„Helvítis harmonikkuþjófarnir“ Pálmi Gunnarsson skrifar 4. október 2023 15:00 „Helvítis harmonikkuþjófarnir stálu nikkunni minn, já þetta eru bara harmonikkumorðingjar.“ Stefáni heitnum í Möðrudal lá hátt rómurinn og ekki að ósekju, hans dýrasta djásni, nikkunni hafði verið stolið, eða öllu heldur, hún hafði verið myrt. Sem betur fer var til ein ítölsk í Rín þannig að skaðinn var að einhverju leyti bættur. Af hverju dettur mér þessi saga í hug núna á meðan ég hlusta á talsmann norsk-íslenska fyrirtækisins Artic Fish vaða elginn um ágæti sjókvíaeldis í útvarpsþættinum Sprengisandi? Jú, sumt verður ekki bætt. Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við. Eyðingu regnskóga sem hafa verið kallaðir lungu jarðarinnar og sjá okkur fyrir hreinu lofti má stöðva og draga má úr loftmengun af mannavöldum. Við getum, ef viljinn er fyrir hendi, þrifið upp eftir okkur skítinn og, ef vitið bregst okkur ekki, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem blasir við. Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Allt ferlið frá upphafi síðustu sjókvíaeldisbylgju er öllum til vamms sem að hafa komið. Í stað þess að fara öruggu leiðina í sátt við náttúruna var ætt af stað. Leyfin fengust fyrir slikk og regluverkið var í molum. Stjórnvöld og stofnanir sem hefðu umsvifalaust átt að spyrna við fótum gerðu lítið annað en blessa framtak norsk-íslensku eldisfyrirtækjanna. Öllum varnaðarorðum sem byggðu á reynslu annarra þjóða var því miður sópað undir teppið. Ég vil Vestfirðingum og Austfirðingum vel og svíður til dæmis hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með hinar dreifðu byggðir landsins á liðnum áratugum. Að því sögðu dettur mér ekki í hug að firra Vestfirðinga, Austfirðinga eða Íslendinga yfir höfuð ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. Okkur ber að vernda einstaka náttúru landsins en höfum brugðist þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum. Í fyrrnefndum útvarpsþætti var talsmanni Artic Fish tíðrætt um bláa akurinn sem sjórinn í öllu sínu veldi vissulega er. Það er hinsvegar ekki talin góð akuryrkja að sá illgresi í frjóa mold en það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á, á okkar bláa akri. Ómældur úrgangur frá tugþúsundum laxa og fóðurleifar, ásamt lúsalyfjanotkun er það sem við horfum nú upp á menga umhverfið, og svo eru sleppilaxar búnir að hertaka fjölda laxveiðiáa, ógnandi tilveru villta laxins. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa gjarnan slegið um sig með „hungruðum heimi“ sem gæti ekki án eldislaxins verið, mantra sem fyrir löngu er búið að sanna að á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hér gildir eins og svo oft áður að endurtaka möntruna nógu oft í þeirri von að fólk fari að trúa henni. Lax alinn í sjókvíum er ekki búinn til fyrir hungraðan heim heldur þá sem hafa efni á að kaupa sér í matinn. Hinsvegar gæti loðnan og annað sjávarfang sem fer ásamt sojabaunum í að framleiða fóðrið í laxinn gagnast hungruðum heimi á viðráðanlegu verði. Og til að skemmta skrattanum enn frekar eru regnskógar ruddir hægri vinstri fyrir fóðrið í laxinn, sojabaunir. Ég hef á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma! Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
„Helvítis harmonikkuþjófarnir stálu nikkunni minn, já þetta eru bara harmonikkumorðingjar.“ Stefáni heitnum í Möðrudal lá hátt rómurinn og ekki að ósekju, hans dýrasta djásni, nikkunni hafði verið stolið, eða öllu heldur, hún hafði verið myrt. Sem betur fer var til ein ítölsk í Rín þannig að skaðinn var að einhverju leyti bættur. Af hverju dettur mér þessi saga í hug núna á meðan ég hlusta á talsmann norsk-íslenska fyrirtækisins Artic Fish vaða elginn um ágæti sjókvíaeldis í útvarpsþættinum Sprengisandi? Jú, sumt verður ekki bætt. Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við. Eyðingu regnskóga sem hafa verið kallaðir lungu jarðarinnar og sjá okkur fyrir hreinu lofti má stöðva og draga má úr loftmengun af mannavöldum. Við getum, ef viljinn er fyrir hendi, þrifið upp eftir okkur skítinn og, ef vitið bregst okkur ekki, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem blasir við. Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Allt ferlið frá upphafi síðustu sjókvíaeldisbylgju er öllum til vamms sem að hafa komið. Í stað þess að fara öruggu leiðina í sátt við náttúruna var ætt af stað. Leyfin fengust fyrir slikk og regluverkið var í molum. Stjórnvöld og stofnanir sem hefðu umsvifalaust átt að spyrna við fótum gerðu lítið annað en blessa framtak norsk-íslensku eldisfyrirtækjanna. Öllum varnaðarorðum sem byggðu á reynslu annarra þjóða var því miður sópað undir teppið. Ég vil Vestfirðingum og Austfirðingum vel og svíður til dæmis hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með hinar dreifðu byggðir landsins á liðnum áratugum. Að því sögðu dettur mér ekki í hug að firra Vestfirðinga, Austfirðinga eða Íslendinga yfir höfuð ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. Okkur ber að vernda einstaka náttúru landsins en höfum brugðist þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum. Í fyrrnefndum útvarpsþætti var talsmanni Artic Fish tíðrætt um bláa akurinn sem sjórinn í öllu sínu veldi vissulega er. Það er hinsvegar ekki talin góð akuryrkja að sá illgresi í frjóa mold en það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á, á okkar bláa akri. Ómældur úrgangur frá tugþúsundum laxa og fóðurleifar, ásamt lúsalyfjanotkun er það sem við horfum nú upp á menga umhverfið, og svo eru sleppilaxar búnir að hertaka fjölda laxveiðiáa, ógnandi tilveru villta laxins. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa gjarnan slegið um sig með „hungruðum heimi“ sem gæti ekki án eldislaxins verið, mantra sem fyrir löngu er búið að sanna að á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hér gildir eins og svo oft áður að endurtaka möntruna nógu oft í þeirri von að fólk fari að trúa henni. Lax alinn í sjókvíum er ekki búinn til fyrir hungraðan heim heldur þá sem hafa efni á að kaupa sér í matinn. Hinsvegar gæti loðnan og annað sjávarfang sem fer ásamt sojabaunum í að framleiða fóðrið í laxinn gagnast hungruðum heimi á viðráðanlegu verði. Og til að skemmta skrattanum enn frekar eru regnskógar ruddir hægri vinstri fyrir fóðrið í laxinn, sojabaunir. Ég hef á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma! Höfundur er tónlistarmaður.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun