Erlent

Kennari látinn og tveir al­var­lega særðir eftir árás í skóla í Arras

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Arras er staðsett um það bil 180 kílómetrum norður af París. Íbúar bæjarins eru um 42 þúsund talsins.
Arras er staðsett um það bil 180 kílómetrum norður af París. Íbúar bæjarins eru um 42 þúsund talsins.

Kennari er látinn og tveir alvarlega særðir eftir hnífaárás í Gambetta-framhaldsskólanum í bænum Arras í Frakklandi.

Að sögn lögreglu hefur árásarmaðurinn verið handtekinn.

Lögregla sagði í samtali við fréttastofuna AFP að árásarmaðurinn hefði hrópað „Allahu Akbar“, eða „Guð er máttugastur“, á meðan á árásinni stóð.

Árásarmaðurinn er talinn vera á þrítugsaldri en franska sjónvarpsstöðin BFMTV segir bróður hans einnig hafa verið handtekinn. 

Kennarinn sem lést í árásinni hafi kennt frönsku en annar slösuðu var íþróttakennari.

Staðarmiðlar segja árásarmanninn fyrrverandi nemanda skólans.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun heimsækja skólann síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×