Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2023 10:49 Sjáland var opnaður í maí 2020. vísir/Vilhelm Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. Húsnæðið er í eigu Arnarnesvogs ehf. sem hefur leigt veitingareksturinn til Gourmet ehf. Groumet ehf. er í eigu Stefáns Magnússonar sem hefur jafnframt komið að rekstri Reykjavík Meat og Mathúsi Garðabæjar. Símon Sigurður Pálsson, einn eigenda Arnarnesvogs, segir veitingastaðnum hafa verið lokað í fyrradag. Veitingastaðurinn hafi verið settur í þrot vegna skattaskuldar. Við það tilefni hafi skiptastjóri tekið húsnæðið í heild yfir. Þessi miði blasir við þeim sem mæta á Sjáland í dag.Vísir „Skiptastjóri hefur umsjón með öllu innandyra. Stefán Magnússon á húsgögn þar inni, borð og stóla,“ segir Símon Sigurður. Hræðileg staða komin upp Sjáland var að einhverju leyti tvískiptur staður. Veitingastaður öðru megin og svo veislusalur hinu megin þó stundum hafi starfsemi flætt á milli rýma. Veislusalurinn var leigður út fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og fleira. Símon Sigurður segir stöðuna sem upp sé komin alveg hræðilega. „Það eru margar giftingar fram undan,“ segir Símon Sigurður. Allt sé dálítið upp í loft og óvíst hvenær eigendur húsnæðisins fá það aftur í sínar hendur. „Vonandi tekur þetta sem stystan tíma. Það eru margir sem vilja þarna inn enda er þetta góður staður.“ Eigendur Arnarnesvogar ehf. og Gourmet ehf. hafa deilt um húsaleigu um nokkra hríð meðal annars vegar ástandsins sem skapaðist í kórónuveirufaraldrinum. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að eigendur Arnarnesvogar ehf. hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Gjaldþrot Garðabær Veitingastaðir Brúðkaup Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Húsnæðið er í eigu Arnarnesvogs ehf. sem hefur leigt veitingareksturinn til Gourmet ehf. Groumet ehf. er í eigu Stefáns Magnússonar sem hefur jafnframt komið að rekstri Reykjavík Meat og Mathúsi Garðabæjar. Símon Sigurður Pálsson, einn eigenda Arnarnesvogs, segir veitingastaðnum hafa verið lokað í fyrradag. Veitingastaðurinn hafi verið settur í þrot vegna skattaskuldar. Við það tilefni hafi skiptastjóri tekið húsnæðið í heild yfir. Þessi miði blasir við þeim sem mæta á Sjáland í dag.Vísir „Skiptastjóri hefur umsjón með öllu innandyra. Stefán Magnússon á húsgögn þar inni, borð og stóla,“ segir Símon Sigurður. Hræðileg staða komin upp Sjáland var að einhverju leyti tvískiptur staður. Veitingastaður öðru megin og svo veislusalur hinu megin þó stundum hafi starfsemi flætt á milli rýma. Veislusalurinn var leigður út fyrir brúðkaupsveislur, tónleika og fleira. Símon Sigurður segir stöðuna sem upp sé komin alveg hræðilega. „Það eru margar giftingar fram undan,“ segir Símon Sigurður. Allt sé dálítið upp í loft og óvíst hvenær eigendur húsnæðisins fá það aftur í sínar hendur. „Vonandi tekur þetta sem stystan tíma. Það eru margir sem vilja þarna inn enda er þetta góður staður.“ Eigendur Arnarnesvogar ehf. og Gourmet ehf. hafa deilt um húsaleigu um nokkra hríð meðal annars vegar ástandsins sem skapaðist í kórónuveirufaraldrinum. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að eigendur Arnarnesvogar ehf. hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins.
Gjaldþrot Garðabær Veitingastaðir Brúðkaup Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira