Formaður húsfélagsins fær nagladekkjabanninu hnekkt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. október 2023 10:28 Myndin er úr safni. Bílastæðakjallara Hörpu nánar tiltekið. Vísir/Vilhelm Ákvörðun húsfélags í fjölbýlishúsi um að banna notkun nagladekkja í bílageymslu sinni er ólögmæt, að mati kærunefndar húsamála. Nefndin telur ekki unnt að banna slíkt nema samþykki allra eigenda komi til. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti nefndarinnar sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í bílageymslunni séu 42 bílastæði og að það hafi verið formaður húsfélagsins sem hafi beðið um álit nefndarinnar á því hvort bannið væri lögmætt. Á aðalfundi húsfélagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn var borin upp til atkvæðagreiðslu tillaga um „algjört bann við notkun nagladekkja í bílageymslu hússins.“ Á fundinn mættu eigendur 34 íbúða af 42. 32 samþykktu tillöguna. Epoxy efni á öllu gólfinu Forsaga málsins er sú að í júní í fyrra var epoxy efni lagt á allt gólfið í bílageymslu hússins. Ástæða þessarar framkvæmdar var sú að gólfið var allt krossprungið og ótal viðgerðir verið gerðar með floti, steypu og fylltun. Fram kemur að um þessa framkvæmd hafi verið algjör sátt og samstaða. Mánaðarmótin október/nóvember hafi svo þrír eigendur verið búnir að setja nagladekk undir bíla sína. Formaður húsfélags hafi þá náð samkomulagi við eigendur bílanna um að skipta út nagladekkjunum. Vildi breyta huglægum reglum í formlegar Segir formaðurinn að þrátt fyrir að fullkomin sátt hafi virst meðal eigenda um að aka ekki á nagladekkjum inn í bílageymsluna hafi verið lögð fram tillaga um algjört bann gegn notkun nagladekkja og að bannið yrði sett í húsreglur. Einnig að sett yrðu tvö varanleg skilti við innkeyrsludyr með áletrun um bannið. Óskar sá sem lagði til að bann yrði sett á þess við nefndina að málinu verði vísað frá. Enginn ágreiningur sé um nagladekk. Staðreyndin sé sú að hann hafi lagt fram tillögu um að breyta huglægum reglum í formlega staðfestar reglur, sem yrðu öllum ljósar og skýrar. Ákvörðun fundarins hefði staðfest skoðun hans. Stjórn húsfélagsins hafi hins vegar greitt kostnað þriggja eigenda við að skipta út nagladekkjum fyrir heilsársdekk. Þessir eigendur hafi ekki getað vitað af þessum huglægu reglum í haust. Slíkri kvöð verði þinglýst Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfi við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum samþykki allra eigenda vegna verulegra breytinga á hagnýtingu og afnotum sameignar. Samkvæmt því þurfi samþykki allra eigenda um meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstföunar-og hagnýtingarrétti eigenda yfir séreign en leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Því telji kærunefnd ekki unnt að banna notkun nagladekka í bílageymslu nema samþykki allra eigenda komi til og að slíkri kvöð verði þinglýst sem sérstakri húsfélagssamþykkt. Hús og heimili Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti nefndarinnar sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í bílageymslunni séu 42 bílastæði og að það hafi verið formaður húsfélagsins sem hafi beðið um álit nefndarinnar á því hvort bannið væri lögmætt. Á aðalfundi húsfélagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn var borin upp til atkvæðagreiðslu tillaga um „algjört bann við notkun nagladekkja í bílageymslu hússins.“ Á fundinn mættu eigendur 34 íbúða af 42. 32 samþykktu tillöguna. Epoxy efni á öllu gólfinu Forsaga málsins er sú að í júní í fyrra var epoxy efni lagt á allt gólfið í bílageymslu hússins. Ástæða þessarar framkvæmdar var sú að gólfið var allt krossprungið og ótal viðgerðir verið gerðar með floti, steypu og fylltun. Fram kemur að um þessa framkvæmd hafi verið algjör sátt og samstaða. Mánaðarmótin október/nóvember hafi svo þrír eigendur verið búnir að setja nagladekk undir bíla sína. Formaður húsfélags hafi þá náð samkomulagi við eigendur bílanna um að skipta út nagladekkjunum. Vildi breyta huglægum reglum í formlegar Segir formaðurinn að þrátt fyrir að fullkomin sátt hafi virst meðal eigenda um að aka ekki á nagladekkjum inn í bílageymsluna hafi verið lögð fram tillaga um algjört bann gegn notkun nagladekkja og að bannið yrði sett í húsreglur. Einnig að sett yrðu tvö varanleg skilti við innkeyrsludyr með áletrun um bannið. Óskar sá sem lagði til að bann yrði sett á þess við nefndina að málinu verði vísað frá. Enginn ágreiningur sé um nagladekk. Staðreyndin sé sú að hann hafi lagt fram tillögu um að breyta huglægum reglum í formlega staðfestar reglur, sem yrðu öllum ljósar og skýrar. Ákvörðun fundarins hefði staðfest skoðun hans. Stjórn húsfélagsins hafi hins vegar greitt kostnað þriggja eigenda við að skipta út nagladekkjum fyrir heilsársdekk. Þessir eigendur hafi ekki getað vitað af þessum huglægu reglum í haust. Slíkri kvöð verði þinglýst Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfi við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum samþykki allra eigenda vegna verulegra breytinga á hagnýtingu og afnotum sameignar. Samkvæmt því þurfi samþykki allra eigenda um meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstföunar-og hagnýtingarrétti eigenda yfir séreign en leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Því telji kærunefnd ekki unnt að banna notkun nagladekka í bílageymslu nema samþykki allra eigenda komi til og að slíkri kvöð verði þinglýst sem sérstakri húsfélagssamþykkt.
Hús og heimili Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira