Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 11:53 Blinken og Netanyahu tókust innilega í hendur áður en blaðamannafundurinn hófst. AP/Jacquelyn Martin „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. Blinken, sem mun funda með ráðamönnum í Ísrael í dag og með forseta Palestínu á morgun, sagðist skilja persónulega þá endurómun sem fylgdi í kjölfar voðaverka Hamas, fyrir gyðinga í Ísrael og út um allan heim. „Of oft í fortíðinni hafa leiðtogar verið tvístígandi gagnvart hryðjuverkaárásum gegn Ísrael og ísraelsku þjóðinni. Þetta er, verður að vera, stund siðferðilegrar uppljómunar,“ sagði Blinken. Utanríkisráðherrann sagði ríkisborgara 36 ríkja hafa verið myrta í árás Hamas á laugardaginn, eða saknað. Þá sagði hann 25 bandaríska ríkiborgara hafa verið meðal 1.200 látnu. „Allir sem vilja frið og réttlæti verða að fordæma ógnarstjórn Hamas,“ sagði Blinken. Það er ljóst að stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael er afdráttarlaus.AP/Jacquelyn Martin Hann sagði ómögulegt að sjá myndir af fjölskyldum sem hefðu verið myrtar og hugsa ekki um eigin börn. „Börnum slátrað, lík lítilsvirt, ungt fólk brennt lifandi, konum nauðgað, foreldrar teknir af lífi fyrir framan börn þeirra, börn fyrir framan foreldrana. Hvernig eigum við að geta skilið þetta?“ sagði ráðherrann. Hann lofaði hugrekki Ísraelsmanna og sagði þá mögulega nógu sterka til að verjast upp á eigin spýtur „en á meðan Bandaríkin verða til munið þið aldrei nokkurn tímann þurfa þess“. Blinken sagði aðeins eitt á stefnuskrá Hamas; að myrða gyðinga og tortíma Ísrael. Ísraelsmenn hefðu fullan rétt á því að grípa til varna en það skipti máli hvernig þeir gerðu það. Freista þyrti þess í lengstu lög að þyrma óbreyttum borgurum. Netanyahu þakkaði Blinken og Bandaríkjunum, bæði á hebresku og ensku, og líkti Hamas við Ríki íslam. „Biden hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um algjöra illsku,“ sagði forsætisráðherrann. „Hamas mun sæta sömu örlögum og Isis. Það á að hrækja þeim úr samfélagi þjóðanna. Þetta er tími þar sem við þurfum að standa keik og sameinuð gagnvart hinu illa. Við erum að taka afstöðu. Bandaríkin eru að taka afstöðu.“ Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Blinken, sem mun funda með ráðamönnum í Ísrael í dag og með forseta Palestínu á morgun, sagðist skilja persónulega þá endurómun sem fylgdi í kjölfar voðaverka Hamas, fyrir gyðinga í Ísrael og út um allan heim. „Of oft í fortíðinni hafa leiðtogar verið tvístígandi gagnvart hryðjuverkaárásum gegn Ísrael og ísraelsku þjóðinni. Þetta er, verður að vera, stund siðferðilegrar uppljómunar,“ sagði Blinken. Utanríkisráðherrann sagði ríkisborgara 36 ríkja hafa verið myrta í árás Hamas á laugardaginn, eða saknað. Þá sagði hann 25 bandaríska ríkiborgara hafa verið meðal 1.200 látnu. „Allir sem vilja frið og réttlæti verða að fordæma ógnarstjórn Hamas,“ sagði Blinken. Það er ljóst að stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael er afdráttarlaus.AP/Jacquelyn Martin Hann sagði ómögulegt að sjá myndir af fjölskyldum sem hefðu verið myrtar og hugsa ekki um eigin börn. „Börnum slátrað, lík lítilsvirt, ungt fólk brennt lifandi, konum nauðgað, foreldrar teknir af lífi fyrir framan börn þeirra, börn fyrir framan foreldrana. Hvernig eigum við að geta skilið þetta?“ sagði ráðherrann. Hann lofaði hugrekki Ísraelsmanna og sagði þá mögulega nógu sterka til að verjast upp á eigin spýtur „en á meðan Bandaríkin verða til munið þið aldrei nokkurn tímann þurfa þess“. Blinken sagði aðeins eitt á stefnuskrá Hamas; að myrða gyðinga og tortíma Ísrael. Ísraelsmenn hefðu fullan rétt á því að grípa til varna en það skipti máli hvernig þeir gerðu það. Freista þyrti þess í lengstu lög að þyrma óbreyttum borgurum. Netanyahu þakkaði Blinken og Bandaríkjunum, bæði á hebresku og ensku, og líkti Hamas við Ríki íslam. „Biden hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um algjöra illsku,“ sagði forsætisráðherrann. „Hamas mun sæta sömu örlögum og Isis. Það á að hrækja þeim úr samfélagi þjóðanna. Þetta er tími þar sem við þurfum að standa keik og sameinuð gagnvart hinu illa. Við erum að taka afstöðu. Bandaríkin eru að taka afstöðu.“
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira