Við getum verið stolt af laxinum okkar Kristján Ingimarsson skrifar 8. október 2023 09:00 Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ En núna hefur þetta að snúist við í samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, ungt fólk flytur aftur vestur og austur og er um kyrrt. Ljósunum fjölgar í sjávarplássunum, ný hús rísa, húsunum er núna vel við haldið lóðirnar snyrtilegar og fólk er á ferli. Fasteignamarkaðurinn er líflegur og fasteignamat og verðmæti eignanna hafa allt í einu hækkað. Af hverju? Svarið er laxeldi. Nú er í boði fjölbreytt og áhugaverð vinna sem krefst margvíslegrar menntunar og færni í friðsælum fjölskylduvænum byggðarlögum. Á árunum 2017 til 2021 var fjárfest fyrir um 30 milljarða í uppbyggingu í fiskeldi viðs vegar um landið til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi ár (Heimild www.radarinn.is). Ekkert af þessari uppbyggingu hefur verið kostuð með almannafé frá hinu opinbera. Öll er hún kostuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem án efa fá að njóta ávaxtanna. En þeir sem sætustu ávextina fá eru samfélögin, fólkið sem sér framtíð sína og tækifæri í þessari nýju spennandi atvinnugrein. Fiskeldi er atvinnugrein sem laðar að sér fólk með margvíslegt atgervi. Til hafa orðið hundruð starfa en á árinu 2021 fengu um 600 manns laun frá fiskeldi sem er hátt í fjórföldun frá árinu 2008. Langflestir búa á landsbyggðinni, eða vel yfir 80%. Árið 2022 voru framleidd 44.900 tonn af laxi sem eru um 140 milljónir máltíða. Við megum vera stolt af þessu. Við megum vera stolt af því að hér á Íslandi sé stundað laxeldi. Við megum vera stolt af því að geta verið í fararbroddi í sjálfbærri og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Við megum vera stolt af því að framleiða holl og næringarrík matvæli af háum gæðum. Við megum vera stolt af því að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og samfélögin sem við búum í. Ef laxeldið færi í burtu núna væri búið að söðva þá atvinnugrein sem er hvað sjálfbærust og í mestum vexti. Að undanförnu hefur borið á töluverðri taugaveiklun og hávaða út af laxeldinu og virðist sem umræðan hafi stjórnast af fordómum og fáfræði með dassi af tilfinningum en það er uppskrift sem virðist ná vel til fólks. Ekki bætir úr skák þegar Ríkissjónvarpið smitast af þessum fordómum og tekur afstöðu í einhliða umræðu með því að hleypa aðeins andsæðingum laxeldis að, sem gjarnan fá að ausa út fyllyrðingum og ósannindum gagnrýnislaust. Þeir sem þekkja lítið til mála gleypa hrátt það sem RÚV matreiðir og því er ábyrgð þeirra mikil í að stjórna þjóðfélagsumræðunni. Hvort sem þetta er gert vegna þess að það er sérstaklega greitt fyrir þetta, vegna persónulegra skoðana starfsfólks, vinskapar eða einhvers annars þá er þetta augljós skortur á fagmennsku. Neikvæðar fréttir virðast selja betur en þær jákvæðu og það hefur eflaust áhrif líka. Fyrir stuttu kynnti Matvælaráðuneytið drög að stefnu Íslands í fiskeldi og RÚV ákvað af því tilefni að kalla til spunameistara veiðiréttarhafa, sem lætur sig lítið varða afkomu fólks og samfélaga á landsbyggðinni, til að ræða stefnuna og engan annann. Það var fagmennskan í það skiptið og dæmin eru fjölmörg. Það væri stofnuninni til sóma ef hún myndi sjá sér fært að upplýsa fólk um allar þær jákvæðu staðreyndir sem laxeldið hefur leitt af sér. Fiskeldi skiptir máli fyrir landið okkar, kynslóðir framtíðarinnar og jörðina sem við búum á. Íslenskur eldislax er framtíðin. Höfundur er íbúi á Djúpavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ En núna hefur þetta að snúist við í samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, ungt fólk flytur aftur vestur og austur og er um kyrrt. Ljósunum fjölgar í sjávarplássunum, ný hús rísa, húsunum er núna vel við haldið lóðirnar snyrtilegar og fólk er á ferli. Fasteignamarkaðurinn er líflegur og fasteignamat og verðmæti eignanna hafa allt í einu hækkað. Af hverju? Svarið er laxeldi. Nú er í boði fjölbreytt og áhugaverð vinna sem krefst margvíslegrar menntunar og færni í friðsælum fjölskylduvænum byggðarlögum. Á árunum 2017 til 2021 var fjárfest fyrir um 30 milljarða í uppbyggingu í fiskeldi viðs vegar um landið til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi ár (Heimild www.radarinn.is). Ekkert af þessari uppbyggingu hefur verið kostuð með almannafé frá hinu opinbera. Öll er hún kostuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem án efa fá að njóta ávaxtanna. En þeir sem sætustu ávextina fá eru samfélögin, fólkið sem sér framtíð sína og tækifæri í þessari nýju spennandi atvinnugrein. Fiskeldi er atvinnugrein sem laðar að sér fólk með margvíslegt atgervi. Til hafa orðið hundruð starfa en á árinu 2021 fengu um 600 manns laun frá fiskeldi sem er hátt í fjórföldun frá árinu 2008. Langflestir búa á landsbyggðinni, eða vel yfir 80%. Árið 2022 voru framleidd 44.900 tonn af laxi sem eru um 140 milljónir máltíða. Við megum vera stolt af þessu. Við megum vera stolt af því að hér á Íslandi sé stundað laxeldi. Við megum vera stolt af því að geta verið í fararbroddi í sjálfbærri og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Við megum vera stolt af því að framleiða holl og næringarrík matvæli af háum gæðum. Við megum vera stolt af því að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og samfélögin sem við búum í. Ef laxeldið færi í burtu núna væri búið að söðva þá atvinnugrein sem er hvað sjálfbærust og í mestum vexti. Að undanförnu hefur borið á töluverðri taugaveiklun og hávaða út af laxeldinu og virðist sem umræðan hafi stjórnast af fordómum og fáfræði með dassi af tilfinningum en það er uppskrift sem virðist ná vel til fólks. Ekki bætir úr skák þegar Ríkissjónvarpið smitast af þessum fordómum og tekur afstöðu í einhliða umræðu með því að hleypa aðeins andsæðingum laxeldis að, sem gjarnan fá að ausa út fyllyrðingum og ósannindum gagnrýnislaust. Þeir sem þekkja lítið til mála gleypa hrátt það sem RÚV matreiðir og því er ábyrgð þeirra mikil í að stjórna þjóðfélagsumræðunni. Hvort sem þetta er gert vegna þess að það er sérstaklega greitt fyrir þetta, vegna persónulegra skoðana starfsfólks, vinskapar eða einhvers annars þá er þetta augljós skortur á fagmennsku. Neikvæðar fréttir virðast selja betur en þær jákvæðu og það hefur eflaust áhrif líka. Fyrir stuttu kynnti Matvælaráðuneytið drög að stefnu Íslands í fiskeldi og RÚV ákvað af því tilefni að kalla til spunameistara veiðiréttarhafa, sem lætur sig lítið varða afkomu fólks og samfélaga á landsbyggðinni, til að ræða stefnuna og engan annann. Það var fagmennskan í það skiptið og dæmin eru fjölmörg. Það væri stofnuninni til sóma ef hún myndi sjá sér fært að upplýsa fólk um allar þær jákvæðu staðreyndir sem laxeldið hefur leitt af sér. Fiskeldi skiptir máli fyrir landið okkar, kynslóðir framtíðarinnar og jörðina sem við búum á. Íslenskur eldislax er framtíðin. Höfundur er íbúi á Djúpavogi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun