Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 21:01 Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. Átök Ísraela og Hamas-samtakanna héldu áfram í dag en fimm dagar eru síðan Hamas létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Við það stigmögnuðust margra ára átök gríðarlega. Sem stendur eru Ísraelsmenn búnir að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gasasvæðisins þar sem Hamas hafa aðsetur og verður ekki skrúfað frá fyrr en samtökin skila þeim rúmlega hundrað ísraelsku gíslum sem þeir hafa tekið. Eilífðarstuðningur Bandaríkjamanna Palestínumenn óttast að stærsti spítali Gasasvæðisins, þar sem nú er verið að hlúa að um það bil tvö þúsund manns, verði rafmagnslaus á næstu dögum. Rafmagn helst á spítalanum í nokkra daga til viðbótar í gegnum díselrafstöð. Rauði krossinn á svæðinu hefur varað við að þar með verði spítalinn að líkhúsi. Í dag fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna með forsætisráðherra Ísrael og lofaði honum eilífum stuðningi Bandaríkjamanna. Ákvað að verða eftir á Íslandi Yossi Rozantsev, Ísraeli sem býr hér á landi, segir það vera erfitt að fylgjast með átökunum. Þó nokkrir vinir hans eru í hernum og berjast nú. „Ég átti að fara til Ísrael á morgun í brúðkaup vinar míns en því var auðvitað aflýst. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara og leggja mitt af mörkum. Ég gæti farið og gegnt herþjónustu en ég ákvað eftir að hafa talað við fjölskyldu mína og vini að besta framlag mitt gæti verið hérna á Íslandi með því að gera einmitt þetta, tala við Íslendinga, tala við vini mína og vini þeirra og fjölskyldur og útskýra þetta og gefa annað sjónarhorn,“ segir Yossi. Þurfa að standa saman Hann segir fólk þurfa að standa saman. „Sem betur fer dó enginn eða slasaðist í fjölskyldunni minni en það á við um svo marga vini mína. Við megum ekki við því að láta tilfinningarnar ráða núna. Nú þurfum við að standa saman, hjálpast að og vinna að betri framtíð,“ segir Yossi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13 Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Átök Ísraela og Hamas-samtakanna héldu áfram í dag en fimm dagar eru síðan Hamas létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Við það stigmögnuðust margra ára átök gríðarlega. Sem stendur eru Ísraelsmenn búnir að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gasasvæðisins þar sem Hamas hafa aðsetur og verður ekki skrúfað frá fyrr en samtökin skila þeim rúmlega hundrað ísraelsku gíslum sem þeir hafa tekið. Eilífðarstuðningur Bandaríkjamanna Palestínumenn óttast að stærsti spítali Gasasvæðisins, þar sem nú er verið að hlúa að um það bil tvö þúsund manns, verði rafmagnslaus á næstu dögum. Rafmagn helst á spítalanum í nokkra daga til viðbótar í gegnum díselrafstöð. Rauði krossinn á svæðinu hefur varað við að þar með verði spítalinn að líkhúsi. Í dag fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna með forsætisráðherra Ísrael og lofaði honum eilífum stuðningi Bandaríkjamanna. Ákvað að verða eftir á Íslandi Yossi Rozantsev, Ísraeli sem býr hér á landi, segir það vera erfitt að fylgjast með átökunum. Þó nokkrir vinir hans eru í hernum og berjast nú. „Ég átti að fara til Ísrael á morgun í brúðkaup vinar míns en því var auðvitað aflýst. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara og leggja mitt af mörkum. Ég gæti farið og gegnt herþjónustu en ég ákvað eftir að hafa talað við fjölskyldu mína og vini að besta framlag mitt gæti verið hérna á Íslandi með því að gera einmitt þetta, tala við Íslendinga, tala við vini mína og vini þeirra og fjölskyldur og útskýra þetta og gefa annað sjónarhorn,“ segir Yossi. Þurfa að standa saman Hann segir fólk þurfa að standa saman. „Sem betur fer dó enginn eða slasaðist í fjölskyldunni minni en það á við um svo marga vini mína. Við megum ekki við því að láta tilfinningarnar ráða núna. Nú þurfum við að standa saman, hjálpast að og vinna að betri framtíð,“ segir Yossi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13 Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29
Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13
Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45