Kúrdíski refurinn sem skelfir Svía sagður handtekinn í Íran Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2023 20:33 Kúrdíski refurinn, Rawa Majid. Sænska lögreglan Rawa Majid, oft nefndur kúrdíski refurinn og höfuð Foxtrot-glæpahringsins í Svíþjóð, er sagður hafa verið handtekinn á landamærunum á leið yfir landamærin til Íran á föstudag. Sænska ríkissjónvarpið hefur þetta eftir heimildum sínum. Sænska lögreglan hefur ekki náð að staðfesta handtökuna. Ekki frekar en utanríkisráðuneyti Svía sem segist ekki meðvitað um að sænskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Íran nýlega. Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins boðaði til blaðamannafundar á dögunum og sagði ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Dæmi eru um að börn afpláni með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Fjallað var um stöðuna í Svíþjóð í fréttaskýringu á Vísi á dögunum. Sjá að neðan. Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Óbreyttir borgarar eru farnir að falla í átökum glæpagengja sem svífast einskis. Vopnuðu átökin þessa dagana snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Vonast til að öldurnar lægi Diamant Salihu, blaðamaður sænska ríkissjónvarpsins sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpi, segir að handtakan veiki stöðu efsta lags Foxtrot-gengisins. Fólk tengt Majid sé ekki jafn öruggt og áður. Vonir standi til að handtakan lægi öldurnar og árásir á fjölskyldumeðlimi glæpagengjanna. Sænska ríkissjónvarpið telur líklegast að handtakan hafi verið á grundvelli umferðarlagabrots og Majid hafi mögulega framvísað fölsuðum skilríkjum. Majid hefur verið eftirlýstur frá árinu 2020. Hann hefur verið dæmdur í þrígang fyrir sænskum dómum án þess að vera viðstaddur þinghaldið. Majid er sænskur ríkisborgari sem hefur dvalið í Tyrklandi undanfarin ár. Hann er sömuleiðis tyrkneskur ríkisborgari. Tyrkneski ríkisborgararétturinn gerir erfiðara um vik fyrir Svía að fá hann framseldan til Svíþjóðar. Frétt SVT. Svíþjóð Tyrkland Íran Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sænska lögreglan hefur ekki náð að staðfesta handtökuna. Ekki frekar en utanríkisráðuneyti Svía sem segist ekki meðvitað um að sænskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Íran nýlega. Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins boðaði til blaðamannafundar á dögunum og sagði ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Dæmi eru um að börn afpláni með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Fjallað var um stöðuna í Svíþjóð í fréttaskýringu á Vísi á dögunum. Sjá að neðan. Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Óbreyttir borgarar eru farnir að falla í átökum glæpagengja sem svífast einskis. Vopnuðu átökin þessa dagana snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Vonast til að öldurnar lægi Diamant Salihu, blaðamaður sænska ríkissjónvarpsins sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpi, segir að handtakan veiki stöðu efsta lags Foxtrot-gengisins. Fólk tengt Majid sé ekki jafn öruggt og áður. Vonir standi til að handtakan lægi öldurnar og árásir á fjölskyldumeðlimi glæpagengjanna. Sænska ríkissjónvarpið telur líklegast að handtakan hafi verið á grundvelli umferðarlagabrots og Majid hafi mögulega framvísað fölsuðum skilríkjum. Majid hefur verið eftirlýstur frá árinu 2020. Hann hefur verið dæmdur í þrígang fyrir sænskum dómum án þess að vera viðstaddur þinghaldið. Majid er sænskur ríkisborgari sem hefur dvalið í Tyrklandi undanfarin ár. Hann er sömuleiðis tyrkneskur ríkisborgari. Tyrkneski ríkisborgararétturinn gerir erfiðara um vik fyrir Svía að fá hann framseldan til Svíþjóðar. Frétt SVT.
Svíþjóð Tyrkland Íran Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04
Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46