Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 08:03 Lúsleitað. Getty Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. „Síðsumars sjáum við alltaf mikla aukningu á veggjalús,“ segir Jean-Michel Berenger, skordýrafræðingur við sjúkrahúsið í Marseille og helsti sérfræðingur Frakka í veggjalús. „Það er vegna þess að fólk hefur verið að ferðast í júlí og ágúst og flytur hana til baka í farangrinum sínum,“ bætir hann við. Berenger segir aukninguna verða meiri ár frá ári og þannig er eðlilegt að fólk verði vart við pestina. Samkvæmt könnunum hefur einn af hverjum tíu Parísarbúum þurft að takast á við vandann á síðustu fimm árum. Frásagnir af veggjalús í kvikmyndahúsum og um borð í lestum hafa ratað á samfélagsmiðla. Þær hafa ekki verið sannaðar en bæði borgaryfirvöld og stjórnvöld í Frakklandi virðast taka þær alvarlega, enda stendur til að halda Ólympíuleika í höfuðborginni á næsta ári. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðast samfélagsmiðlar þó vera að hafa þau áhrif að það sem var eitt sinn hefðbundið umfjöllunarefni franskra miðla í gúrkutíð á haustmánuðum er nú orðið að þjóðaröryggismáli. Berenger segir nýjan þátt hafa bæst við veggjalúsajöfnuna; múgæsingu. „Þetta er gott að því leiti að þetta gerir fólk meðvitað um vandann og því fyrr sem þú grípur til aðgerða gegn veggjalús því betra. En vandamálið hefur verið ýkt,“ segir hann. Veggjalúsin er meira áberandi en áður þar sem fólk og varningur ferðast meira um og þar sem mörg þeirra efna sem voru notuð til að halda henni í skefjum hafa verið bönnuð. Þá eru veggjalýs nútímans afkomendur þeirra sem lifðu efnaárásirnar og mögulega ónæmari en forfeður sínir. Aukið hreinlæti hefur auk þess dregið verulega úr fjölda kakkalakka, sem héldu veggjalúsinni í skefjum. Berenger segir fólk „panikka“ yfir veggjalúsinni í dag þar sem hún hefur eiginlega fallið í gleymskunnar dá. Hættan sé meira sálfræðileg en raunveruleg, þar sem hún sé ekki smitvaldur og bit hennar séu að stærstum hluta meinlaus. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um málið. Frakkland Skordýr Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
„Síðsumars sjáum við alltaf mikla aukningu á veggjalús,“ segir Jean-Michel Berenger, skordýrafræðingur við sjúkrahúsið í Marseille og helsti sérfræðingur Frakka í veggjalús. „Það er vegna þess að fólk hefur verið að ferðast í júlí og ágúst og flytur hana til baka í farangrinum sínum,“ bætir hann við. Berenger segir aukninguna verða meiri ár frá ári og þannig er eðlilegt að fólk verði vart við pestina. Samkvæmt könnunum hefur einn af hverjum tíu Parísarbúum þurft að takast á við vandann á síðustu fimm árum. Frásagnir af veggjalús í kvikmyndahúsum og um borð í lestum hafa ratað á samfélagsmiðla. Þær hafa ekki verið sannaðar en bæði borgaryfirvöld og stjórnvöld í Frakklandi virðast taka þær alvarlega, enda stendur til að halda Ólympíuleika í höfuðborginni á næsta ári. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðast samfélagsmiðlar þó vera að hafa þau áhrif að það sem var eitt sinn hefðbundið umfjöllunarefni franskra miðla í gúrkutíð á haustmánuðum er nú orðið að þjóðaröryggismáli. Berenger segir nýjan þátt hafa bæst við veggjalúsajöfnuna; múgæsingu. „Þetta er gott að því leiti að þetta gerir fólk meðvitað um vandann og því fyrr sem þú grípur til aðgerða gegn veggjalús því betra. En vandamálið hefur verið ýkt,“ segir hann. Veggjalúsin er meira áberandi en áður þar sem fólk og varningur ferðast meira um og þar sem mörg þeirra efna sem voru notuð til að halda henni í skefjum hafa verið bönnuð. Þá eru veggjalýs nútímans afkomendur þeirra sem lifðu efnaárásirnar og mögulega ónæmari en forfeður sínir. Aukið hreinlæti hefur auk þess dregið verulega úr fjölda kakkalakka, sem héldu veggjalúsinni í skefjum. Berenger segir fólk „panikka“ yfir veggjalúsinni í dag þar sem hún hefur eiginlega fallið í gleymskunnar dá. Hættan sé meira sálfræðileg en raunveruleg, þar sem hún sé ekki smitvaldur og bit hennar séu að stærstum hluta meinlaus. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um málið.
Frakkland Skordýr Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira