Þetta hefur Morgunblaðið eftir heimildum.

Matvælunum var fargað í síðustu viku eftir töluvert umfangsmiklar aðgerðir af hálfu heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Samkvæmt Morgunblaðinu eru margir aðilar með aðstöðu í umræddu húsnæði en í flestum tilvikum er um leigjendur að ræða.

Að sögn Óskars Ísfeld Sigurðssonar, deildarstjóra matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, hafði fyrirtæki umrædda geymslu á leigu. Rannsókn á málinu stendur yfir og verður meðal annars lagt mat á það hvort vísa beri málinu til lögreglu.

Ekki er vitað hvort matvælin voru seld til verslana eða veitingastaða.