Önnur verkefni voru flest tengd umferðinni en einn var stöðvaður þar sem hann ók um og talaði í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Þá voru að minnsta kosti tveir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tilkynningar bárust um þrjú umferðarslys, í öllum tilvikum varð eignatjón en aðeins minniháttar slys á ökumanni í einu tilviki.
Lögregla kom einnig að málum þar sem tilkynnt var um veikindi eða fólk í annarlegu ástandi.