Fitubjúgur fær litla athygli hér á land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2023 20:06 Jóhanna er að fara í þriðju aðgerðina á sjúkrahúsi í Svíþjóð hjá íslenskum lækni vegna Fitubjúgsins. Henni finnst gott að opna sig með sjúkdóminn, sem hún segir að eigi ekki að vera feimnismál. Aðsend Fitubjúgur er sjúkdómur, sem fær litla athygli hér á landi á sama tíma og tíðni hans er um 11 prósent í löndunum í kringum okkur en hann leggst aðallega á konur. Geitabóndi í Borgarfirði hefur þurft að fara í tvær aðgerðir á sjúkrahúsi í Svíþjóð til að láta „tappa“ af sér 23 kílóum af fitu og er á leiðinni í þriðju ferðina. Á bænum Háafelli í Borgarfirði er Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir geitabóndi með fjölskyldu sinni en þau eru með stórt og myndarlegt geitabú. Jóhanna vinnur fjölbreyttar afurðir úr geitamjólkinni eins og til dæmis ís, sápur og geitapylsur. Jóhanna er með sjúkdóm, sem hefur ekki mikið verið talað um hér á landi en það er Fitubjúgur, sem er ekki enn viðurkenndur af stjórnvöldum enda taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í aðgerðum vegna sjúkdómsins. Jóhanna á sex börn þar sem fimm þeirra eru fædd á sex á hálfu ári en á þeim tíma hlóðust á hana um 50 kíló, aðallega utan um mjaðmirnar og á upphandleggi, sem var fita, sem ekki var hægt að losna við. „Og mér fannst þetta svolítið ósanngjarnt alltaf því ég er lítil kyrrsetu kona og ég er mikið á hreyfingu og borða ekki mjög óhollt og stundum kvarta börnin mín yfir því að ég gefi mér aldrei tíma til að éta,“ segir Jóhanna. Jóhanna að mjólka geiturnar sínar en um 40 geitur eru mjólkaðar þar á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna segist að fitubjúgur sé genagalli, sem leggst á konur og er og er hormónatengdur. „Þú getur ekki hlaupið hana af þér, það er alveg sama hvaða megrunaraðferð þú gerir, þú getur ekki megrað þetta af þér með mataræði, þetta er bara fast. Einkennin eru miklir marblettir, maður merst við hvað sem er og það eru mjög mikil eymsli í fótunum, allskonar bólguþrimlar. Þessi fita er hnjóskótt, hún er ekki svona slétt og mjúk,“ segir Jóhanna. Jóhanna hefur nú farið tvisvar til sérfræðings á sjúkrahúsi til Svíþjóðar, sem sérhæfir sig í fitusogi og er á leiðinni í þriðja fitusogið á næstu dögum en í hver aðgerð kostar rúmlega eina milljón króna. „Það er þá sprautað inn volgu vatni með einhverjum steinefnum til þess að losa gölluðu fituna frá heila vefnum og svo er fitan soguð út. Og í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna. „Í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna.Aðsend Og Jóhanna segir að það séu ótrúlegar margar konur á Íslandi með fitubjúg, miklu fleiri en hún hefði áttað sig á og hafa þær stofnað sérstakan hóp á Facebook þar sem þær miðla reynslu sinni af sjúkdómnum. „Heimilislæknirinn minn núna segir að það sé ekki nema eitt ár síðan hún heyrði af þessum sjúkdóm fyrst og það á við flesta heilbrigðisstarfsmenn, sem ég þekki, það er svona ár síðan að þessi sjúkdómur fór að vera opinberlega nefndur,“ segir Jóhanna geitabóndi á Háafelli. Hluti af fitunni, sem var soguð út í einni aðgerðinni í Svíþjóð.Aðsend Borgarbyggð Heilbrigðismál Landbúnaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Á bænum Háafelli í Borgarfirði er Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir geitabóndi með fjölskyldu sinni en þau eru með stórt og myndarlegt geitabú. Jóhanna vinnur fjölbreyttar afurðir úr geitamjólkinni eins og til dæmis ís, sápur og geitapylsur. Jóhanna er með sjúkdóm, sem hefur ekki mikið verið talað um hér á landi en það er Fitubjúgur, sem er ekki enn viðurkenndur af stjórnvöldum enda taka Sjúkratryggingar Íslands ekki þátt í aðgerðum vegna sjúkdómsins. Jóhanna á sex börn þar sem fimm þeirra eru fædd á sex á hálfu ári en á þeim tíma hlóðust á hana um 50 kíló, aðallega utan um mjaðmirnar og á upphandleggi, sem var fita, sem ekki var hægt að losna við. „Og mér fannst þetta svolítið ósanngjarnt alltaf því ég er lítil kyrrsetu kona og ég er mikið á hreyfingu og borða ekki mjög óhollt og stundum kvarta börnin mín yfir því að ég gefi mér aldrei tíma til að éta,“ segir Jóhanna. Jóhanna að mjólka geiturnar sínar en um 40 geitur eru mjólkaðar þar á hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna segist að fitubjúgur sé genagalli, sem leggst á konur og er og er hormónatengdur. „Þú getur ekki hlaupið hana af þér, það er alveg sama hvaða megrunaraðferð þú gerir, þú getur ekki megrað þetta af þér með mataræði, þetta er bara fast. Einkennin eru miklir marblettir, maður merst við hvað sem er og það eru mjög mikil eymsli í fótunum, allskonar bólguþrimlar. Þessi fita er hnjóskótt, hún er ekki svona slétt og mjúk,“ segir Jóhanna. Jóhanna hefur nú farið tvisvar til sérfræðings á sjúkrahúsi til Svíþjóðar, sem sérhæfir sig í fitusogi og er á leiðinni í þriðja fitusogið á næstu dögum en í hver aðgerð kostar rúmlega eina milljón króna. „Það er þá sprautað inn volgu vatni með einhverjum steinefnum til þess að losa gölluðu fituna frá heila vefnum og svo er fitan soguð út. Og í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna. „Í fyrri aðgerðinni, sem ég fór í fyrir ári síðan þá voru teknir 10 lítrar af fitu innanvert á fótleggjum upp úr og niður úr. Svo fór ég aftur í byrjun mars en þá voru teknir 12,8 lítrar utanvert af fótleggjum og maga,“ segir Jóhanna.Aðsend Og Jóhanna segir að það séu ótrúlegar margar konur á Íslandi með fitubjúg, miklu fleiri en hún hefði áttað sig á og hafa þær stofnað sérstakan hóp á Facebook þar sem þær miðla reynslu sinni af sjúkdómnum. „Heimilislæknirinn minn núna segir að það sé ekki nema eitt ár síðan hún heyrði af þessum sjúkdóm fyrst og það á við flesta heilbrigðisstarfsmenn, sem ég þekki, það er svona ár síðan að þessi sjúkdómur fór að vera opinberlega nefndur,“ segir Jóhanna geitabóndi á Háafelli. Hluti af fitunni, sem var soguð út í einni aðgerðinni í Svíþjóð.Aðsend
Borgarbyggð Heilbrigðismál Landbúnaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent