Auðlindir hafsins Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. október 2023 08:31 Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Grunnurinn eru rannsóknir og fræðileg þekking sem ávallt þarf að hafa að leiðarljósi þegar lög og reglugerðir eru settar og veiðiheimildum ráðstafað. Nytjastofnar sjávar eru sameign þjóðarinnar og ber að tryggja umgengni og arð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því fyrr þeim mun betra. Sjálfsagt er að samfélagið njóti arðs af sinni sameign og að einkaaðilar sem fái aðgang greiði fyrir það sanngjarnt endurgjald og hafi samfélagsleg, umhverfisleg og byggðarleg sjónarmið í huga ásamt heildstæðri og hagrænni nálgun í öllum sínum verkum. Möguleikar til nýliðunar verða að vera til staðar og vissum hluta veiðiheimilda verður að ráðstafa til dreifðari byggða. Fiskeldi Metnaðarfull framtíðarsýn í málaflokknum hefur litið dagsins ljós og því ber að fagna. Skýr viðmið um sjálfbæra nýtingu með vistkerfisnálgun út frá varúð ásamt eftirliti og ítrustu kröfum ættu að styðja við jákvæða þróun í fiskeldi. Sanngjörn gjaldtaka, til að þjóðin fái hlutdeild í arði af nýtingu sameiginlegra auðlinda er forsenda. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á fullvinnslu afurða, til að draga úr kolefnisspori og um leið efla atvinnulífið. Alltaf þarf að hafa í huga sjónarmið heimafólks og gæta þess að hagsmunir samfélags og umhverfis séu í fyrirrúmi við skipulag svæða fyrir fiskeldi. Skipting gjaldheimtu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja sveitarfélögum fjármagn til uppbyggingar innviða og þeirrar þjónustu sem skapast af vexti greinarinnar er einnig afar jákvætt skref. Að mínu mati er fiskeldi í sjó vafasamt, það sýna ótal dæmi og umhverfisslys sem erfitt er að leiðrétta og koma sárlega niðri á villta laxinum okkar sem við ættum að beita öllum brögðum til að vernda. Hvalveiðar Mikilvægt er að stöðva hvalveiðar enda næg rök því til stuðnings. Ekki aðeins sú staðreynd að það ríkir alþjóðlegt bann við veiðum hvala í atvinnuskyni, þær séu tímaskekkja og brjóti gegn lögum um velferð dýra heldur einnig vegna þess þær eru tilgangslitlar. Hvalir gegna auk þess áríðandi hlutverki í viðskerfi jarðar, úrgangur þeirra og hræ mikilvæg öðrum lífverum og þeir gefa frá sér köfnunar- og næringarefni nauðsynleg vistkerfinu. Hér áður var litið á hvali sem keppinauta um fisk og vissulega geta þeir verið það að einhverju ráði en langreyðar éta engan fisk, heldur geta enn fremur verið til gagns fyrir vistkerfi sjávar, fjölgað svifi og krabbadýrum. Við verðum nefnilega að gæta okkar á græðgi, ofveiði og offramleiðslu. Slíkt er ekkert annað en rányrkja sem við öll töpum á. Umhverfið okkar og náttúran mega ekki við ótakmörkuðum ágangi heldur ber okkur að taka tillit til, vernda og virða hvoru tveggja. Allt þarf að gera til að stemma stigum við loftslagsvá og stefna ákveðið að kolefnishlutleysi með áherslu á vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Framtíð barnanna okkar veltur á því. Höfundur er menntunarfræðingur, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Sjávarútvegur Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Grunnurinn eru rannsóknir og fræðileg þekking sem ávallt þarf að hafa að leiðarljósi þegar lög og reglugerðir eru settar og veiðiheimildum ráðstafað. Nytjastofnar sjávar eru sameign þjóðarinnar og ber að tryggja umgengni og arð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því fyrr þeim mun betra. Sjálfsagt er að samfélagið njóti arðs af sinni sameign og að einkaaðilar sem fái aðgang greiði fyrir það sanngjarnt endurgjald og hafi samfélagsleg, umhverfisleg og byggðarleg sjónarmið í huga ásamt heildstæðri og hagrænni nálgun í öllum sínum verkum. Möguleikar til nýliðunar verða að vera til staðar og vissum hluta veiðiheimilda verður að ráðstafa til dreifðari byggða. Fiskeldi Metnaðarfull framtíðarsýn í málaflokknum hefur litið dagsins ljós og því ber að fagna. Skýr viðmið um sjálfbæra nýtingu með vistkerfisnálgun út frá varúð ásamt eftirliti og ítrustu kröfum ættu að styðja við jákvæða þróun í fiskeldi. Sanngjörn gjaldtaka, til að þjóðin fái hlutdeild í arði af nýtingu sameiginlegra auðlinda er forsenda. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á fullvinnslu afurða, til að draga úr kolefnisspori og um leið efla atvinnulífið. Alltaf þarf að hafa í huga sjónarmið heimafólks og gæta þess að hagsmunir samfélags og umhverfis séu í fyrirrúmi við skipulag svæða fyrir fiskeldi. Skipting gjaldheimtu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja sveitarfélögum fjármagn til uppbyggingar innviða og þeirrar þjónustu sem skapast af vexti greinarinnar er einnig afar jákvætt skref. Að mínu mati er fiskeldi í sjó vafasamt, það sýna ótal dæmi og umhverfisslys sem erfitt er að leiðrétta og koma sárlega niðri á villta laxinum okkar sem við ættum að beita öllum brögðum til að vernda. Hvalveiðar Mikilvægt er að stöðva hvalveiðar enda næg rök því til stuðnings. Ekki aðeins sú staðreynd að það ríkir alþjóðlegt bann við veiðum hvala í atvinnuskyni, þær séu tímaskekkja og brjóti gegn lögum um velferð dýra heldur einnig vegna þess þær eru tilgangslitlar. Hvalir gegna auk þess áríðandi hlutverki í viðskerfi jarðar, úrgangur þeirra og hræ mikilvæg öðrum lífverum og þeir gefa frá sér köfnunar- og næringarefni nauðsynleg vistkerfinu. Hér áður var litið á hvali sem keppinauta um fisk og vissulega geta þeir verið það að einhverju ráði en langreyðar éta engan fisk, heldur geta enn fremur verið til gagns fyrir vistkerfi sjávar, fjölgað svifi og krabbadýrum. Við verðum nefnilega að gæta okkar á græðgi, ofveiði og offramleiðslu. Slíkt er ekkert annað en rányrkja sem við öll töpum á. Umhverfið okkar og náttúran mega ekki við ótakmörkuðum ágangi heldur ber okkur að taka tillit til, vernda og virða hvoru tveggja. Allt þarf að gera til að stemma stigum við loftslagsvá og stefna ákveðið að kolefnishlutleysi með áherslu á vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Framtíð barnanna okkar veltur á því. Höfundur er menntunarfræðingur, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun