Enn um lýðræði og jaðarsetningu þess Sigurður Páll Jónsson skrifar 9. október 2023 08:30 Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir ríkisstjórnamyndun árið 2017 að þessi ríkisstjórn væri ekki mynduð um pólutík heldur stöðuleika. Formenn flokkanna skiptu með sér ráðherrasólum og jafnvel nefndu ráðuneytin uppá nýtt eftir sínum smekk og kerfið tók við völdum. Sem sagt, allur pólutískur ágreiningur á milli stjórnaflokkana yrði lagður til hliðar. Kosningaloforð hvers flokks fyrir sig þar sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni voru svikinn á degi eitt við myndun þessarar ríkisstjórnar sem enn situr eftir sex ár. Árið 2019 var ókyrrð og hamingjuleysi farið að gera vart við sig á stjórnarheimilinu. Einstaka ráðherrar ruku inní sín herbergi og skelltu hurðum eftir einhver hnútuköst yfir ríkisstjórnarborðið. Komu svo í viðtöl eða skrifuðu greinar til að blása út sinni hlið á ósættinu. Síðan næstu vikurnar, einhverja hluta vegna, voru viðkomandi ráðherrar í fjölmiðlaorlofi svo ekki náðist í þá, en forsætisráðherra kom brosandi frammá sjónarsviðið og sagði að allt væri með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu. Þó engin hafi fagnað covid-19 faraldrinum, þá bjargaði faraldurinn ríkisstjórninni á þann hátt að ,,þríeykið” svokallaða tók við völdum og fylgi ríkisstjórnarinnar flaug upp svo um munaði. Þetta hélst fram að alþingiskosningunum árið 2021 og sama ríkistjórn situr enn. Það sem almenningi er boðið uppá er enn meiri óhamingjufréttir á stjórnarheimilinu. Grein mín 11 ágúst síðastliðinn var meðal annars um að ófriður innan stjórnarflokkanna fór ekki í sumarfrí þó svo að öllum óafgreiddum ágeiningsmálum innan ríkistjórnarinnar á vorþingi hafi verið sópað út af borðinu og eru enn óafgreidd undir teppi eða í ruslafötunni. Nú á haustþingi heldur óhamingjan áfram, þó að greinilegt sé að foreldrarnir á títtnefndu stjórnarheimili hafi burstað í sér tennurnar og brosi sínu breiðasta og segi að allt sé lagi, þá er keisarinn klæðalaus og almenningur allur sér það. Það á að vera virkt lýðræði á Íslandi, þar sem þeir flokkar sem mynda ríkistjórn eftir kosningar setji kosningastefnu sína í stjórnasáttmálann. Alþingismenn og ráðherrar eru kosnir af almenningi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur enga stefnu sem sýnir sig m.a best í því að það er alltaf verið að bregðast við vandamálum sem þyrftu ekki að koma upp ef einhver stefna væri viðhöfð. Stefna í orkumálum er enginn vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Stefna í landbúnaði er enginn vegna stefnu og ráðaleysis. Stefna í samgöngumálum er engin vegna ráðaleysis. Stefna í innflytjendamálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkistjórnarinnar. Stefna í heilbrigðismálum er á brauðfótum vegna rangrar forgangsröðunnar. Stefna í menntamálum er þokukennd og allt of lítil til verknáms. Sjávarútvegur er sjálfbær, þó er stefna fyrir litlar og meðalstórar útgerðir engin. Stefna til uppbyggingar á Íslandi öllu er engin vegna offjölgunnar á svæði Reykjavíkur og nágrennis. Stefna í forvarnarmálum er lítlil sem engin. Stefna í fiskeldismálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar flokkanna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir ríkisstjórnamyndun árið 2017 að þessi ríkisstjórn væri ekki mynduð um pólutík heldur stöðuleika. Formenn flokkanna skiptu með sér ráðherrasólum og jafnvel nefndu ráðuneytin uppá nýtt eftir sínum smekk og kerfið tók við völdum. Sem sagt, allur pólutískur ágreiningur á milli stjórnaflokkana yrði lagður til hliðar. Kosningaloforð hvers flokks fyrir sig þar sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni voru svikinn á degi eitt við myndun þessarar ríkisstjórnar sem enn situr eftir sex ár. Árið 2019 var ókyrrð og hamingjuleysi farið að gera vart við sig á stjórnarheimilinu. Einstaka ráðherrar ruku inní sín herbergi og skelltu hurðum eftir einhver hnútuköst yfir ríkisstjórnarborðið. Komu svo í viðtöl eða skrifuðu greinar til að blása út sinni hlið á ósættinu. Síðan næstu vikurnar, einhverja hluta vegna, voru viðkomandi ráðherrar í fjölmiðlaorlofi svo ekki náðist í þá, en forsætisráðherra kom brosandi frammá sjónarsviðið og sagði að allt væri með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu. Þó engin hafi fagnað covid-19 faraldrinum, þá bjargaði faraldurinn ríkisstjórninni á þann hátt að ,,þríeykið” svokallaða tók við völdum og fylgi ríkisstjórnarinnar flaug upp svo um munaði. Þetta hélst fram að alþingiskosningunum árið 2021 og sama ríkistjórn situr enn. Það sem almenningi er boðið uppá er enn meiri óhamingjufréttir á stjórnarheimilinu. Grein mín 11 ágúst síðastliðinn var meðal annars um að ófriður innan stjórnarflokkanna fór ekki í sumarfrí þó svo að öllum óafgreiddum ágeiningsmálum innan ríkistjórnarinnar á vorþingi hafi verið sópað út af borðinu og eru enn óafgreidd undir teppi eða í ruslafötunni. Nú á haustþingi heldur óhamingjan áfram, þó að greinilegt sé að foreldrarnir á títtnefndu stjórnarheimili hafi burstað í sér tennurnar og brosi sínu breiðasta og segi að allt sé lagi, þá er keisarinn klæðalaus og almenningur allur sér það. Það á að vera virkt lýðræði á Íslandi, þar sem þeir flokkar sem mynda ríkistjórn eftir kosningar setji kosningastefnu sína í stjórnasáttmálann. Alþingismenn og ráðherrar eru kosnir af almenningi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur enga stefnu sem sýnir sig m.a best í því að það er alltaf verið að bregðast við vandamálum sem þyrftu ekki að koma upp ef einhver stefna væri viðhöfð. Stefna í orkumálum er enginn vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Stefna í landbúnaði er enginn vegna stefnu og ráðaleysis. Stefna í samgöngumálum er engin vegna ráðaleysis. Stefna í innflytjendamálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkistjórnarinnar. Stefna í heilbrigðismálum er á brauðfótum vegna rangrar forgangsröðunnar. Stefna í menntamálum er þokukennd og allt of lítil til verknáms. Sjávarútvegur er sjálfbær, þó er stefna fyrir litlar og meðalstórar útgerðir engin. Stefna til uppbyggingar á Íslandi öllu er engin vegna offjölgunnar á svæði Reykjavíkur og nágrennis. Stefna í forvarnarmálum er lítlil sem engin. Stefna í fiskeldismálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar flokkanna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í NV kjördæmi.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun