Fleiri með Play í september en á sama tíma í fyrra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2023 13:34 Play flutti rúmlega 70 þúsund fleiri farþega í september en á sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Aukning varð á fjölda farþega sem ferðuðust með flugfélaginu Play í september í samanburði við sama mánuð í fyrra. Félagið flutti 163,784 farþega í september, sem er 77 prósenta aukning frá september 2022 þegar PLAY flutti 92.181 farþega. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að sætanýting í liðnum septembermánuði hafi verið 85 prósent, samanborið við 81,5 prósent sætanýtingu í september í fyrra. Play var með stundvísi upp á 85.1 prósent í mánuðinum. Þá kemur ennfremur fram í tilkynningu félagsins að af öllum farþegum sem ferðuðust með Play í september 2023 voru 22,9 prósent að fljúga frá Íslandi, 31.6 prósent voru á leið til Íslands og 45.5 prósent voru tengifarþegar (VIA). „Það er hressandi að sjá svo góða niðurstöðu fyrir septembermánuð, sem hefur reynst fremur erfiður í sögulegu samhengi í flugbransanum. Við höldum áfram að skila góðri niðurstöðu á lykilmörkuðum okkar í september eftir að hafa náð mjög góðri útkomu yfir sumarið. Við nærri því tvöfölduðum tekjur okkar yfir sumarmánuðina 2023 miðað við árið í fyrra og félagið skilaði 1,6 milljarða hagnaði yfir sama tímabil,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningunni. Áhöfn Play valin sú besta af USA Today Þá kemur fram í tilkynningu félagsins að áhöfn flugfélagsins hafi verið valin sú besta að mati lesenda bandaríska fjölmiðilsins USA Today. Sérfræðingar á vegum USA Today 10Best tilnefndu áhafnir sem síðan voru lagðar fyrir dóm lesenda sem fengu fjórar vikur til að segja sína skoðun með því að greiða atkvæði þeirri áhöfn sem þeim þótti bera af. Þar varð áhöfn PLAY hlutskörpust en önnur flugfélög sem voru tilnefnd ásamt PLAY voru Virgin Atlantic, Fiji Airways, Southwest Airlines, Delta Airlines, Korean Air, British Airways, Emirates, Singapore Airlines og Cathay Pacific. „Að sjá svo áhöfnina okkar hljóta þann mikla heiður að vera valin besta áhöfnin af lesendum USA Today er í einu orði sagt stórkostlegt. Lesendur gátu valið úr fríðum hópi áhafna frá þekktustu flugfélögum í heimi og að PLAY hafi hlotið tilnefningu gerir okkur afar stolt,“ segir Birgir. „Þetta er afrakstur þeirrar fagmennsku sem flugliðarnir okkar stunda á degi hverjum í háloftunum. Það eru ekki nema tvö ár síðan PLAY fór í sitt fyrsta farþegaflug og að vera komin á þann stað að hljóta tilnefningu með þessum stóru félögum er glæsilegur árangur. Að niðurstaðan sé sú að við stöndum uppi sem sigurvegarar í þeim hópi er magnað afrek.“ Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að sætanýting í liðnum septembermánuði hafi verið 85 prósent, samanborið við 81,5 prósent sætanýtingu í september í fyrra. Play var með stundvísi upp á 85.1 prósent í mánuðinum. Þá kemur ennfremur fram í tilkynningu félagsins að af öllum farþegum sem ferðuðust með Play í september 2023 voru 22,9 prósent að fljúga frá Íslandi, 31.6 prósent voru á leið til Íslands og 45.5 prósent voru tengifarþegar (VIA). „Það er hressandi að sjá svo góða niðurstöðu fyrir septembermánuð, sem hefur reynst fremur erfiður í sögulegu samhengi í flugbransanum. Við höldum áfram að skila góðri niðurstöðu á lykilmörkuðum okkar í september eftir að hafa náð mjög góðri útkomu yfir sumarið. Við nærri því tvöfölduðum tekjur okkar yfir sumarmánuðina 2023 miðað við árið í fyrra og félagið skilaði 1,6 milljarða hagnaði yfir sama tímabil,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningunni. Áhöfn Play valin sú besta af USA Today Þá kemur fram í tilkynningu félagsins að áhöfn flugfélagsins hafi verið valin sú besta að mati lesenda bandaríska fjölmiðilsins USA Today. Sérfræðingar á vegum USA Today 10Best tilnefndu áhafnir sem síðan voru lagðar fyrir dóm lesenda sem fengu fjórar vikur til að segja sína skoðun með því að greiða atkvæði þeirri áhöfn sem þeim þótti bera af. Þar varð áhöfn PLAY hlutskörpust en önnur flugfélög sem voru tilnefnd ásamt PLAY voru Virgin Atlantic, Fiji Airways, Southwest Airlines, Delta Airlines, Korean Air, British Airways, Emirates, Singapore Airlines og Cathay Pacific. „Að sjá svo áhöfnina okkar hljóta þann mikla heiður að vera valin besta áhöfnin af lesendum USA Today er í einu orði sagt stórkostlegt. Lesendur gátu valið úr fríðum hópi áhafna frá þekktustu flugfélögum í heimi og að PLAY hafi hlotið tilnefningu gerir okkur afar stolt,“ segir Birgir. „Þetta er afrakstur þeirrar fagmennsku sem flugliðarnir okkar stunda á degi hverjum í háloftunum. Það eru ekki nema tvö ár síðan PLAY fór í sitt fyrsta farþegaflug og að vera komin á þann stað að hljóta tilnefningu með þessum stóru félögum er glæsilegur árangur. Að niðurstaðan sé sú að við stöndum uppi sem sigurvegarar í þeim hópi er magnað afrek.“
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira