Þjálfari Man United vill breyta fyrirkomulaginu á Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2023 23:15 Marc Skinner vill sjá breytingar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Á meðan allt er gert til að stækka Meistaradeild Evrópu karla megin í von um að koma stærstu liðum Evrópu í keppninni á kostnað liða sem eiga það frekar skilið þá verður ekki það sama sagt um Meistaradeildina kvenna megin. Keppnin hóf göngu sína árið 2001 en hét þá Kvennabikar UEFA. Árið 2009 var hún endurskírð sem Meistaradeild Evrópu en fram til 2021 var um útsláttarkeppni að ræða frá upphafi til enda. Frá 2021 hefur verið boðið upp á riðlakeppni en aðeins 16 lið komast í hana. Á sama tíma eru 32 lið karla megin ofan á að það eru tvær Evrópukeppnir til viðbótar. Þetta er Marc Skinner, þjálfari Manchester United, einkar ósáttur með. Hann vill breyta fyrirkomulaginu en lið hans mætir París Saint-Germain í umspili um sæti í riðlakeppninni annað kvöld. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Bæði lið enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en komast samt sem áður ekki sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Skinner telur undankeppnina halla á ensk lið sem og lið úr stóru deildum Evrópu þar sem þau geta mæst í umspilinu. „Ég er viss um að PSG væri til í að sleppa við að spila við okkur. Þegar ég horfi á aðrar viðureignir í umspilinu þá virkar þetta frekar skrítið,“ sagði Skinner og talaði um að sum lið ættu greiða lið inn í riðlakeppnina. Líkt og karla megin er undankeppninni skipt upp í „Meistaraleiðina“ og „deildarleiðina.“ Þannig mætast Íslandsmeistarar Vals og St. Pölten, Austurríkismeistarar, einnig annað kvöld. Sigurvegari þess einvígis kemst í riðlakeppnina. Efsta deild kvenna á Englandi er eina deildin þar sem öll liðin eru atvinnumannalið. Það kom því töluvert á óvart þegar Arsenal féll úr leik gegn Paris FC, liðinu sem endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Man United gæti farið sömu leið þar sem liðið dróst gegn stórliði PSG. Skinner benti á að Man Utd hefði einnig getað dregist gegn Wolfsburg, Real Madríd eða öðrum jafn sterkum liðum. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Þó Skinner hafi trú á eigin liði þá vill hann sjá fyrirkomulaginu breytt og ef miða má við hversu mikið er gert til að koma stærstu liðunum úr stærstu deildum Evrópu inn karla megin þá mætti alveg fjölga liðum kvenna megin. Umspil Meistaradeildar Evrópu kvenna It's matchweek in the #UWCL!Catch up on all of this week's fixtures — UEFA Women s Champions League (@UWCL) October 9, 2023 Leikur Vals og St. Pölten er sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 17.50 og leikurinn sjálfur 18.00. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Keppnin hóf göngu sína árið 2001 en hét þá Kvennabikar UEFA. Árið 2009 var hún endurskírð sem Meistaradeild Evrópu en fram til 2021 var um útsláttarkeppni að ræða frá upphafi til enda. Frá 2021 hefur verið boðið upp á riðlakeppni en aðeins 16 lið komast í hana. Á sama tíma eru 32 lið karla megin ofan á að það eru tvær Evrópukeppnir til viðbótar. Þetta er Marc Skinner, þjálfari Manchester United, einkar ósáttur með. Hann vill breyta fyrirkomulaginu en lið hans mætir París Saint-Germain í umspili um sæti í riðlakeppninni annað kvöld. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Bæði lið enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en komast samt sem áður ekki sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Skinner telur undankeppnina halla á ensk lið sem og lið úr stóru deildum Evrópu þar sem þau geta mæst í umspilinu. „Ég er viss um að PSG væri til í að sleppa við að spila við okkur. Þegar ég horfi á aðrar viðureignir í umspilinu þá virkar þetta frekar skrítið,“ sagði Skinner og talaði um að sum lið ættu greiða lið inn í riðlakeppnina. Líkt og karla megin er undankeppninni skipt upp í „Meistaraleiðina“ og „deildarleiðina.“ Þannig mætast Íslandsmeistarar Vals og St. Pölten, Austurríkismeistarar, einnig annað kvöld. Sigurvegari þess einvígis kemst í riðlakeppnina. Efsta deild kvenna á Englandi er eina deildin þar sem öll liðin eru atvinnumannalið. Það kom því töluvert á óvart þegar Arsenal féll úr leik gegn Paris FC, liðinu sem endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Man United gæti farið sömu leið þar sem liðið dróst gegn stórliði PSG. Skinner benti á að Man Utd hefði einnig getað dregist gegn Wolfsburg, Real Madríd eða öðrum jafn sterkum liðum. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Þó Skinner hafi trú á eigin liði þá vill hann sjá fyrirkomulaginu breytt og ef miða má við hversu mikið er gert til að koma stærstu liðunum úr stærstu deildum Evrópu inn karla megin þá mætti alveg fjölga liðum kvenna megin. Umspil Meistaradeildar Evrópu kvenna It's matchweek in the #UWCL!Catch up on all of this week's fixtures — UEFA Women s Champions League (@UWCL) October 9, 2023 Leikur Vals og St. Pölten er sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 17.50 og leikurinn sjálfur 18.00.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn