Danskir ellilífeyrisþegar mala gull á megrunarlyfjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:29 Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu og Danir njóta vel. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Ofsagróði danska lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk vegna sölu þess á megrunalyfinu Wegovy mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslegan uppgang í Danmörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjölmarga Dani sem eru hluthafar í fyrirtækinu. Hagfræðingur segir þó ýmsar hættur felast í ástandinu fyrir efnahag Dana. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters fréttaveitunnar sem gerir ofsagróða NovoNordisk að umfjöllunarefni sínu. Þar er haft eftir danska hagfræðingnum Lars Christensen að það sé í raun líkt og Danir hafi fundið gull. Eins og fram hefur komið njóta lyfin gríðarlegra vinsælda og er Novo Nordisk nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyf fyrirtækisins Ozempic og Saxenda hafa svipaða virkni og njóta einnig gríðarlegra vinsælda. „Við höfum einfaldlega fundið gullæð,“ hefur Reuters eftir Lars Christiansen, hagfræðingi. Hann segir dönsku þjóðina njóta ávaxta hagnaðar fyrirtækisins sérstaklega mikið þar sem gríðarlegur fjöldi landsmanna eigi hlut í fyrirtækinu. „En í því er jafnframt fólgin gríðarlega mikil áhætta. Bæði vegna þess að um er að ræða stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði en líka út af áhrifum þess á samfélagið okkar,“ hefur Reuters eftir hagfræðingnum. Hann segir áhrif velgengni fyrirtækisins á danskt samfélag ótvíræð og nefnir sem dæmi fjölda eldri borgara sem séu hluthafar í fyrirtækinu. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa þrefaldast í verði síðan megrunarlyfið kom út í júní 2021. Danmörk Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters fréttaveitunnar sem gerir ofsagróða NovoNordisk að umfjöllunarefni sínu. Þar er haft eftir danska hagfræðingnum Lars Christensen að það sé í raun líkt og Danir hafi fundið gull. Eins og fram hefur komið njóta lyfin gríðarlegra vinsælda og er Novo Nordisk nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyf fyrirtækisins Ozempic og Saxenda hafa svipaða virkni og njóta einnig gríðarlegra vinsælda. „Við höfum einfaldlega fundið gullæð,“ hefur Reuters eftir Lars Christiansen, hagfræðingi. Hann segir dönsku þjóðina njóta ávaxta hagnaðar fyrirtækisins sérstaklega mikið þar sem gríðarlegur fjöldi landsmanna eigi hlut í fyrirtækinu. „En í því er jafnframt fólgin gríðarlega mikil áhætta. Bæði vegna þess að um er að ræða stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði en líka út af áhrifum þess á samfélagið okkar,“ hefur Reuters eftir hagfræðingnum. Hann segir áhrif velgengni fyrirtækisins á danskt samfélag ótvíræð og nefnir sem dæmi fjölda eldri borgara sem séu hluthafar í fyrirtækinu. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa þrefaldast í verði síðan megrunarlyfið kom út í júní 2021.
Danmörk Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira