Reglur um blóðmerahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 13. október 2023 09:30 Undanfarið hafa verið nokkur skoðanaskipti um blóðtöku úr íslenskum hryssum og þær reglur sem sú iðja fellur undir. Af þeim sökum er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Lögin sem ná yfir blóðmerahald eru m.a. lög um velferð dýra nr. 55/2013 nánar tiltekið 20.gr. og til ítar þeim lögum hefur gilt reglugerð 460/2017 sem er innleiðing EES tilskipunar 2010/63. ESA eftirlitstofnun með EES samningnum gaf út álit sitt á blóðmerahaldi og reglum þar að lútandi, vorið 2023 eftir um árs málsmeðferð. Álit ESA er ítarlegt og styðst við reglugerðina sjálfa, greinargerð sem fylgir með henni um tilgang hennar, og önnur ítargögn til lögskýringar. Staðreyndir málsins eru þær að reglurnar sem finna má í 460/2017 hafa verið gild lög á Íslandi frá 2017 og ganga framar landslögum eins og aðrar reglur EES. Þegar spurt er hvers vegna reglugerð 900/2022, sem var grundvöllur leyfisveitingar til blóðmeraiðju, var felld úr gildi og blóðmeraðiðjan felld undir “nýja” reglugerð, er svarið því það að rg. 900/2022 var í trássi við 3. gr. EES samningsins. Með öðrum orðum, blóðmeraiðjan hefur heyrt undir gildandi lög í landinu sem ekki var farið eftir, frá 2017. Ástæðan fyrir því að ekki var farið eftir þessum lögum, var sú að hið opinbera vildi hlífa blóðmerastarfsemi við hinum ströngu skilyrðum sem felast í 460/2017. Það er því fjarri öllu sanni að ríkið, ráðherra eða embættismenn séu að “slá heila atvinnugrein út af borðinu” eins og einstakir þingmenn hafa haldið fram. Eftir gaumgæfilega skoðun ríkisins á áliti ESA var niðurstaðan sú að röksemdir ESA væru það sterkar að ekki myndi borga sig að andæfa frekar. Það er enda skoðun þeirra sem hafa lesið álit ESA og sett sig inn í röksemdafærslu þess. Hefði ríkið þverskallast við áliti ESA eru allar líkur á því að ríkinu hefði verið stefnt fyrir Evrópudómstólinn og nær engar líkur á hagfelldri niðurstöðu fyrir ríkið. Þeir sem halda því fram, að blóðmeraiðja sé hefðbundinn landbúnaður fara með rangt mál. Þessi starfsemi er 40 ára gömul, hún varðar ekki matvælaframleiðslu úr dýrum heldur hátækniiðnað byggðan á vísindalegum grunni hvar hormón er unnið úr blóði sem tekið er úr lifandi dýrum. Blóðtakan sjálf er inngrip í heilsu dýrsins og krefst staðdeyfingar. Til þess að falla undir gildissvið 460/2017 þarf starfsemin að uppfylla þessi þrjú skilyrði, að um lifandi dýr sé að ræða, að starfsemin falli utan hefðbundins landbúnaðar og sé af vísindalegum toga, og að hún valdi dýrunum svo miklum óþægindum að hún krefjist staðdeyfingar eða teljist inngrip í líf og heilsu dýrsins. Blóðmerastarfsemin uppfyllir þessi skilyrði og þess vegna fellur hún undir skilyrði reglugerðar 460/2017. Hið opinbera hefur einmitt verið þeirrar skoðunar frá árinu 2002 að starfsemin sé ekki hefðbundinn landbúnaður, með því einmitt að fella starfsemina undir lög og reglur sem ná utan um sýsl með dýr í vísindalegum tilgangi. Það hefur því verið afstaða ríkisins í rúm 20 ár að ekki sé um að ræða hefðbundinn landbúnað. Ef einstakir þingmenn finna hjá sér hvöt til að gera ráðherra eða embættismenn að einhverjum andstæðingum bænda, eru þeir á villigötum. Vilji þingmenn þjóna umbjóðendum sínum heima í héraði væri nær að þeir áttuðu sig á veruleika málsins og hjálpuðu þeim til farsældar í breyttum aðstæðum. Höfundur er stjórnarmaður í SDÍ (Samtökum um velferð dýra). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa verið nokkur skoðanaskipti um blóðtöku úr íslenskum hryssum og þær reglur sem sú iðja fellur undir. Af þeim sökum er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Lögin sem ná yfir blóðmerahald eru m.a. lög um velferð dýra nr. 55/2013 nánar tiltekið 20.gr. og til ítar þeim lögum hefur gilt reglugerð 460/2017 sem er innleiðing EES tilskipunar 2010/63. ESA eftirlitstofnun með EES samningnum gaf út álit sitt á blóðmerahaldi og reglum þar að lútandi, vorið 2023 eftir um árs málsmeðferð. Álit ESA er ítarlegt og styðst við reglugerðina sjálfa, greinargerð sem fylgir með henni um tilgang hennar, og önnur ítargögn til lögskýringar. Staðreyndir málsins eru þær að reglurnar sem finna má í 460/2017 hafa verið gild lög á Íslandi frá 2017 og ganga framar landslögum eins og aðrar reglur EES. Þegar spurt er hvers vegna reglugerð 900/2022, sem var grundvöllur leyfisveitingar til blóðmeraiðju, var felld úr gildi og blóðmeraðiðjan felld undir “nýja” reglugerð, er svarið því það að rg. 900/2022 var í trássi við 3. gr. EES samningsins. Með öðrum orðum, blóðmeraiðjan hefur heyrt undir gildandi lög í landinu sem ekki var farið eftir, frá 2017. Ástæðan fyrir því að ekki var farið eftir þessum lögum, var sú að hið opinbera vildi hlífa blóðmerastarfsemi við hinum ströngu skilyrðum sem felast í 460/2017. Það er því fjarri öllu sanni að ríkið, ráðherra eða embættismenn séu að “slá heila atvinnugrein út af borðinu” eins og einstakir þingmenn hafa haldið fram. Eftir gaumgæfilega skoðun ríkisins á áliti ESA var niðurstaðan sú að röksemdir ESA væru það sterkar að ekki myndi borga sig að andæfa frekar. Það er enda skoðun þeirra sem hafa lesið álit ESA og sett sig inn í röksemdafærslu þess. Hefði ríkið þverskallast við áliti ESA eru allar líkur á því að ríkinu hefði verið stefnt fyrir Evrópudómstólinn og nær engar líkur á hagfelldri niðurstöðu fyrir ríkið. Þeir sem halda því fram, að blóðmeraiðja sé hefðbundinn landbúnaður fara með rangt mál. Þessi starfsemi er 40 ára gömul, hún varðar ekki matvælaframleiðslu úr dýrum heldur hátækniiðnað byggðan á vísindalegum grunni hvar hormón er unnið úr blóði sem tekið er úr lifandi dýrum. Blóðtakan sjálf er inngrip í heilsu dýrsins og krefst staðdeyfingar. Til þess að falla undir gildissvið 460/2017 þarf starfsemin að uppfylla þessi þrjú skilyrði, að um lifandi dýr sé að ræða, að starfsemin falli utan hefðbundins landbúnaðar og sé af vísindalegum toga, og að hún valdi dýrunum svo miklum óþægindum að hún krefjist staðdeyfingar eða teljist inngrip í líf og heilsu dýrsins. Blóðmerastarfsemin uppfyllir þessi skilyrði og þess vegna fellur hún undir skilyrði reglugerðar 460/2017. Hið opinbera hefur einmitt verið þeirrar skoðunar frá árinu 2002 að starfsemin sé ekki hefðbundinn landbúnaður, með því einmitt að fella starfsemina undir lög og reglur sem ná utan um sýsl með dýr í vísindalegum tilgangi. Það hefur því verið afstaða ríkisins í rúm 20 ár að ekki sé um að ræða hefðbundinn landbúnað. Ef einstakir þingmenn finna hjá sér hvöt til að gera ráðherra eða embættismenn að einhverjum andstæðingum bænda, eru þeir á villigötum. Vilji þingmenn þjóna umbjóðendum sínum heima í héraði væri nær að þeir áttuðu sig á veruleika málsins og hjálpuðu þeim til farsældar í breyttum aðstæðum. Höfundur er stjórnarmaður í SDÍ (Samtökum um velferð dýra).
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun