„Stemningin er bara mjög góð. Það er alltaf gaman þegar að við komum saman,“ segir Arnar aðspurður hvernig stemningin sé í hópnum fyrir þessu verkefni.
Framundan eru leikir við Lúxemborg og Færeyjar í undankeppni EM. Lið sem er lægra skrifuð en það íslenska.
Er um tvo skyldusigra að ræða?
„Nei. Það er ekkert slíkt í gangi. Við eigum vissulega fyrsta leik gegn Lúxemborg þar sem að við mætum fyrirfram sem sterkari aðilinn. Það mun reyna á okkur á annan hátt þar. Fókusinn verður áfram á okkur og það sem við erum að gera. Þá er nálgunin sú sama, á okkar frammistöðu, og þar verðum við að gera vel.“
Rétt handan við hornið er stórmót, HM í handbolta og þar er Ísland á meðal þátttökuþjóða. Virka þessir leikir sem ákveðnir undirbúningsleikir fyrir það mót?
„Auðvitað verða þeir það ósjálfrátt. Við erum svolítið búin að setja HM til hliðar núna. Fókusinn okkar er á þetta verkefni framundan sem eru þessir tveir leikir í undankeppni EM. Okkur langar líka á EM og þess vegna er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að ná fram góðri frammistöðu hérna og úrslitum. Vera svolítið í núinu með það.“
Viðtalið við Arnar Pétursson í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: