Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2023 11:51 Bjarni segist vera að axla ábyrgð með því að skipta um embætti. Hann sæki umboð sitt til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og þau styðji þessa ákvörðun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, tilvonandi utanríkisráðherra, segir hvern og einn þurfa að dæma það fyrir sig hvort hann sé raunverulega að axla ábyrgð með því að færa sig um ráðherrastól. „Mér var efst í huga, og ég sagði það mjög skýrt á þriðjudaginn að ég teldi útilokað fyrir mig að halda áfram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sjá um þau verkefni sem meðal annars snúast um málið sem um var rætt,“ sagði Bjarni að loknum blaðamannafundi um ráðherraskiptin. Hann sagðist telja að það myndi skapast friður um verkefnin í ráðuneytinu þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við embættinu. „Það ríður á að stjórnarflokkarnir standi saman,“ sagði Bjarni og að það væri mikill ábyrgðarhluti að ljúka stjórnarsamstarfinu og þeim verkefnum sem þau hefðu sett sér í stjórnarsáttmálanum. „Sá valkostur fyrir mig á þessum tímapunkti að stíga út úr ríkisstjórninni held ég að hefði verið til þess að auka óvissuna og óróann í kringum stjórnmálin. Ég er að axla ábyrgð með tvennum hætti. Annars vegar með því að skapa frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins en líka að taka ábyrgð á minni pólitísku stöðu í samhengi stjórnarsáttmálans, í samhengi samstarfsflokkanna og í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem er til staðar. Ég vil hjálpa við það að koma hlutunum aftur í betra horf.“ Spurður hvað honum finnst um niðurstöðu Maskínu þar sem um 70 prósent töldu það ekki rétt fyrir hann að taka við öðrum ráðherraembætti sagði Bjarni það eins og að spyrja KR-inga hvað þeim finnst um að fyrirliði Vals hætti. „Ég sæki mitt umboð til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og við erum stjórnmálaafl sem stendur saman,“ segir Bjarni og að hann finni fyrir miklum stuðningi. Hann sagði sig og Þórdísi Kolbrún í daglegum samskiptum og að þau myndu hafa nægan tíma í næstu viku til að ræða helstu verkefni ráðuneytanna beggja. Spurður hvenær hann hefði nákvæmlega tekið þá ákvörðun að skipta um stól sag „Ég hef séð það ágætlega á hjartsláttarmælinum sem ég með á mér hérna, í úrinu, að hann hefur að jafnaði í hvíld verið lægri og lægri eftir því sem ég hef orðið sannfærðari um það sem ég á að gera,“ sagði Bjarni og að hann hefði tekið endanlega ákvörðun í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Bjarni Benediktsson, tilvonandi utanríkisráðherra, segir hvern og einn þurfa að dæma það fyrir sig hvort hann sé raunverulega að axla ábyrgð með því að færa sig um ráðherrastól. „Mér var efst í huga, og ég sagði það mjög skýrt á þriðjudaginn að ég teldi útilokað fyrir mig að halda áfram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sjá um þau verkefni sem meðal annars snúast um málið sem um var rætt,“ sagði Bjarni að loknum blaðamannafundi um ráðherraskiptin. Hann sagðist telja að það myndi skapast friður um verkefnin í ráðuneytinu þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við embættinu. „Það ríður á að stjórnarflokkarnir standi saman,“ sagði Bjarni og að það væri mikill ábyrgðarhluti að ljúka stjórnarsamstarfinu og þeim verkefnum sem þau hefðu sett sér í stjórnarsáttmálanum. „Sá valkostur fyrir mig á þessum tímapunkti að stíga út úr ríkisstjórninni held ég að hefði verið til þess að auka óvissuna og óróann í kringum stjórnmálin. Ég er að axla ábyrgð með tvennum hætti. Annars vegar með því að skapa frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins en líka að taka ábyrgð á minni pólitísku stöðu í samhengi stjórnarsáttmálans, í samhengi samstarfsflokkanna og í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem er til staðar. Ég vil hjálpa við það að koma hlutunum aftur í betra horf.“ Spurður hvað honum finnst um niðurstöðu Maskínu þar sem um 70 prósent töldu það ekki rétt fyrir hann að taka við öðrum ráðherraembætti sagði Bjarni það eins og að spyrja KR-inga hvað þeim finnst um að fyrirliði Vals hætti. „Ég sæki mitt umboð til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og við erum stjórnmálaafl sem stendur saman,“ segir Bjarni og að hann finni fyrir miklum stuðningi. Hann sagði sig og Þórdísi Kolbrún í daglegum samskiptum og að þau myndu hafa nægan tíma í næstu viku til að ræða helstu verkefni ráðuneytanna beggja. Spurður hvenær hann hefði nákvæmlega tekið þá ákvörðun að skipta um stól sag „Ég hef séð það ágætlega á hjartsláttarmælinum sem ég með á mér hérna, í úrinu, að hann hefur að jafnaði í hvíld verið lægri og lægri eftir því sem ég hef orðið sannfærðari um það sem ég á að gera,“ sagði Bjarni og að hann hefði tekið endanlega ákvörðun í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34