Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 14:59 Formaður nefndar sem kannaði Vöggustofuna Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins segir hafið yfir vafa að dvölin þar hafi haft áhrif á fólk. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur dag þar sem nefnd sem hefur kynnt sér vöggustofunnar greindi frá niðurstöðu skýrslu sinnar. Kjartan Björgvinsson, formaður nefndarinnar sagði hafið yfir vafa að vera á vöggustofunum hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur á vöggustofunum látist. Til samanburðar var dánartíðni einungis 8,4 prósent þegar allir Íslendingar fæddir 1949 til 1973 voru skoðaðir. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar hér. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Þar að auki eru fyrrum vöggustofubörn einnig mun líklegri til að hafa orðið öryrkjar fyrir 48 ára aldur, 17 prósent samanborið við 8,6 prósent jafnaldra þeirra. Börnin alist upp í fábreyttu umhverfi Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, fjallaði um aðstæður barna á vöggustofunum. Þarna hafi börn á fyrsta ári verið, upp í börn á fjórða ári. Hún útskýrði að á þeim tíma séu börn mjög næm. Umhverfið á vöggustofunum gat því haft mikil áhrif á þau. Þar að auki voru mörg börn vistuð þarna í marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gerð aðgengileg og niðurstöður hennar kynntarHelena Rós Urður segir að umhverfið á vöggustofunum hafi verið fábreytt, það hafi einkennst af hvítum stofum og þá hafi starfsfólk yfirleitt verið í hvítum klæðum. Þá hafi verið lítið um leikföng fyrir börnin og þau fengið litla útiveru. Að mati Urðar hefur slíkt haft mikil áhrif á þroska barnanna. Heimsóknir til barnanna hafi einungis verið í gegnum gler. Í erindi sínu sagði Urður að slíkt geti orsakað tengslarof. Einnig nefndi hún að börnin hafi fengið maukaðan mat og þau mötuð óháð aldri. Það geti einnig haft áhrif á þroska þeirra. Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um ástæðu þess að börn hafi verið vistuð á vöggustofunum. Ýmsar ástæður hafi verið fyrir vistun þeirra, en í mörgum tilfellum hafi ástæðan ekki verið skráð. Því óljóst um ástæðu veru margra barnanna á vöggustofunum. Meðlimir nefndarinnar ásamt borgarstjóra: Ellý Þorsteinsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Urður Njarðvík, og Dagur B. EggertssonHelena Rós Leggja til að fólkið fái bætur Nefndin lagði til hugmyndir um viðbrögð stjórnvalda við þessum niðurstöðum. Á meðal hugmynda sem þau minntust á voru bótagreiðslur til þeirra sem dvöldu á vöggustofunum, og þá minntust þau einnig á geðheilbrigðis- og sálfræðiaðstoð til þessara einstaklinganna. Á fundinum var ekki rætt frekar um útfærslu þessara mögulegu aðgerða. Börn og uppeldi Reykjavík Vöggustofur í Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur dag þar sem nefnd sem hefur kynnt sér vöggustofunnar greindi frá niðurstöðu skýrslu sinnar. Kjartan Björgvinsson, formaður nefndarinnar sagði hafið yfir vafa að vera á vöggustofunum hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur á vöggustofunum látist. Til samanburðar var dánartíðni einungis 8,4 prósent þegar allir Íslendingar fæddir 1949 til 1973 voru skoðaðir. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar hér. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Þar að auki eru fyrrum vöggustofubörn einnig mun líklegri til að hafa orðið öryrkjar fyrir 48 ára aldur, 17 prósent samanborið við 8,6 prósent jafnaldra þeirra. Börnin alist upp í fábreyttu umhverfi Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, fjallaði um aðstæður barna á vöggustofunum. Þarna hafi börn á fyrsta ári verið, upp í börn á fjórða ári. Hún útskýrði að á þeim tíma séu börn mjög næm. Umhverfið á vöggustofunum gat því haft mikil áhrif á þau. Þar að auki voru mörg börn vistuð þarna í marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gerð aðgengileg og niðurstöður hennar kynntarHelena Rós Urður segir að umhverfið á vöggustofunum hafi verið fábreytt, það hafi einkennst af hvítum stofum og þá hafi starfsfólk yfirleitt verið í hvítum klæðum. Þá hafi verið lítið um leikföng fyrir börnin og þau fengið litla útiveru. Að mati Urðar hefur slíkt haft mikil áhrif á þroska barnanna. Heimsóknir til barnanna hafi einungis verið í gegnum gler. Í erindi sínu sagði Urður að slíkt geti orsakað tengslarof. Einnig nefndi hún að börnin hafi fengið maukaðan mat og þau mötuð óháð aldri. Það geti einnig haft áhrif á þroska þeirra. Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um ástæðu þess að börn hafi verið vistuð á vöggustofunum. Ýmsar ástæður hafi verið fyrir vistun þeirra, en í mörgum tilfellum hafi ástæðan ekki verið skráð. Því óljóst um ástæðu veru margra barnanna á vöggustofunum. Meðlimir nefndarinnar ásamt borgarstjóra: Ellý Þorsteinsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Urður Njarðvík, og Dagur B. EggertssonHelena Rós Leggja til að fólkið fái bætur Nefndin lagði til hugmyndir um viðbrögð stjórnvalda við þessum niðurstöðum. Á meðal hugmynda sem þau minntust á voru bótagreiðslur til þeirra sem dvöldu á vöggustofunum, og þá minntust þau einnig á geðheilbrigðis- og sálfræðiaðstoð til þessara einstaklinganna. Á fundinum var ekki rætt frekar um útfærslu þessara mögulegu aðgerða.
Börn og uppeldi Reykjavík Vöggustofur í Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira