpa til við máltileinkunina. Við trúum því nefnilega og teljum okkur meira að segja vita það með vissu að tungumál lærist ekki nema samfélagið verði eins konar kennslustofa, eða framlenging á kennslustofunni, þar sem íslensku er almennt haldið að fólki, þar sem fólk fær þau skilaboð að gott sé að kunna skil á málinu og hjálp við það. Í fyrra unnum við með hugtakið almannakennari, hugtak sem runnið er undar rifjum Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða. Gengið var út frá þeim punkti að öllum sé unnt að veita liðsinni og það án sérfræðikunnáttu í íslenskri málfræði. Í grunninn veitir maður mesta aðstoð með því að haga máli sínu út frá getu þess sem lærir, maður endurtekur, endurorðar, notar hendur og fætur og þar fram eftir götunum. Lykilorð í þessu samhengi er auðvitað þolinmæði. Slík nálgun er enn í forgrunni ásamt því auðvitað að gefa allra handa íslensku séns, ekki bara þeirri sem fylgir stöðlum. Því ekki má gleymast að vegamikill hluti þess að læra mál er að gera mistök. Að gera mistök er nefnilega í fínu lagi, að beygja rangt, bera ekki rétt fram eða notast við óvenjulega orðaröð er barasta alveg ókei komist skilaboðin til leiðar. Og svo er alltaf möguleiki á því að læra af mistökum sínum. Alltént er deginum ljósara að íslenska lærist ekki eða æfist ekki sé hún ekki notuð og þurfa því tækifæri að vera til staðar. Gefum íslensku séns ætlar klárlega að halda áfram að leitast við að skapa þau tækifæri og vonast til þess að þú veitir átakinu hjálp með því einu að mæta og gefa tíma þinn. Allir viðburðir átaksins hafa verið ókeypis og stefnt er að því að svo megi áfram verða. Um þessar undir erum við að leggja drög að viðburðum þótt ekki sé komin endanleg mynd á þá. En hér er allavega það sem á sér stað á næstunni. 9. október: Þriðja rýmið í Bókasafninu. Öruggt rými til að spjalla á íslensku. Móðurmálshafa, málhafar og málnemar spjalla. 13. október: Kynning á Gefum íslensku séns í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi 19. október: Hraðíslenska á Dokkunni. Hér þarf að skrá sig til leiks með að senda póst á islenska(hja)uw.is 25. október: Villtu vera almannakennari? Hvað þarf ég að gera til að vera almannakennari. Fyrirlestur og spjall. 10. nóvember: Nágrannar – Úkraína. Kynning á Úkraínu með Rauða krossinum. Staðsetning og tímasetning kynnt síðar. 16. nóvember: Hnallþórukaffi: Dagur íslenskrar tungu. Staðsetning, dagskrá og tími auglýst síðar. 23. nóvember: Spurðu um málfræði. Einkum ætlað almannakennurum sem vilja hjálpa þeim sem læra málið en eiga erfitt með að útskýra málfræðina. 1. desember: Meðferðarleg skrif með Gretu Lietuvninkaitė Šuscickė á íslensku Næsta víst er að sitthvað muni bætast í hópinn. Næsta víst er að Gefum íslensku séns er komið til að vera eitthvað áfram og vonandi auðnast átakinu að dreifast um Vestfirði alla svo og landið allt eins og ljúfur vorboði. Vel má og hafa orð á því að margvíslegar fyrirspurnir hafa borist um hvort hægt sé að afrita átakið eða hvort hægt væri að veita liðsinni við að koma einhverju áþekku á laggirnar annars staðar. Æ er vel tekið í slíkar fyrirspurnir enda er enginn höfundarréttur á átakinu og er öllum velkomið að apa eftir og taka það sem þá listir fullfrjálsri hendi. Ef þú hefir hugmyndir sem þú vilt koma á framfæri sendu okkur þá endilega línu á islenska(hjá)uw.is. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla - og menntamál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ekki er loku fyrir það skotið að þú hafir orðið þess áskynja að átakið Gefum íslensku séns-íslenskuvænt samfélag stóð að margvíslegum viðburðum í sumar sem leið. Dagskrá átaksins var nokkuð fjölbreytt. Þátttaka í viðburðum átaksins var, eins og gengur og gerist, misgóð. Það var enda erfitt að etja kappi við veðurblíðuna því margir viðburðanna áttu sér stað innandyra. Það er vel skiljanlegt að ekki hafi alltaf múgur og margmenni mætt. Markmiðið var að hafa sem mest í boði svo þátttökutækifærin væru ærin. Við vildum gefa sem flestum séns á að taka þátt. Augnamiðið var og er að leitast við að blanda saman hópum móðurmálshafa, þeirra sem kunna góð skil á íslensku og þeim sem læra málið og búa til vettvang þar sem málið er notað og það án þess að eitthvað liggi endilega undir. Og aðaláherslan hefir alltaf verið á móðurmálshafann, að freista þess að leiða honum fyrir sjónir hvað máltileinkun felur í sér og eyða ranghugmyndum eins og til dæmis þeim að tungumál lærist bara í skóla eða á námskeiðum, að móðurmálshafinn og þá oft maki aðila sem vill læra málið sé stikkfrír eða geti ekkert gert til að hjálpa til við máltileinkunina. Við trúum því nefnilega og teljum okkur meira að segja vita það með vissu að tungumál lærist ekki nema samfélagið verði eins konar kennslustofa, eða framlenging á kennslustofunni, þar sem íslensku er almennt haldið að fólki, þar sem fólk fær þau skilaboð að gott sé að kunna skil á málinu og hjálp við það. Í fyrra unnum við með hugtakið almannakennari, hugtak sem runnið er undar rifjum Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða. Gengið var út frá þeim punkti að öllum sé unnt að veita liðsinni og það án sérfræðikunnáttu í íslenskri málfræði. Í grunninn veitir maður mesta aðstoð með því að haga máli sínu út frá getu þess sem lærir, maður endurtekur, endurorðar, notar hendur og fætur og þar fram eftir götunum. Lykilorð í þessu samhengi er auðvitað þolinmæði. Slík nálgun er enn í forgrunni ásamt því auðvitað að gefa allra handa íslensku séns, ekki bara þeirri sem fylgir stöðlum. Því ekki má gleymast að vegamikill hluti þess að læra mál er að gera mistök. Að gera mistök er nefnilega í fínu lagi, að beygja rangt, bera ekki rétt fram eða notast við óvenjulega orðaröð er barasta alveg ókei komist skilaboðin til leiðar. Og svo er alltaf möguleiki á því að læra af mistökum sínum. Alltént er deginum ljósara að íslenska lærist ekki eða æfist ekki sé hún ekki notuð og þurfa því tækifæri að vera til staðar. Gefum íslensku séns ætlar klárlega að halda áfram að leitast við að skapa þau tækifæri og vonast til þess að þú veitir átakinu hjálp með því einu að mæta og gefa tíma þinn. Allir viðburðir átaksins hafa verið ókeypis og stefnt er að því að svo megi áfram verða. Um þessar undir erum við að leggja drög að viðburðum þótt ekki sé komin endanleg mynd á þá. En hér er allavega það sem á sér stað á næstunni. 9. október: Þriðja rýmið í Bókasafninu. Öruggt rými til að spjalla á íslensku. Móðurmálshafa, málhafar og málnemar spjalla. 13. október: Kynning á Gefum íslensku séns í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi 19. október: Hraðíslenska á Dokkunni. Hér þarf að skrá sig til leiks með að senda póst á islenska(hja)uw.is 25. október: Villtu vera almannakennari? Hvað þarf ég að gera til að vera almannakennari. Fyrirlestur og spjall. 10. nóvember: Nágrannar – Úkraína. Kynning á Úkraínu með Rauða krossinum. Staðsetning og tímasetning kynnt síðar. 16. nóvember: Hnallþórukaffi: Dagur íslenskrar tungu. Staðsetning, dagskrá og tími auglýst síðar. 23. nóvember: Spurðu um málfræði. Einkum ætlað almannakennurum sem vilja hjálpa þeim sem læra málið en eiga erfitt með að útskýra málfræðina. 1. desember: Meðferðarleg skrif með Gretu Lietuvninkaitė Šuscickė á íslensku Næsta víst er að sitthvað muni bætast í hópinn. Næsta víst er að Gefum íslensku séns er komið til að vera eitthvað áfram og vonandi auðnast átakinu að dreifast um Vestfirði alla svo og landið allt eins og ljúfur vorboði. Vel má og hafa orð á því að margvíslegar fyrirspurnir hafa borist um hvort hægt sé að afrita átakið eða hvort hægt væri að veita liðsinni við að koma einhverju áþekku á laggirnar annars staðar. Æ er vel tekið í slíkar fyrirspurnir enda er enginn höfundarréttur á átakinu og er öllum velkomið að apa eftir og taka það sem þá listir fullfrjálsri hendi. Ef þú hefir hugmyndir sem þú vilt koma á framfæri sendu okkur þá endilega línu á islenska(hjá)uw.is. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun