Stelpurnar enn á ný settar til hliðar hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 09:00 Enska landsliðskonan Ella Toone gengur niðurlút framhjá bikarnum eftir úrslitaleik HM í sumar. Getty/Daniela Porcelli Yfirmenn Alþjóðaknattspyrnusambands eru búnir að ákveða var HM karla fer fram eftir sjö ár en enginn veit enn hvar stelpurnar eiga keppa um heimsmeistaratitilinn næst. Kvennafótboltinn er í mikilli sókn í heiminum eins og sést á frábæri mætingu á leiki sem fara nú loksins fram mun oftar á stóru leikvöngum félaganna. Heimsmeistaramót kvenna fékk sviðsljósið í sumar og áhorfendametin falla víðs vegar um heiminn. Í gær var tilkynnt hvaða þjóðir muni halda HM 2030 eða þarnæstu heimsmeistarakeppni karlanna. HM 2026 hjá körlunum fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en HM 2030 verður haldið á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess að opnunarleikirnir þrír verða spilaðir í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmæli heimsmeistarakeppninnar. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Allt í góðu með það. Vandamálið er bara að það er enn ekki búið að ákveða hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna fer fram. Það er ekkert skrítið að sumir hafi bent á þessa fáránlegu staðreynd. HM var haldið í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar og fer næst fram árið 2027. En hvar? Fjögur framboð hafa verið borin undir FIFA en það verður ekki fyrr en 8. desember sem þau verða lögð formlega fram. Belgía, Þýskaland og Holland vilja halda mótið saman. Brasilía og Suður-Afríka vilja bæði halda mótið en frekar stutt er síðan þau héldu karlamótið, Suður-Afríka 2010 og Brasilía 2014. Mexíkó og Bandaríkin vilja líka halda mótið saman. Það mun síðan ekki koma í ljós fyrr en 17. maí á næsta ári hvar HM kvenna 2027 mun fara fram en þá fer fram ársþing FIFA. Það er ótrúlegt að sjö mánuðum eftir að ákveðið hvar HM karla eftir sjö ár fari fram verður enn ekki ljóst hvar HM eftir rúm þrjú ár fari fram hjá konunum. FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Kvennafótboltinn er í mikilli sókn í heiminum eins og sést á frábæri mætingu á leiki sem fara nú loksins fram mun oftar á stóru leikvöngum félaganna. Heimsmeistaramót kvenna fékk sviðsljósið í sumar og áhorfendametin falla víðs vegar um heiminn. Í gær var tilkynnt hvaða þjóðir muni halda HM 2030 eða þarnæstu heimsmeistarakeppni karlanna. HM 2026 hjá körlunum fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en HM 2030 verður haldið á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess að opnunarleikirnir þrír verða spilaðir í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmæli heimsmeistarakeppninnar. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Allt í góðu með það. Vandamálið er bara að það er enn ekki búið að ákveða hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna fer fram. Það er ekkert skrítið að sumir hafi bent á þessa fáránlegu staðreynd. HM var haldið í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar og fer næst fram árið 2027. En hvar? Fjögur framboð hafa verið borin undir FIFA en það verður ekki fyrr en 8. desember sem þau verða lögð formlega fram. Belgía, Þýskaland og Holland vilja halda mótið saman. Brasilía og Suður-Afríka vilja bæði halda mótið en frekar stutt er síðan þau héldu karlamótið, Suður-Afríka 2010 og Brasilía 2014. Mexíkó og Bandaríkin vilja líka halda mótið saman. Það mun síðan ekki koma í ljós fyrr en 17. maí á næsta ári hvar HM kvenna 2027 mun fara fram en þá fer fram ársþing FIFA. Það er ótrúlegt að sjö mánuðum eftir að ákveðið hvar HM karla eftir sjö ár fari fram verður enn ekki ljóst hvar HM eftir rúm þrjú ár fari fram hjá konunum.
FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira