Útfararþjónusta fyrir raftæki Hildur Mist Friðjónsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke skrifa 5. október 2023 13:30 Margir kannast við það að eiga lager af raftækjum sem hafa dagað uppi í skúffum og skápum á heimilinu. Allt frá fótanuddtækjum til brauðvéla og sous vide tækja, að ógleymdum tölvum og símum. Þessi tæki eru góðar heimildir um tískubylgjur síðustu ára því eitt sinn voru þau vinsæl og eftirsótt en núna taka þau aðallega pláss á heimilinu. Raftæki eru orðin órjúfanlegur partur af lífi flestra en ekki allir vita að þessi tæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Raftækjaúrgangur er einnig sá straumur heimilisúrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og aðeins lítill hluti þessara tækja skilar sér til endurvinnslu. Mikilvægt er að bregðast við þessum áskorunum sem fyrst en hvað er hægt að gera? Hvernig er best að hvetja fólk til að koma gömlum og ónýtum raftækjum í réttan farveg í stað þess að geyma þau í skúffum og skápum? Hvernig er hægt að hvetja fólk og fyrirtæki til að fara með raftæki í viðgerð? Gætu nágrannar samnýtt raftæki? Hvernig er mögulegt að útfæra það? Má nýta gömul raftæki til einhverskonar listsköpunar? Er hægt að koma raftækjum sem fyrirtæki eru hætt að nota í áframhaldandi notkun annarsstaðar? Hvernig er hægt að stuðla að betri flokkun og endurvinnslu raftækja? Er gerlegt að finna lausnir á ofangreindum vandamálum eða þarf jafnvel að koma á fót útfararþjónustu fyrir raftæki*? Þessar áskoranir og fleiri verða teknar fyrir á Tækjaþoni – tveggja daga hugmyndasamkeppni um lausnir gegn raftækjasóun sem haldin verður dagana 13. og 14. október. Viðburðurinn er opinn öllum, það er frítt inn, veitingar í boði og vegleg verðlaun fyrir hugmyndina sem hreppir fyrsta sætið. Komdu á Tækjaþon og skapaðu lausnir gegn raftækjasóun. Skráning er nauðsynleg og fer fram á samangegnsoun.is. Tækjaþon er samstarfsverkefni Saman gegn sóun, Sorpu, Úrvinnslusjóðs, Tækniskólans og fleiri aðila. *Útfararþjónusta fyrir raftæki er ein af óteljandi hugmyndum sem kom fram á hagsmunaaðilafundi um raftæki sem fór fram í maí síðastliðnum. Höfundar eru Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorpa Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Sjá meira
Margir kannast við það að eiga lager af raftækjum sem hafa dagað uppi í skúffum og skápum á heimilinu. Allt frá fótanuddtækjum til brauðvéla og sous vide tækja, að ógleymdum tölvum og símum. Þessi tæki eru góðar heimildir um tískubylgjur síðustu ára því eitt sinn voru þau vinsæl og eftirsótt en núna taka þau aðallega pláss á heimilinu. Raftæki eru orðin órjúfanlegur partur af lífi flestra en ekki allir vita að þessi tæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Raftækjaúrgangur er einnig sá straumur heimilisúrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og aðeins lítill hluti þessara tækja skilar sér til endurvinnslu. Mikilvægt er að bregðast við þessum áskorunum sem fyrst en hvað er hægt að gera? Hvernig er best að hvetja fólk til að koma gömlum og ónýtum raftækjum í réttan farveg í stað þess að geyma þau í skúffum og skápum? Hvernig er hægt að hvetja fólk og fyrirtæki til að fara með raftæki í viðgerð? Gætu nágrannar samnýtt raftæki? Hvernig er mögulegt að útfæra það? Má nýta gömul raftæki til einhverskonar listsköpunar? Er hægt að koma raftækjum sem fyrirtæki eru hætt að nota í áframhaldandi notkun annarsstaðar? Hvernig er hægt að stuðla að betri flokkun og endurvinnslu raftækja? Er gerlegt að finna lausnir á ofangreindum vandamálum eða þarf jafnvel að koma á fót útfararþjónustu fyrir raftæki*? Þessar áskoranir og fleiri verða teknar fyrir á Tækjaþoni – tveggja daga hugmyndasamkeppni um lausnir gegn raftækjasóun sem haldin verður dagana 13. og 14. október. Viðburðurinn er opinn öllum, það er frítt inn, veitingar í boði og vegleg verðlaun fyrir hugmyndina sem hreppir fyrsta sætið. Komdu á Tækjaþon og skapaðu lausnir gegn raftækjasóun. Skráning er nauðsynleg og fer fram á samangegnsoun.is. Tækjaþon er samstarfsverkefni Saman gegn sóun, Sorpu, Úrvinnslusjóðs, Tækniskólans og fleiri aðila. *Útfararþjónusta fyrir raftæki er ein af óteljandi hugmyndum sem kom fram á hagsmunaaðilafundi um raftæki sem fór fram í maí síðastliðnum. Höfundar eru Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun