Hvað gerðist síðast þegar Gylfi Þór spilaði fyrir landsliðið? Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Dönum á Parken þann 15.nóvember árið 2020. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, hefur á nýjan leik verið valinn í íslenska landsliðið og gæti spilað sinn fyrsta landsleik síðan í nóvember árið 2020 í næstu viku er Ísland mætir Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Gylfi Þór á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað 25 mörk. Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á bæði stórmótin sem liðið hefur tryggt sér sæti á, EM 2016 og HM 2018. Það var þann 15. nóvember á því herrans ári 2020 sem Gylfi Þór spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Sá leikur fór fram á Parken og var gegn Dönum í Þjóðadeild UEFA. Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands í leiknum og bar fyrirliðabandið en Ísland lenti undir snemma leiks, nánar tiltekið á 12.mínútu þegar að Christian Eriksen kom Dönum yfir með marki úr vítaspyrnu. Annað mark leiksins lét bíða eftir sér en það kom þó á endanum og þá blessunarlega Íslands megin. Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki á 85.mínútu. Það var hins vegar nægur tími fyrir Dani til þess að komast aftur yfir og aftur var það Christian Eriksen sem var þar á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu. Grátlegt 2-1 tap var því niðurstaðan síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu. „Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur“ Það var í gær sem endurkoma Gylfa Þórs í íslenska landsliðið var staðfest. KSÍ opinberaði landsliðshópinn sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði valið fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi, leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Åge sagði á blaðamannafundi í gær að hann vilji hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Af hverju þessi langi tími milli leikja? Ástæðan fyrir því að Gylfi Þór hefur ekki leikið landsleik fyrir Íslands hönd síðan í nóvember árið 2020 er helst sú að hann var handtekinn vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í júlí árið 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Málið hefur nú verið látið niður falla og er Gylfi Þór kominn á fullt í að koma atvinnumannaferli sínum aftur af stað. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og spilar þar með liðinu undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar sem var einmitt aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu síðast þegar Gylfi Þór spilaði landsleik. Freyr Alexandersson og Erik Hamren mynduðu þjálfarateymi Íslands síðast þegar Gylfi Þór lék með landsliðinuGetty/Salih Zeki Fazlioglu Nú er Gylfi Þór að fara aftur af stað með sinn landsliðsferil og hefur hann greint frá þvi að hann stefni á að slá markamet íslenska landsliðsins sem er í eigu Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Metið stendur í 26 mörkum og þyrfti Gylfi Þór að skora tvö mörk til viðbótar með landsliðinu til þess að slá það. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Sjá meira
Gylfi Þór á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað 25 mörk. Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á bæði stórmótin sem liðið hefur tryggt sér sæti á, EM 2016 og HM 2018. Það var þann 15. nóvember á því herrans ári 2020 sem Gylfi Þór spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Sá leikur fór fram á Parken og var gegn Dönum í Þjóðadeild UEFA. Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands í leiknum og bar fyrirliðabandið en Ísland lenti undir snemma leiks, nánar tiltekið á 12.mínútu þegar að Christian Eriksen kom Dönum yfir með marki úr vítaspyrnu. Annað mark leiksins lét bíða eftir sér en það kom þó á endanum og þá blessunarlega Íslands megin. Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki á 85.mínútu. Það var hins vegar nægur tími fyrir Dani til þess að komast aftur yfir og aftur var það Christian Eriksen sem var þar á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu. Grátlegt 2-1 tap var því niðurstaðan síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu. „Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur“ Það var í gær sem endurkoma Gylfa Þórs í íslenska landsliðið var staðfest. KSÍ opinberaði landsliðshópinn sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði valið fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi, leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Åge sagði á blaðamannafundi í gær að hann vilji hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Af hverju þessi langi tími milli leikja? Ástæðan fyrir því að Gylfi Þór hefur ekki leikið landsleik fyrir Íslands hönd síðan í nóvember árið 2020 er helst sú að hann var handtekinn vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í júlí árið 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Málið hefur nú verið látið niður falla og er Gylfi Þór kominn á fullt í að koma atvinnumannaferli sínum aftur af stað. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og spilar þar með liðinu undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar sem var einmitt aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu síðast þegar Gylfi Þór spilaði landsleik. Freyr Alexandersson og Erik Hamren mynduðu þjálfarateymi Íslands síðast þegar Gylfi Þór lék með landsliðinuGetty/Salih Zeki Fazlioglu Nú er Gylfi Þór að fara aftur af stað með sinn landsliðsferil og hefur hann greint frá þvi að hann stefni á að slá markamet íslenska landsliðsins sem er í eigu Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Metið stendur í 26 mörkum og þyrfti Gylfi Þór að skora tvö mörk til viðbótar með landsliðinu til þess að slá það.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Sjá meira