Nýtt húsnæði Grensásdeildar Willum Þór Þórsson skrifar 13. október 2023 15:00 Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Hið nýja húsnæði verður mikil lyftistöng fyrir þá öflugu og mikilvægu endurhæfingarstarfsemi sem fer fram á Grensásdeild. Viðbygging og aðrar umbætur á húsnæði Grensásdeildar eru langþráðar og þess vegna er sérlega jákvætt að sjá verkefnið færast af teikniborðinu yfir á framkvæmdastig. Nýbyggingin sem rís við eldri bygginguna verður um 4.400 m2 og sérsniðin að endurhæfingarstarfsemi deildarinnar. Þar er gert ráð fyrir nýrri legudeild, matsal og öðrum samveru- og stoðrýmum. Áhersla er lögð á þarfir sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks þannig að gott aðgengi og vinnuumhverfi sé fyrir alla. Öflugir bakhjarlar Grensásdeild Landspítala er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skerta færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Í hálfa öld hefur starfsemin hjálpað þúsundum einstaklinga við að öðlast betri lífsgæði eftir áföll eins og slys eða veikindi. Það er fátt verðmætara en að stuðla að því að einstaklingar fái notið sín sem best og geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Hið öfluga starf Grensásdeildar undanfarin fimmtíu ár og sá jákvæði andi sem þar ríkir hefur leitt af sér einstaka velvild samfélagsins til deildarinnar. Líknarfélög, önnur félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegir bakhjarlar deildarinnar. Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð árið 2006 að frumkvæði Gunnars Finnssonar rekstarhagfræðings. Gunnar var ötull talsmaður húsnæðisumbóta deildarinnar og lagði ríka áherslu á þann þjóðhagslega ávinning og kostnaðarábata sem hlýst af rekstri og starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar. Hollvinirnir hafa frá stofnun staðið eins og klettur að baki deildinni, safnað fé og talað máli hennar af mikilli sannfæringu og með góðum árangri. Síðastliðinn föstudag fór fram söfnunarþáttur samtakanna þar sem 150 milljónir söfnuðust til styrktar deildinni og endurspeglar þessi árangur þá miklu velvild sem deildin nýtur. Slíkur stuðningur er verðmætur og gerir deildinni kleift að nýta sem best örar tækniframfarir nútímans og eignast enn hraðar þann sérhæfðan tækjabúnað sem getur skipt sköpum í þeirri meðferð sem unnt er að veita. Uppbygging fyrir samfélagið Í allri heildaruppbyggingu Landspítala er nauðsynlegt að halda því til haga að þrátt fyrir að verið sé að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum, þá er tilgangurinn fyrst og fremst að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Góðar starfsaðstæður styðja við þróun þjónustunnar og byggja undir öfluga starfsemi. Endurhæfing er mikilvægur hluti allrar heilbrigðisþjónustu. Með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og hækkandi lífaldri þjóðarinnar mun þörfin aukast. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins í heild. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Hið nýja húsnæði verður mikil lyftistöng fyrir þá öflugu og mikilvægu endurhæfingarstarfsemi sem fer fram á Grensásdeild. Viðbygging og aðrar umbætur á húsnæði Grensásdeildar eru langþráðar og þess vegna er sérlega jákvætt að sjá verkefnið færast af teikniborðinu yfir á framkvæmdastig. Nýbyggingin sem rís við eldri bygginguna verður um 4.400 m2 og sérsniðin að endurhæfingarstarfsemi deildarinnar. Þar er gert ráð fyrir nýrri legudeild, matsal og öðrum samveru- og stoðrýmum. Áhersla er lögð á þarfir sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks þannig að gott aðgengi og vinnuumhverfi sé fyrir alla. Öflugir bakhjarlar Grensásdeild Landspítala er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skerta færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Í hálfa öld hefur starfsemin hjálpað þúsundum einstaklinga við að öðlast betri lífsgæði eftir áföll eins og slys eða veikindi. Það er fátt verðmætara en að stuðla að því að einstaklingar fái notið sín sem best og geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Hið öfluga starf Grensásdeildar undanfarin fimmtíu ár og sá jákvæði andi sem þar ríkir hefur leitt af sér einstaka velvild samfélagsins til deildarinnar. Líknarfélög, önnur félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegir bakhjarlar deildarinnar. Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð árið 2006 að frumkvæði Gunnars Finnssonar rekstarhagfræðings. Gunnar var ötull talsmaður húsnæðisumbóta deildarinnar og lagði ríka áherslu á þann þjóðhagslega ávinning og kostnaðarábata sem hlýst af rekstri og starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar. Hollvinirnir hafa frá stofnun staðið eins og klettur að baki deildinni, safnað fé og talað máli hennar af mikilli sannfæringu og með góðum árangri. Síðastliðinn föstudag fór fram söfnunarþáttur samtakanna þar sem 150 milljónir söfnuðust til styrktar deildinni og endurspeglar þessi árangur þá miklu velvild sem deildin nýtur. Slíkur stuðningur er verðmætur og gerir deildinni kleift að nýta sem best örar tækniframfarir nútímans og eignast enn hraðar þann sérhæfðan tækjabúnað sem getur skipt sköpum í þeirri meðferð sem unnt er að veita. Uppbygging fyrir samfélagið Í allri heildaruppbyggingu Landspítala er nauðsynlegt að halda því til haga að þrátt fyrir að verið sé að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum, þá er tilgangurinn fyrst og fremst að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Góðar starfsaðstæður styðja við þróun þjónustunnar og byggja undir öfluga starfsemi. Endurhæfing er mikilvægur hluti allrar heilbrigðisþjónustu. Með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og hækkandi lífaldri þjóðarinnar mun þörfin aukast. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins í heild. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun