Auðlindir hafsins Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. október 2023 08:31 Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Grunnurinn eru rannsóknir og fræðileg þekking sem ávallt þarf að hafa að leiðarljósi þegar lög og reglugerðir eru settar og veiðiheimildum ráðstafað. Nytjastofnar sjávar eru sameign þjóðarinnar og ber að tryggja umgengni og arð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því fyrr þeim mun betra. Sjálfsagt er að samfélagið njóti arðs af sinni sameign og að einkaaðilar sem fái aðgang greiði fyrir það sanngjarnt endurgjald og hafi samfélagsleg, umhverfisleg og byggðarleg sjónarmið í huga ásamt heildstæðri og hagrænni nálgun í öllum sínum verkum. Möguleikar til nýliðunar verða að vera til staðar og vissum hluta veiðiheimilda verður að ráðstafa til dreifðari byggða. Fiskeldi Metnaðarfull framtíðarsýn í málaflokknum hefur litið dagsins ljós og því ber að fagna. Skýr viðmið um sjálfbæra nýtingu með vistkerfisnálgun út frá varúð ásamt eftirliti og ítrustu kröfum ættu að styðja við jákvæða þróun í fiskeldi. Sanngjörn gjaldtaka, til að þjóðin fái hlutdeild í arði af nýtingu sameiginlegra auðlinda er forsenda. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á fullvinnslu afurða, til að draga úr kolefnisspori og um leið efla atvinnulífið. Alltaf þarf að hafa í huga sjónarmið heimafólks og gæta þess að hagsmunir samfélags og umhverfis séu í fyrirrúmi við skipulag svæða fyrir fiskeldi. Skipting gjaldheimtu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja sveitarfélögum fjármagn til uppbyggingar innviða og þeirrar þjónustu sem skapast af vexti greinarinnar er einnig afar jákvætt skref. Að mínu mati er fiskeldi í sjó vafasamt, það sýna ótal dæmi og umhverfisslys sem erfitt er að leiðrétta og koma sárlega niðri á villta laxinum okkar sem við ættum að beita öllum brögðum til að vernda. Hvalveiðar Mikilvægt er að stöðva hvalveiðar enda næg rök því til stuðnings. Ekki aðeins sú staðreynd að það ríkir alþjóðlegt bann við veiðum hvala í atvinnuskyni, þær séu tímaskekkja og brjóti gegn lögum um velferð dýra heldur einnig vegna þess þær eru tilgangslitlar. Hvalir gegna auk þess áríðandi hlutverki í viðskerfi jarðar, úrgangur þeirra og hræ mikilvæg öðrum lífverum og þeir gefa frá sér köfnunar- og næringarefni nauðsynleg vistkerfinu. Hér áður var litið á hvali sem keppinauta um fisk og vissulega geta þeir verið það að einhverju ráði en langreyðar éta engan fisk, heldur geta enn fremur verið til gagns fyrir vistkerfi sjávar, fjölgað svifi og krabbadýrum. Við verðum nefnilega að gæta okkar á græðgi, ofveiði og offramleiðslu. Slíkt er ekkert annað en rányrkja sem við öll töpum á. Umhverfið okkar og náttúran mega ekki við ótakmörkuðum ágangi heldur ber okkur að taka tillit til, vernda og virða hvoru tveggja. Allt þarf að gera til að stemma stigum við loftslagsvá og stefna ákveðið að kolefnishlutleysi með áherslu á vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Framtíð barnanna okkar veltur á því. Höfundur er menntunarfræðingur, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Sjávarútvegur Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Grunnurinn eru rannsóknir og fræðileg þekking sem ávallt þarf að hafa að leiðarljósi þegar lög og reglugerðir eru settar og veiðiheimildum ráðstafað. Nytjastofnar sjávar eru sameign þjóðarinnar og ber að tryggja umgengni og arð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því fyrr þeim mun betra. Sjálfsagt er að samfélagið njóti arðs af sinni sameign og að einkaaðilar sem fái aðgang greiði fyrir það sanngjarnt endurgjald og hafi samfélagsleg, umhverfisleg og byggðarleg sjónarmið í huga ásamt heildstæðri og hagrænni nálgun í öllum sínum verkum. Möguleikar til nýliðunar verða að vera til staðar og vissum hluta veiðiheimilda verður að ráðstafa til dreifðari byggða. Fiskeldi Metnaðarfull framtíðarsýn í málaflokknum hefur litið dagsins ljós og því ber að fagna. Skýr viðmið um sjálfbæra nýtingu með vistkerfisnálgun út frá varúð ásamt eftirliti og ítrustu kröfum ættu að styðja við jákvæða þróun í fiskeldi. Sanngjörn gjaldtaka, til að þjóðin fái hlutdeild í arði af nýtingu sameiginlegra auðlinda er forsenda. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á fullvinnslu afurða, til að draga úr kolefnisspori og um leið efla atvinnulífið. Alltaf þarf að hafa í huga sjónarmið heimafólks og gæta þess að hagsmunir samfélags og umhverfis séu í fyrirrúmi við skipulag svæða fyrir fiskeldi. Skipting gjaldheimtu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja sveitarfélögum fjármagn til uppbyggingar innviða og þeirrar þjónustu sem skapast af vexti greinarinnar er einnig afar jákvætt skref. Að mínu mati er fiskeldi í sjó vafasamt, það sýna ótal dæmi og umhverfisslys sem erfitt er að leiðrétta og koma sárlega niðri á villta laxinum okkar sem við ættum að beita öllum brögðum til að vernda. Hvalveiðar Mikilvægt er að stöðva hvalveiðar enda næg rök því til stuðnings. Ekki aðeins sú staðreynd að það ríkir alþjóðlegt bann við veiðum hvala í atvinnuskyni, þær séu tímaskekkja og brjóti gegn lögum um velferð dýra heldur einnig vegna þess þær eru tilgangslitlar. Hvalir gegna auk þess áríðandi hlutverki í viðskerfi jarðar, úrgangur þeirra og hræ mikilvæg öðrum lífverum og þeir gefa frá sér köfnunar- og næringarefni nauðsynleg vistkerfinu. Hér áður var litið á hvali sem keppinauta um fisk og vissulega geta þeir verið það að einhverju ráði en langreyðar éta engan fisk, heldur geta enn fremur verið til gagns fyrir vistkerfi sjávar, fjölgað svifi og krabbadýrum. Við verðum nefnilega að gæta okkar á græðgi, ofveiði og offramleiðslu. Slíkt er ekkert annað en rányrkja sem við öll töpum á. Umhverfið okkar og náttúran mega ekki við ótakmörkuðum ágangi heldur ber okkur að taka tillit til, vernda og virða hvoru tveggja. Allt þarf að gera til að stemma stigum við loftslagsvá og stefna ákveðið að kolefnishlutleysi með áherslu á vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Framtíð barnanna okkar veltur á því. Höfundur er menntunarfræðingur, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun