„Værum í Evrópusæti hefðum við spilað svona í allt sumar“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. október 2023 16:29 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Anton Brink Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var í skýjunum með að hafa náð að halda liðinu í Bestu-deildinni. „Við vorum frábærir í dag og við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að fá góða frammistöðu. Það var hrikalegur kraftur í okkur og ef við hefðum spilað svona í allt sumar og fengið þennan stuðning þá værum við í Evrópusæti,“ sagði Rúnar Páll afar ánægður með sigurinn og stuðninginn sem liðið fékk. Fylkir spilaði frábærlega í fyrri hálfleik sem skilaði þremur mörkum og síðari hálfleikurinn var aðeins formsatriði. „Við löbbuðum yfir þá og vorum ótrúlega flottir. Við fórum hátt upp á völlinn og leyfðum þeim ekki að spila þessum löngu boltum. Við vorum duglegir og nýttum færin okkar mjög vel.“ „Að spila hvern einasta leik með 8-9 heimamönnum í byrjunarliðinu og líka með 2-4 á bekknum hverju sinni. Við vorum ekki með neina útlendinga og stóðum okkur ótrúlega vel í þessari deild. Við höfum fengið fína frammistöðu í mörgum leikjum og einnig slæma frammistöðu og tapað. „Það er geggjuð tilfinning fyrir mig sem þjálfara og strákana sem lögðu hart að sér. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Rúnar var afar ánægður með hafa náð að halda liðinu uppi þar sem liðið var ekki styrkt með fleiri leikmönnum. „Við vorum gagnrýndir og það var talað um það að við myndum ekki fá meira en tíu stig í deildinni og það var umræðan í byrjun móts. Núna hafa menn fengið smjörþefinn og við fórum upp úr fyrstu deildinni og nánast með sama mannskap náðum við að halda okkur uppi.“ „Reynslan sem strákarnir sem voru að taka sín fyrstu skref var ótrúlega dýrmæt og það eru nánast allir á samningi á næsta ári og við getum byggt ofan á það sem við höfum gert og bætt í.“ Rúnar staðfesti að hann myndi þjálfa liðið á næsta tímabili og hlakkaði mikið til. Fylkir Besta deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
„Við vorum frábærir í dag og við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að fá góða frammistöðu. Það var hrikalegur kraftur í okkur og ef við hefðum spilað svona í allt sumar og fengið þennan stuðning þá værum við í Evrópusæti,“ sagði Rúnar Páll afar ánægður með sigurinn og stuðninginn sem liðið fékk. Fylkir spilaði frábærlega í fyrri hálfleik sem skilaði þremur mörkum og síðari hálfleikurinn var aðeins formsatriði. „Við löbbuðum yfir þá og vorum ótrúlega flottir. Við fórum hátt upp á völlinn og leyfðum þeim ekki að spila þessum löngu boltum. Við vorum duglegir og nýttum færin okkar mjög vel.“ „Að spila hvern einasta leik með 8-9 heimamönnum í byrjunarliðinu og líka með 2-4 á bekknum hverju sinni. Við vorum ekki með neina útlendinga og stóðum okkur ótrúlega vel í þessari deild. Við höfum fengið fína frammistöðu í mörgum leikjum og einnig slæma frammistöðu og tapað. „Það er geggjuð tilfinning fyrir mig sem þjálfara og strákana sem lögðu hart að sér. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Rúnar var afar ánægður með hafa náð að halda liðinu uppi þar sem liðið var ekki styrkt með fleiri leikmönnum. „Við vorum gagnrýndir og það var talað um það að við myndum ekki fá meira en tíu stig í deildinni og það var umræðan í byrjun móts. Núna hafa menn fengið smjörþefinn og við fórum upp úr fyrstu deildinni og nánast með sama mannskap náðum við að halda okkur uppi.“ „Reynslan sem strákarnir sem voru að taka sín fyrstu skref var ótrúlega dýrmæt og það eru nánast allir á samningi á næsta ári og við getum byggt ofan á það sem við höfum gert og bætt í.“ Rúnar staðfesti að hann myndi þjálfa liðið á næsta tímabili og hlakkaði mikið til.
Fylkir Besta deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira