Ísraelsher segist hafa tekið yfir og Selenskí skýtur á Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 08:43 Íbúar í Ashkelon virða fyrir sér skemmdirnar í kjölfar loftárása Hamaz á laugardag. AP/Erik Marmor Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir herinn nú við stjórnvölinn á öllum svæðum. Eins og stendur sé ekki barist innan Ísrael en mögulega séu liðsmenn Hamas þar í felum. Unnið er að rýmingu allra byggða við varnarlínu Ísraels og þá sé aukinn viðbúnaður í norðurhluta landsins, þar sem einhverjar uppákomur hafa orðið frá árásunum á laugardag. Þar sé þó ekki barist. Herinn gerir nú umfangsmiklar árásir á Gaza á fjögurra tíma fresti, að sögn Hagari. Skotmörkin eru mörg hundruð talsins en aðeins er um að ræða staði þar sem hryðjuverkamenn eru taldir hafast við. Hagari segir hundruð liðsmanna Hamas hafa fallið í árásum hersins. Ekkert rafmagn er á Gaza né internet. Fregnir hafa borist af birgðaskorti hjá Ísraelsmönnum en Hagari segir þetta ekki rétt, Nóg sé af búnaði og mat fyrir herliðið. Búið er að kalla til 300.000 varaliða en 73 hermenn hafa fallið í átökunum. Aðspurður um gíslana sem Hamas-liðar tóku sagði Hagari aðeins að unnið væri að því að hafa samband við fjölskyldur viðkomandi og að nánari upplýsingar yrðu veittar að því loknu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur tjáð sig opinberlega um þróun mála og segir alþjóðasamfélagið verða að koma saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og -ríkjum. Sagði hann engan myndu gleyma árásinni á laugardag. Hryðjuverkamennirnir hefðu sjálfir deilt myndskeiðum af voðaverkum sínum og hrósað sér af þeim. Ríki heims þyrft að ná sátt um grundvallaratriði; ekki nauðga, ekki myrða. Ekki taka börn sem verðlaunagripi. Engar blóðsúthellingar meðal almennra borgara. Selenskí skaut föstum skotum að Íran og sagði þarlend stjórnvöld ekki getað firrað sig ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu á meðan þau seldu Rússum dróna. Þá gætu þau ekki sagst ábyrgðarlaus gagnvart árás Hamas ef þau fordæmdu hana ekki. Ísrael Palestína Hernaður Íran Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Unnið er að rýmingu allra byggða við varnarlínu Ísraels og þá sé aukinn viðbúnaður í norðurhluta landsins, þar sem einhverjar uppákomur hafa orðið frá árásunum á laugardag. Þar sé þó ekki barist. Herinn gerir nú umfangsmiklar árásir á Gaza á fjögurra tíma fresti, að sögn Hagari. Skotmörkin eru mörg hundruð talsins en aðeins er um að ræða staði þar sem hryðjuverkamenn eru taldir hafast við. Hagari segir hundruð liðsmanna Hamas hafa fallið í árásum hersins. Ekkert rafmagn er á Gaza né internet. Fregnir hafa borist af birgðaskorti hjá Ísraelsmönnum en Hagari segir þetta ekki rétt, Nóg sé af búnaði og mat fyrir herliðið. Búið er að kalla til 300.000 varaliða en 73 hermenn hafa fallið í átökunum. Aðspurður um gíslana sem Hamas-liðar tóku sagði Hagari aðeins að unnið væri að því að hafa samband við fjölskyldur viðkomandi og að nánari upplýsingar yrðu veittar að því loknu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur tjáð sig opinberlega um þróun mála og segir alþjóðasamfélagið verða að koma saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og -ríkjum. Sagði hann engan myndu gleyma árásinni á laugardag. Hryðjuverkamennirnir hefðu sjálfir deilt myndskeiðum af voðaverkum sínum og hrósað sér af þeim. Ríki heims þyrft að ná sátt um grundvallaratriði; ekki nauðga, ekki myrða. Ekki taka börn sem verðlaunagripi. Engar blóðsúthellingar meðal almennra borgara. Selenskí skaut föstum skotum að Íran og sagði þarlend stjórnvöld ekki getað firrað sig ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu á meðan þau seldu Rússum dróna. Þá gætu þau ekki sagst ábyrgðarlaus gagnvart árás Hamas ef þau fordæmdu hana ekki.
Ísrael Palestína Hernaður Íran Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira