Illmenni nútímans Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 11. október 2023 07:32 Í bernsku lærði ég um illmenni fyrri tíma. Það voru karlmenn með skrítna sjálfsmynd sem töldu sig vita betur en aðrir um skipan heimsmála. Þeir söfnuðu liði og reyndu að útrýma þeim sem voru ekki að þeirra skapi. Ótrúlegt í raun að skipulögð útrýming á kynstofnum og þjóðarbrotum væri framkvæmd i hjarta Evrópu á síðustu öld. Það gerðist samt og þess vegna vorum við frædd um þessi voðaverk sem ekki máttu gleymast. Ritgerð mín í menntaskóla um orustuna um Bretland var átakanleg og hafði djúpstæð áhrif à unga konu. En þetta var í gamla daga var það ekki og maðurinn í dag myndi ekki endurtaka slík illvirki. Síðar þegar èg bjó Edinborg í Skotlandi og fann sterkt hvernig sjálfstæðisbarátta Skota við ofureflið í suðri hafði mótað þeirra sjálfsmynd líkt og okkar Íslendinga gagnvart Dönum, tengdi ég. Í Háskólanum gafst mér tækifæri á að heimsækja land fyrir botni Miðjarðarhafs sem var einstök upplifun. Þangað héldum við skólasysturnar alveg grænar à bak við eyrun, kunnum ekkert í læknisfræði en forvitnar um framandi lönd. Þessi heimsókn hefur haft mikil áhrif à mitt líf, mótað það að mörgu leyti. Hvernig kynþætti sem átti að útrýma en tókst ekki alveg var gjört að stofna ríki à landsvæði sem aðrir bjuggu à þegar. Í raun à litlu frímerki og þar sem allir vildu Lilju kveðið hafa. Þar eru okkar og hinna líka helgustu staðir. Síðan hef èg oft lagt leið mína þangað og alltaf fundið fleiri spurningar en svör à ferðum mínum. Nú síðast í september með frábærum hópi sem náði að skoða, skynja og reyna að skilja þetta heillandi svæði. Nú berast okkur ógnvænlegar frèttir frá botni Miðjarðarhafs þar sem illvikjar nútímans hafa ráðist til atlögu og enginn sér fyrir endann à þeirri atburðarás. Þar sem konur, börn og eldra fólk er jafnvel notað sem skiptimynt í stríðsátökum. Hvernig stendur à því að við séum ennþá að skrifa sögu sem er óverjandi og við viljum ekki kenna okkar börnum. Getum við aldrei lært neitt? Því fá illmenni ennþá að vaða um ? Hvar er kærleikurinn ? Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í bernsku lærði ég um illmenni fyrri tíma. Það voru karlmenn með skrítna sjálfsmynd sem töldu sig vita betur en aðrir um skipan heimsmála. Þeir söfnuðu liði og reyndu að útrýma þeim sem voru ekki að þeirra skapi. Ótrúlegt í raun að skipulögð útrýming á kynstofnum og þjóðarbrotum væri framkvæmd i hjarta Evrópu á síðustu öld. Það gerðist samt og þess vegna vorum við frædd um þessi voðaverk sem ekki máttu gleymast. Ritgerð mín í menntaskóla um orustuna um Bretland var átakanleg og hafði djúpstæð áhrif à unga konu. En þetta var í gamla daga var það ekki og maðurinn í dag myndi ekki endurtaka slík illvirki. Síðar þegar èg bjó Edinborg í Skotlandi og fann sterkt hvernig sjálfstæðisbarátta Skota við ofureflið í suðri hafði mótað þeirra sjálfsmynd líkt og okkar Íslendinga gagnvart Dönum, tengdi ég. Í Háskólanum gafst mér tækifæri á að heimsækja land fyrir botni Miðjarðarhafs sem var einstök upplifun. Þangað héldum við skólasysturnar alveg grænar à bak við eyrun, kunnum ekkert í læknisfræði en forvitnar um framandi lönd. Þessi heimsókn hefur haft mikil áhrif à mitt líf, mótað það að mörgu leyti. Hvernig kynþætti sem átti að útrýma en tókst ekki alveg var gjört að stofna ríki à landsvæði sem aðrir bjuggu à þegar. Í raun à litlu frímerki og þar sem allir vildu Lilju kveðið hafa. Þar eru okkar og hinna líka helgustu staðir. Síðan hef èg oft lagt leið mína þangað og alltaf fundið fleiri spurningar en svör à ferðum mínum. Nú síðast í september með frábærum hópi sem náði að skoða, skynja og reyna að skilja þetta heillandi svæði. Nú berast okkur ógnvænlegar frèttir frá botni Miðjarðarhafs þar sem illvikjar nútímans hafa ráðist til atlögu og enginn sér fyrir endann à þeirri atburðarás. Þar sem konur, börn og eldra fólk er jafnvel notað sem skiptimynt í stríðsátökum. Hvernig stendur à því að við séum ennþá að skrifa sögu sem er óverjandi og við viljum ekki kenna okkar börnum. Getum við aldrei lært neitt? Því fá illmenni ennþá að vaða um ? Hvar er kærleikurinn ? Höfundur er læknir.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar